blaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árogdagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Innflytjendur Tæp 40 prósent landsmanna telja innflytjendur á íslandi vera vanda- mál. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Blaðið birtir í dag. Af þessum 40 prósentum telja tæplega 17 prósent að innflytjendur á íslandi séu mikið eða mjög mikið vandamál en 23 prósent telja að þeir séu lítið eða mjög lítið vandamál. Ríflega 53 prósent aðspurðra sögðu að innflytj- endur væru ekkert vandamál og sjö prósent sögðust vera hlutlausir í af- stöðu sinni til innflytjenda. Það er vandasamt að spyrja út í innflytjendamál enda eru þau í eðli sínu mjög viðkvæm. Nauðsynlegt er að hafa í huga að spurningin sem þátttakendur könnunarinnar voru spurðir var mjög opin. Það var gert til þess að forðast að falla í þá gryfju að spyrja leiðandi spurningar. Spurt var: Telur þú að innflytjendur á fslandi séu vandamál? Þrátt fyrir að ljóst sé að skilgreining hvers og eins á því hvað er vanda- mál sé misjöfn þá gefa niðurstöðurnar ótvírætt vísbendingu um þanka- ganginn i samfélaginu. Það geta eflaust allir verið sammála um að orðið „vandamál” er í eðli sínu neikvætt og það að 17 prósent landsmanna telji innflytjendur vera mikið eða mjög mikið vandamál í íslensku samfélagi vekur óneitanlega ugg í brjósti. Það væri reyndar mjög fróðlegt að spyrja fólk nánar út í það hvers vegna það teldi innflytjendur vera vandamál. Niðurstaðan úr slíkri könnun gæti verið mjög athyglisverð. Auðvitað er óraunhæft að ætla að hérlendis séu allir á sömu skoðun - að hér ríki engin óvild í garð innflytjenda. Það eru hópar í öllum samfé- lögum sem hafa horn í síðu innflytjenda af hinum og þessum ástæðum. Þessir hópar eru bara misstórir og misháværir eftir löndum. Þó 17 pró- sent landsmanna telji innflytjendur vera mikið eða mjög mikið vanda- mál þá er erfitt að sjá að hér hafi skapast einhver raunveruleg vandamál vegna fjölda innflytjenda. Sem betur fer er sífellt verið að vinna í því að þeir útlendingar sem ákveða að setjast hér að fái tækifæri til þess að aðlagast samfélaginu, til dæmis með aukinni íslenskukennslu. Einn mik- ilvægasti liðurinn í aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi er einmitt tungumálakunnátta. Hún opnar margar dyr, það þekkja þeir fslendingar sem hafa búið í lengri eða skemmri tíma erlendis. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld haldi áfram að marka skýra stefnu í málefnum innflytjenda með aðlögun að leiðarljósi. Þrátt fyrir allt þá telja 53 prósent landsmanna að innflytjendur á fs- landi séu ekkert vandamál. Þröngsýni er ein helsta skýringin á andúð fólks á innflytjendum og það að meira en helmingur þjóðarinnar sé nægi- lega víðsýnn til að kunna að meta nýbúa þessa lands er jákvætt. Vonandi stækkar þessi hópur á kostnað hinna. Vonandi hætta menn að hrópa slag- orð gegn útlendingum sem hér búa. Það er örugglega ekki gott að búa í landi þar sem umræðan um innflytjendamál hefur smám saman verið að þróast í neikvæða átt. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Náðu kjörþyngd - kíktu inn á metasys.is metasys.is Félag SkrúSgarðyrlcjumeistara BM-VMIÁ 12 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 blaðiö Evrópusambandið - breyttar f orsendur Mér hefur verið núið því um nasir nýverið að ég hafi breytt um afstöðu gagnvart inngöngu Islands í Evrópusambandið. Það er vegna þess að fyrir nokkrum árum skrif- aði ég grein um afstöðu mína til Evrópusambandsins þar sem ég var mótfallin inngöngu íslands í ESB. Ekki löngu áður en ég skrifaði hana hafði Franz Fischler, þáverandi yf- irmaður sjávarútvegsmála Evrópu- sambandsins, talað tæpitungulaust varðandi undanþágur til handa fslendingum. Hann útilokaði var- anlega undanþágu fyrir ísland frá sjávarútvegsstefnu sambandsins. Hann útilokaði að íslendingar gætu gengið í Evrópusambandið og jafn- framt haldið fullum yfirráðum yfir sjávarauðlindinni. Fischler sagði hreint út að við myndum missa yfirráð okkar yfir miðunum í kringum landið frá 12 mílum að 200 mílum ef við gengjum í sambandið. Það lá sem sagt fyrir að formleg yfirráð yfir íslandsmiðum yrðu í höndum fram- kvæmdastjórnar ESB ef kæmi til að- ildar fslands að Evrópusambandinu. í ljósi þessara upplýsinga varaði ég eindregið við inngöngu í Evrópu- sambandið eins og staðan var þá, enda værum við þar með að gefa frá okkur fullveldi og sjálfstæði Islands. Hvað hefur breyst? Ég hef alltaf haft þann fyrirvara að á meðan stefna Evrópusambands- ins væri óbreytt varðandi yfirráð yfir okkar auðlindum kæmi aðild Islands að ESB ekki til greina. En nú hefur tónninn breyst og meira að segja Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, heldur því fram að við getum vænst þess að halda yfir- ráðum yfir fiskimiðunum okkar. Önnur breyting á högum íslend- inga er sú að eftir brotthvarf varn- arliðsins hafa ráðamenn leitað hóf- anna varðandi samninga um varnir. Það hlýtur að teljast eðlilegast að hugað sé að samstarfi við aðrar Evr- ópuþjóðir, ekki síst nágrannalöndin Noreg og Danmörku, um ýmis verk- efni á sviði öryggismála. Margrét Sverrisdóttir Þriðja breytingin er sú að sá óstöðugleiki sem hefur einkennt krónuna um langa hríð hefur valdið því að við virðumst aðeins eiga um tvennt að velja: Að halda áfram með krónuna og flotgengisstefn- una eða taka upp evru með aðild að Evrópusambandinu. Efasemdir Við Islendingar erum sannarlega Evrópuþjóð en þrátt fyrir það hef ég enn þá mínar efasemdir gagn- vart Evrópusambandinu. Lýðræði innan Evrópusambandsins hefur verið gagnrýnt á þeirri forsendu að þar vanti grasrótartengingu, þ.e. lýð- ræðið kemur ekki frá grasrótinni heldur er yfirborðskennt og fjarlægt almenningi í þeim löndum sem til- heyra ESB. Það er langur vegur frá almenningi í hverju aðildarlandi til ákvarðana framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig Evrópusambandið mun þróast næstu áratugina. Hversu langt í suður nær hin nýja Evrópa Evrópusambandsins? Lengra en til Tyrklands? Og hversu langt í austur teygir hin nýja Evrópa sig? Alla leið til Kamchatka í Rússlandi? Þurfa komandi kynslóðir á Is- landi hugsanlega að ganga í sam- evrópskan her? Það er ástæða til að velta þessum atriðum fyrir sér, ásamt fjölmörgum öðrum. Stefna íslandshreyfingarinnar í slendingar geta ekki hugað að inn- göngu í ESB nema uppfylla skilyrði til þess, en þau uppfyllum við ekki nú. í stefnuskrá íslandshreyfingar- innar segir að nota skuli næsta kjör- tímabil til að gera úttekt á kostum og göllum þess að ísland gangi í Evr- ópusambandið. í þessu felst að við munum skilgreina samningsmark- mið okkar og vega og meta kosti og galla. Þegar sú úttekt liggur fyrir er hægt að hefja samningaviðræður og eftir að niðurstaða er fengin þarf þjóðaratkvæðagreiðslu um hana. Hjá Eystrasaltslöndunum tók þetta ferli næstum áratug og það má ætla að það taki varla skemmri tíma fyrir okkur. Algjört skilyrði verður að við höldum fullum yfirráðum yfir okkar auðlindum. Höfundur er varaformaður (slandshreyfingarinnar Klippt & skorið ingmenn hafa verið duglegir að velta bílum sínum á undanförnum mán- uðum og er það kannski sönnun þess að vegakerfið á íslandi er ekki upp á sitt besta. Steingrímur J. Sigfússon velti bíl sínum fyrir rúmu ári við Húnaver og slasaðist nokkuð. Hins vegar slapp Einar K. Guðfinnsson þegar hann velti bíl sínum rétt við Fagranes í Öxnadal í síðustu viku. Um helgina velti síðan Kristinn H. Gunnarsson bíl sínum á Steingrímsfjarðar- heiði en sakaði ekki. [ samtali við Fréttablaðið sagði þingmaðurinn svo frá: „Nei, ég hef ekki orðið var við neitt ennþá, enda í góðri þjálfun." Spurningin er hvort Kristinn sé búinn að velta bíl sínum svo oft að hann sé kominn í góða þjálfun við það??? Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, munu heimsækja Kali- forníu dagana 17.-23. apríl í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu. Með þeim í för verða þingmennirnir Sigríður Anna Þórðardóttir, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason, auk Helga Bernódussonar, skrifstofu- stjóra Alþingis, og Belindu Theriault, forstöðumanns alþjóðamála á skrifstofu Alþingis. Um endur- gjaldsheimsókn er að ræða en sendinefnd frá fylkisþingi Kaliforníu heimsótti Alþingi á síðasta ári. Það er ekki seinna vænna að senda þennan hóp þingmanna til útlanda á vegum þingsins því þau eru öll að hætta þegar kjör- tfmabilinu lýkur. egar samkeppnin miili flugfélaganna hér á landi var og hét gátu íslendingar skotist í helgarferðir til Köben sér til skemmtunar án þess að það kæmi mikið niður á buddunni. Algengt verð á flugi var frá 17-20 þús- und. Vin klippara langaði allt í einu að skreppa í helgarferð lœ‘ar*)DlprBS® til Köben og helgin 26.-29. apríl varð fyrir valinu. Til Köben með lcelandair kostar farið 43.380 krónur á manninn og með lceland Express 47.910 krónur. Af hverju hefur þessi gríðarlega hækkun átt sér stað? Er engin samkeppni lengur? Og skrýtið að lágfargjaldafélagið býður hærra verðið! Þegar hótelkostnaður bætist við er stutta helgarferðin komin í verðklassa með fínustu Spánarferðum. elin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.