blaðið - 25.04.2007, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007
blaðið
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Fjögur innbrot í fyrrinótt
INNLENT
Brotist var inn á þrjú heimili í austurborginni og
eitt í Breiðholti í fyrrinótt. (Breiðholti var lyfjum
stolið, en í austurborginni hvarf á einum stað
sparibaukur, ferðatölva og myndavél á öðrum
en heimilistæki og fatnaður á þriðja heimilinu.
PENINGAFÖLSUN
Afgreiðslufólk verði á varðbergi
Nokkrar tilraunir til að falsa seðla hafa verið tilkynntar til
lögreglu að undanförnu, og hvetur hún afgreiðslufólk til
að vera á varðbergi gagnvart fölsuðum peningaseðlum í
umferð. Segir lögreglan að huga verði að gæðum pappírs-
ins, vatnsmerki í seðlinum og segulrönd hans.
ÞJÓÐHAGSSPÁ
Atvinnuleysi eykst og verðbólga hjaðnar
Atvinnuleysi mun aukast á árinu í kjölfar kólnunar í efnahagslífinu og
verður 1,8 prósent að meðaltali. Jákvæðar afleiðingar kólnunarinnar
eru þær að verðbólga verður aðeins 3,6 prósent að meðaltali á árinu,
sem er rúmum þremur prósentustigum lægra en í fyrra. Þetta kemur
fram i þjóðhagsspá sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér i gær.
Mengun í
göngum Breytt-
ar eðHsfræði-
legar aðstæður
valda þvi að
mengun fer
yfir viðmiðun-
armörk ígöng-
unum.
Kárahnjúkavirkjun:
Göngum lokað
sökum mengunar
Vinnueftirlit ríkisins stöðvaði
( dag framkvæmdir í aðrennslis-
göngum Kárahnjúkavirkjunar
sökum mengunar, en mengun
hefur farið yfir viðmiðunarmörk
á nokkrum svæðum ganganna.
Eftir að borun ganganna lauk kom
í ljós að breyttar eðlisfræðilegar að-
stæður valda því að mengun getur
farið yfir viðmiðunarmörkin á
afmörkuðum stöðum. Loftþrýst-
ingur fyrir utan göngin og hiti
inni í þeim veldur ástandinu að
hluta, en einnig aukin umferð og
vinna við frágang. í yfirlýsingu
frá Impregilo segir að vandamálið
sé nýtilkomið, að þegar hafi verið
gripið til aðgerða til þess að draga
úr loftmengun í göngunum og að
þar séu loftgæði mæld með reglu-
legu millibili. Þar segir einnig að
göngin séu án tafar tæmd þegar
mengun mælist yfir mörkum og
að verið sé að skoða hvernig best
sé að koma fleiri viftum fyrir í
göngunum til að hreinsa loftið.
Reykjanesbær Mikil þensla
er í Reykjanesbæ og eftir-
spurn eftir vinnandi fólki.
ÍSLAM) HEF=UR BREYST A UMWFQRNLM AHLM ÍEHM
AF RÍKUSTU ÞJÖEXJM HEMS. HEMJR ETTURLYFJA
KEFUR UMIURNAST OG LfEJALLAMR FJQLMELA
BREVST. LJTLAÍSLAMJ ER A BREYHNSASKEYEH.
IsLEMHNGAR ER N?R BÖKAFMDKKLR ÞAR SEM
FJÖLMffiLAHEMJR, VffiSKTPTAKEMJR OG UMHRHEMAR
f SLANDS METAST f SKOWTLBGLM BÖKUM ÞAR SEM
EKKBRT ER DRBGE) UMIAN.
ÍSLBCBNSAR FAST f ÖLLLM BÓKABÖÐLM
GERSTU ÁSKRII ANDI AF í SLEM3INGLM í SÍ MA 557 -3100
EÐA SENDU PÓST Á BAEKLF@3AfcKLR. IS
OOO
jur
U T Q A F
Bjartsýni á Suðurnesjum:
Gengið vel að fylla í
skarð varnarliðsins
■ Rúmlega 700 sagt upp ■ 50 enn án vinnu ■ Álver skapar 400 ný störf
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Þegar varnarliðið tilkynnti að það
væri á förum voru menn allt annað
en bjartsýnir varðandi atvinnumál
í Reykjanesi. Við blasti að rúmlega
700 manns myndu missa vinnu;
6oo hjá varnarliðinu og um 150 í
þjónustustörfum tengdum veru
hersins. Verkalýðshreyfingin setti
upp viðbragðsáætlun í samvinnu
við bæjaryfirvöld. Uppsagnafrestur-
inn var nýttur til atvinnuuppbygg-
ingar, sjálfstyrkingar og þjónustu
við fyrrum starfsmenn, og í dag eru
aðeins um 50 af þeim rúmlega 700
sem misstu vinnuna án atvinnu.
„Vel hefur tekist að finna störf
og fólk hefur verið ótrúlega dug-
legt að finna sér störf líka. Mestu
munaði um að Flugmálastjórn réð
fjölda starfsmanna aftur til vinnu
við Keflavíkurflugvöll, samtals
um 160 manns,“ segir Kristján G.
Gunnarsson, formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur
og nágrennis. „Mikil þensla er á
svæðinu og skortur á vinnuafli. í
flugstöðina vantar tugi manna i
vinnu, í öryggisgæslu og löggæslu
og eins í almenn þjónustustörf. Þá
hefur lengi vantað iðaðarmenn og
sérþjálfaða byggingaverkamenn,
þannig að það hefur verið flutt inn
töluvert af vinnuafli."
Álver til bóta
Kristján segir Suðurnesjamenn
mjög bjartsýna varðandi fram-
haldið. „Þau tíðindi hafa verið
að berast þessa dagana að álver í
Helguvík kunni að vera á næsta
leiti. Það er mjög góð innspýting
fyrir atvinnulífið hér til framtíðar.
Þótt þensla hafi verið á svæðinu
er atvinnulífið viðkvæmt og lítið
má út af bera. Við fögnum því
öllum skrefum sem verða tekin í
tengslum við tilkomu nýs álvers."
Kristján segist gera ráð fyrir að
ekki færri en 350 til 400 störf
skapist til framtíðar með tilkomu
álversins. Meðan bygging þess á
sér stað muni myndast sprenging
í eftirspurn eftir vinnuafli sem
Flöggum bráðum
í fulla stöng í
gleði okkar yfir
álversmálum
Kristján G. Gunnarsson,
Verkalýðsforingi
í Keflavík.
heimamenn muni ekki ráða við,
og líklega verði brugðið á það ráð
að flytja inn erlent vinnuafl. En til
lengri tíma litið telur hann að ál-
verið verði mannað með innlendu
vinnuafli.
Upphaflega voru Reykjanesbúar
þó ekki sáttir við staðsetningu
fyrirhugaðs álvers. „Okkur óaði
aðeins við fyrstu staðsetningu á ál-
verinu. Upphaflega átti að staðsetja
það þannig að við héldum að við
fengjum aldrei norðanátt aftur. Nú
hafa menn skoðað staðsetningarnar
mjög vel og komin er staðsetning
sem okkur hugnast mun betur og
gerir þetta ástættanlegra í alla staði.
Við flöggum eflaust bráðum í fulla
stöng í gleði okkar yfir álversmál-
unum,“ segir Kristján.
,^Í20+a: 4.440
IGU 01 I. vinningur cu milljonir
Ef Ofurtala vikunnar er ein af útdráttartölunum sex bætist Ofurtölupottur viö fyrsta vinninginn.
V I K I N G A
LOTT0
Alltáf á mi&vikudöBum!
lotto.ls
Auglýsingasíminn er
510 3744
lýlFTI