blaðið - 25.04.2007, Page 14

blaðið - 25.04.2007, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 2007 HEYRST HEFUR ÞAÐ er ýmislegt sem bendir til þess að Framsóknarflokkurinn muni ekki ríða feitum hesti frá vænt- anlegum alþingiskosningum, ef marka má skoðanakannanir. Flokk- urinn er þó ekki óvanur slíkur dómsdagsspám og geymir án efa ás- ana uppi í erminni fyrir lokabarátt- una. Slíkur ás gæti talist Valgerður Sverrisdóttir að dansa línudans í kúrekafötum, sem hún gerði svo vel fyrir síðustu kosningar. En hvort það uppátæki mundi teljast sem ás eða jóker í dag er erfitt að skera úr um... BJÖRN Ingi Hrafnsson er ekkert að skafa utan af hlutunum á heimasíðu sinni. Þar segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn kjósi frekar að tala um velmektarárin tólf frá 1995 í stað þess að tala um velmekt- arárin sextán frá 1991. Og hver sé skýringin? „Jú, þá hófst samstarf við Framsóknarflokkinn sem verið hefur þjóðinni ákaflega farsælt í flestu tilliti." Þótt engin sé ný- lundan að hygla sínum flokki, er eft- irtektarvert orðalag Björns Inga 1 lok setningarinnar: ...„ í flestu tilliti“. Ekki öllu tilliti? Er Björn að gagnrýna sam- starfið, svona rétt fyrir kosn- ingar...? STEFÁN Pálsson, sagnfræðingur, herstöðvaandstæðingur, annálaður húmoristi og vinstri-grænn, vandar Ómari Valdimarssyni, upplýsinga- fulltrúa Impregilo, ekki kveðjurnar á bloggi sínu. Hann vísar þar til svars Ömars við spurningu Frétta- blaðsins, hvort það sé skítt að vera á Kárahnjúkum. Svaraði Ómarþví til að þeir sem gleymdu að þvo sér um hendurnar gætu lent í djúpum. Nokkuð skondið að margra mati, en ekki Stefáns. Hann er greinilega ekki með neinn kúk og piss-húmor, enda enginn hægðar- leikur að flnna Kárahnjúka- mannvirkinu flest til for-áttu undanfarin misseri. Keppa á 600 hestafla Mustang tryllitæki Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Vinirnir Ólafur Tryggvason og Valur Rafn munu taka þátt í kapp- akstri þvert yfir Bandaríkin í sumar er nefnist The Great American Run. Til verksins dugar ekkert minna en sérsmíðaður 600 hestafla Mustang frá Saleen-verksmiðjunum í Banda- ríkjunum, sem einungis er fram- leiddur í 25 eintökum. En hvernig kom þetta til? „Ég hef alltaf ætlað mér að keyra þvert yfir Bandaríkin. í upphafi ætlaði ég mér að taka þátt í annarri keppni en ég rakst á þessa fyrir til- viljun á Netinu og ákvað að slá til,“ sagði Ólafur, sem segist vera mikill bíladellukarl. „Ég hef átt nokkra bíla, Camaro, Mözdu RX 7 Turbo og ýmsa aðra. Ég ætlaði upphaflega að keppa á Datsun 240 Z, frá 1973, sem ég flutti inn í fyrra, en sá ekki fram á að geta klárað að gera hann upp fyrir keppn- ina. Því brugðum við Valur á það ráð að fjárfesta í nýjum Mustang frá Saleen-verksmiðjunum, sem var sér- smíðaður fyrir þessa keppni. Hann er byggður á Saleen S 281 Extreme- týpunni sem þeir framleiða einnig, en þeir hentu einhverjum 50 hest- öflum aukalega í húddið svo það vantar ekki kraftinn,“ segir Ólafur, sem fær ekki að prófa bílinn fyrr en nokkrum dögum fyrir keppnina. „Nei, þeir eru víst að smíða hann núna og hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2-3 dögum fyrir keppni. En ég hef verið í sambandi við eiganda keppninnar, Tim Porter, sem fór með slíkan bíl á keppnisbraut og fór í spyrnu við sex aðra Mustang-bíla, þar á meðal hinn goðsagnakennda „Svona bíll kostaði okkur um 80.000 dollara úti, en myndi kosta um 11-12 milljónir héma heima. Þar að auki er mótsgjaldið um 700.000 íslenskar þannig að þetta er dýrt gaman“ Shelby Cobra. í stuttu máli þá stakk hann þá alla af, skildi þá eftir í reyknum." Svona bíll er ekki ókeypis. Ólafur segist þó vongóður um að fá pening- inn til baka. „Svona bíll kostaði okkur um 80.000 dollara úti, en myndi kosta um 11-12 milljónir hérna heima. Þar að auki er mótsgjaldið um 700.000 íslenskar þannig að þetta er dýrt gaman. En við munum setja bílinn á uppboð strax eftir keppni og eigum von á að fá meira fyrir hann en við lögðum út, enda alger safnarabíll á ferðinni, þar sem aðeins 25 eintök verða smíðuð. Að vísu fáum við að eiga bílinn ef við vinnum keppnina, aukbikars, en á næsta ári verður ein milljón dollara í verðlaun. Þá fá að- eins 200 bílar að taka þátt, en ekki 400 eins og núna. Við erum með for- gang í þá keppni og því spurning að taka þátt aftur, við sjáum til.“ Mikill glamúr er í kringum keppnina sem fer fram á þjóðvegum Bandaríkjanna. „Fyrirkomulagið er svipað og í Amazing Race-þáttunum. 100 bílar leggja af stað frá fjórum borgum hver. Allir munu keyra sama mílna- fjöldann og allir hittast í Las Vegas, þar sem keyrt verður í samfloti til Los Angeles. Þetta eru nokkrir leggir og þú færð aðeins að vita hvaða leið þú mátt aka í lok hvers leggs. Á leiðinni verður gist á fimm stjörnu hótelum með tilheyrandi partíum og skemmtunum sem Bandaríkja- menn eru frægir fyrir. Þetta verður rosafjör og gaman að hitta allt þetta fólk,“ sagði Ólafur að endingu. BLOGGARINN... Lexíukennsla í Silfrinu „Það er óhætt að segja að Agnes Bragadóttir hafi veitt Sóleyju Tóm- asdóttur smá lexíu íSilfri Egils í gær. Gárungarnir voru ekki lengi að nýta sér tækifærið og hafa sett saman smá kennstumyndband, svo framtíðarleiðtog- ar VG geti reynt að forðast það að lenda i svip- uðum vandræð- um á komandi misserum." R. Valdimarsson 0marr.bld9.is Þjóðmenningarhætta „Munið þið eftir sextiumenningunum sem létu banna Keflavíkursjónvarpið afþvíað þjóðmenningunni stafaði hætta af. Frú Vigdís Finnbogadóttir var framarlega í flokki að ég best man. Nú streyma allskyns óskytdir kynþættir og trúarhópar til lands- ins og eru farnir að bjóða þjónustu sína fyrir lægra kaup en Islendingar heimta. Nú heyrist ekki tíst í neinum vitring- um um að þetta geti haft áhrifá þjóðmenning- una og hrein- leika Framsókn- argenanna. Eru engir svona þjóð ernissinnar til lengur?“ Halldór ^QralldoUonssor^^^ Hægri dónar „Þannig ryðst nú hver sjálfstæðismað- urinn á fætur öðrum fram á ritvöllinn til þess að lýsa yfir andstyggð sinni á orðum Jóns Baidvins í Silfrinu um „Ijóskuna í menntamálaráðuneyt- inu“.[...j Ég man ekki eftirað þeir sem mest gagnrýna Jón Baldvin hafi haft nokkuð að athuga við ummæli Geirs Haarde um sætustu stelpuna á ballinu. Ekki gagnrýndu þeir heldur orð hans um þær konur sem urðu þungaðar eftir starfsmenn í Byrginu. Þá benti Geir á að þær hefðu nú orðið óléttar hvort sem var! Byrgis- konurnar eru auðvitað ekki íneinni valda- stöðu. Þær eru þvert á móti á botni samfélagsins." Ingibjörg Stefánsdóttir ingibjorgstefans.blog.is www.europcar.is Upplifðu k' % \ ¥ WW&Á V. ' t ' | Kynntu þér tilboð okkar -• / -5 ' / . á bílaleigubílum i . Pantaðu bílinn hjá Europcar áður en þú leggur af stað Við erum í 170 löndum. < 1 1 Hj Upplýsíngar og bókanir i síma: 565 3800 v ’ europcar@europcar.is Europcar ÞÚ LEIGIR MEIRA EN BARA BÍL. Su doku 3 4 1 5 4 2 8 2 5 9 3 9 1 6 2 8 7 1 3 6 4 4 3 9 5 7 8 9 4 1 9 6 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. IncVdist. by United Media, 2004 HERMAN eftirJim Unger Hefurðu einhverja hugmynd um hversu margir verða fyrir eldingu árlega?

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.