blaðið - 25.04.2007, Síða 8

blaðið - 25.04.2007, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 bla6iö UTAN ÚR HEIMI ÍRAN Utlegð fyrir rangan klæðaburð Yfirsaksóknarinn í Teheran sagði í gær að þær konur sem ekki klæddu sig siðsamlega verði gerðar útlægar frá höf- uðborginni í fimm ár. Eftir múslímabyltinguna í Iran árið 1979 voru sett lög sem skylda konur til að hylja hár sitt og klæðast flíkum sem hylja kvenleika þeirra. Enn eitt skyndiverkfall hjá SAS Skyndiverkfall flugliða hjá SAS olli mikilli röskun á áætlun félagsins í gær. Aflýsa þurfti hátt í 70 ferðum félagsins til Evróþu. I mars efndu flug- liðar SAS til aðgerða vegna deilna um kjör og mótmæla nú r samkomulagi sem þá var gert. Gul væntanlega næsti forseti Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, ætlar ekki að bjóða sig fram til for- seta landsins eins og reiknað hafði verið með. Hann útnefndi utanríkisráð- herrann Abduliah Gul sem forsetaefni stjórnarflokksins AK. Margir höfðu lýst andstöðu við væntanlegt forsetakjör Erdogans vegna íslamskra róta hans og sagt hann verða of umdeildan í embættinu. SIEMENS Allt í eldhúsið. Eldavélar, helluborð, bakstursofnar, háfar, uppþvottavélar, kæliskápar og smátæki. Espressó-kaffivélar í úrvali. Ýmsar nýjungar s.s. spanhelluborð með málmútliti, lyftuofn og fleira. Verið ávallt velkomin. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Hverjir eiga heima hérna? Það eru vinsamleg tilmæli okkar hjá Póstinum að bréfalúgur og póstkassar séu merkt skýrt og greinilega með fullu nafni allra sem búa í viðkomandi húsí. Lélegar eða alls engar merkingar geta orðið til þess að endursenda verði póst, sendanda og viðtakanda til verulegra óþæginda. Aðstoð þín og titlitssemi auðvelda okkur að koma póstinum tit þín hratt og örugglega. Þjónustuver | símí 580 12001 postur@postur.is | www.postur.is Mannskæð árás á bandarískt herlið í írak: Niu drepnir, tugir særðir ■ 86 bandarískir hermenn látnir í apríl Eftir Atla (sleifsson MANNSKA ÐAR ÁRÁSIR Á atlii@bladid.net Níu bandarískir hermenn létust og tuttugu særðust þegar sjálfsvígs- sprengjumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp við eftirlitsstöð Bandaríkja- hers í Diyala-héraði norðaustur af Bagdad, höfuðborg Iraks, í gær. Ekki hafa fleiri bandarískir hermenn lát- ist í sömu árásinni á jörðu niðri frá því að tíu létust þegar vegasprengja sprakk nærri Fallujah í lok árs 2005. Það sem af er aprílmánuði hafa 86 bandarískir hermenn látist i Irak og hafa ekki fleiri látist í sama mánuð- inum frá því í desember, þegar 112 her- menn létust. I tilkynningu frá Bandaríkjaher segir að maður hafi keyrt bíl fullan af sprengiefnum upp að eftirlitsstöð hersins nærri Baqouba í Diyala-hér- aði, þar sem hann sprengdi bílinn í loft upp. Smærri eldflaugaárásir á bandarískt herlið eru ekki óalgengar í Diyala-héraði, en árásir sem þessar eru sjaldgæfar. Hópur með tengsl við al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á sprengju- árásinni á heimasíðu í gær. Nokkrar sprengjur sprungu víðs vegar um höfuðborgina Bagdad í gær, þar á meðal við við íranska sendi- ráðið. Enginn særðist í þeirri spreng- ingu, sem er sú fjórða á þremur árum sem springur nærri sendiráðinu. Þúsundir manna héldu út á götur Bagdad á mánudaginn til að mót- mæla fyrirhugaðri byggingu aðskiln- aðarmúrs í borginni. Ætlunin er að aðskilja Adhamiyah, hverfi þar sem súnnímúsl- BANDARÍKJAHER í ÍRAK: ■ 2. nóvember 2003 Sextán hermenn farast þegar Chinook- þyrla er skotin niður nærri Fallujah. ■ 15. nóvember 2003 Tvær Black Hawk-þyrlur skella saman þegar skotið er á þær af jörðu. Sautján hermenn deyja. «21. desember2004 Nítján hermenn deyja þegar sjálfsvígs- sprengjumaður sprengir sjálfan sig í loft upp á herstöð í Mosul. « 26. janúar 2005 CH-53E-þyrla hrapar í vesturhluta (raks. 31 hermaður lætur lífið. " 3. ágúst 2005 Fjórtán landgönguliðar deyja þegar vega- sprengja springur nærri Haditha. ■ 1. desember2005 Tíu landgönguliðar deyja þegar vega- sprengja springgr nærri Fallujah. ■ 20. janúar 2007 Tólf hermenn deyja þegar Black Hawk- þyrla hrapar nærri Tal Afar. ■ 24. apríl 2007 Níu hermenn deyja í sjálfsmorðssprengingu við herstöð nærri Baqouba. Helmlld: BBC. ímar eru í miklum meirihluta, frá öðrum hlutum borgarinnar. Tals- menn Bandaríkjahers og íraskra öryggissveita segja múrinn nauð- synlegan til að stemma stigu við miklum fjölda sprengjuárása upp- reisnarmanna, en aðrir óttast að múr sem þessi muni einungis hella olíu á eldinn og að árásum muni fjölga í kjölfarið. Rúmlega 3.300 bandarískir her- menn hafa nú látið lífið í írak frá upp- hafi innrásar árið 2003, og tæplega þrjú hundruð hermenn til viðbótar af öðru þjóðerni. MANNFALL ERLENDS HERLIÐS í ÍRAK FRÁ 2003: ■ Bandarískir hermenn: ■ Breskir hermenn: ■ Aðrar þjóðir: 3.333 145 126 Helmild: Reuters. Aðskilnaðarmúr í Bat Þúsundir manna héldu götur Bagdad á mánuc til að mótmæia byggin múrsins.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.