blaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007
blaðiö
AUÐVELD I ÞRIFUM
HLJÓÐEINANGRANDI
OF'NÆ.M ISPROFUÐ
Bm
Stepp ehf. | Ármúla 32 | Sími 533 5060 | www.stepp.is | stepp@stepp.is
TEPPI Á STIGAGANGINN
GOLFEFNI ÞEKKING ÞJONUSTA
Samþykkt að breyta stjórnkerfinu
Rafael Correa, forseti Ekvadors, virðist hafa unnið mikinn sigur í
þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosið var um fyrirhugaðar stjórn-
kerfisbreytingar. Samkvæmt fyrstu töium virðast áttatíu prósent
hafa samþykkt að veita Correa umboð til að kjósa nýtt þing til
að semja nýja stjórnarskrá sem kosið verður um á næsta ári.
Matvælaverð:
Lækkun skilar sér
misjafnlega
Verðlagseftirlit ASÍ segir að
verðlækkanir vegna lækkunar virð-
isaukaskatts skili sér misjafnlega
til neytenda. Er því haldið fram
að í sumum tilfellum hafi verð
hækkað í stað þess að lækka. Eft-
irlitið hefur fylgst náið með verð-
breytingum frá í desember og voru
niðurstöðurnar birtar á heimasíðu
ASÍ í gær.
Verðhækkanir frá desember til
febrúar voru í verslunum 10-11
4,3 prósent, í Kjarval 2,7 prósent
og í 11-11 2,1 prósent samkvæmt
könnun ASÍ. Verðbreyting í Hag-
kaupum var 1,6 prósent og í Nóa-
túni 1,3 prósent. Verðlækkanir
frá febrúar og fram í mars þegar
virðisaukaskattur og vörugjöld
á matvörum voru lækkuð voru á
bilinu 4,4 prósent til 8,5 prósent.
Minnst var lækkunin í 10-11 en
mest í 11-11.
f tilkynningu frá verslanakeðj-
unni 10-11 segir að taflan sem
birtist á heimasíðu ASÍ í gær hafi
verið röng. Því sé haldið fram
að verð á sykri, súkkulaði og sæ-
tindum í 10-11 hafi hækkað um
8-9 prósent þegar hið rétta sé að
verðið hafi lækkað um 14 prósent.
Guðjón K. Reynisson, fram-
kvæmdastjóri 10-11, fullyrðir í
tilkynningunni að verslanir 10-11
hafi að fullu skilað lækkun virð-
isaukaskatts á matvælum til neyt-
enda og að auðvelt sé að sýna fram
áþað.
Hillur fataskápar
og stál innréttingar
Stwft Jymma
Tilboðsdagar á hillukerfum. Verðdæmi: Hæð 2.2 m, breidd 2.7 m,
dýpt 40 cm, tilboðsverð 21.315 kr.
W' RÍ-VERSLUN & ÞJÓNUSTA
RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf.
Hamarshöfða 1
Skoðið nýja FAMI bæklinginn á www.ri-verslun.is Sími 511 1122