blaðið - 25.04.2007, Page 16
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 2007
neytendur@bladid.net
Gamlir hjólbarðar
Einstaklingar og fyrirtæki þurfa ekki að
greiða sérstaklega fyrir skil á ónýtum hjól-
börðum þar sem úrvinnslugjald hefur þegar
verið greitt við kauþ á hjólbörðunum.
Dagur umhverfisins
I tilefni dags umhverfisins sem er í dag, 25.
apríl, er við hæfi að minna neytendur á að
þeir geta með vali sínu og neyslumynstri
lagt sitt af mörkum til umhverfisverndar.
Næringar- og heilsufullyrðlngar á matvælum
Markvissari merkingar
Misjöfn
frammistaóa
Sjoppur og bensínstöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu stóðu sig misvel við
að skila virðisaukaskattslækkun á
matvælum til viðskiptavina sinna
samkvæmt könnun Neytendasam-
takanna. Samtökin könnuðu verð
í 64 sjoppum og bensínstöðvum
í lok febrúar og aftur í þessum
mánuði eftir að breytingin hafði
tekið gildi. Kannað var verð á 300
vörutegundum.
Af þeim 64 stöðum sem könnunin
náði til fengu aðeins sex sjoppur
(9,4%) einkunnina gott sem þýðir
að þeir skiluðu virðisaukaskatts-
lækkuninni til viðskiþtavina sinna.
Alls 17 sjoppurfengu einkunnina
sæmilegt eða 28%, 28 sjoppur
fengu einkunnina ófullnægjandi
eða 44% og 12 fengu falleinkunn
eða 19%.
I þessum sjoppum var engin
verðlækkun:
Aðalhornið Barónsstíg
(Reykjavík), Grandakaffi
Grandagarði (Reykjavík), Sæt-
gætis- og vídeóhöllin Garða-
torgi (Garðabæ), Söluturninn
Bæjarhrauni (Hafnarfirði) og
Trisdan (Skutlan) Lækjartorgi
(Reykjavík).
Þær sjoppur sem stóðu sig vel
eru Bónusvídeó Lækjargötu
(Hafnarfirði), Nesti (N1), Select
(Shell), STÁ Video Kársnes-
braut (Kópavogi), Uppgrip
(Olís) og Víkivaki Laugavegi 5
Rvík.
Nánari upplýsingar um verð og
verðbreytingar hjá hverjum selj-
anda fyrir sig má nálgast á heima-
síðu Neytendasamtakanna ns.is.
Ný reglugerð um næringar- og
heilsufullyrðingar á merkingum
matvæla tekur gildi í löndum Evr-
ópusambandsins þann í. júlí en ekki
er ljóst hvenær hún tekur gildi hér á
landi. Fram að þessu hafa mismun-
andi reglur gilt milli landa Evrópu-
sambandsins sem hefur getað hindr-
að flæði matvæla á milli þeirra og er
nýja reglugerðin því kærkomin að
mati Brynhildar Briem, fagstjóra á
matvælasviði Umhverfisstofnunar.
Nýja reglugerðin gengur meðal
annars út á að aðildarlöndin leggja
til lista yfir þær heilsufullyrðingar
sem leyfðar verða. Af þeim sökum
hefur Umhverfisstofnun óskað eftir
því að fulltrúar íslensks matvæla-
iðnaðar og innflytjendur matvæla
komi á framfæri þeim fullyrðing-
um sem þeir óska eftir að nota. Mun
stofnunin safna þeim upplýsingum
saman og koma á framfæri við fram-
kvæmdastjórn ESB.
Neytandinn öruggur
„Það er skilyrði fyrir þessum full-
yrðingum að þær verða að vera
sannar og það verða að liggja vís-
indaleg rök að baki þeim,“ segir
Brynhildur sem telur að heilsu- og
næringarfullyrðingar verði mark-
vissari í framtíðinni en hingað til.
„Þetta ætti að vera til góðs fyrir
alla, bæði fyrir innflytjandann að
vita hvað hann má og fyrir neytand-
ann að vera öruggur um að þetta
séu réttar fullyrðingar," segir hún.
Hér á landi er þegar í gildi reglu-
gerð um merkingu, auglýsingu og
kynningu matvæla. í henni er listi
yfir nokkrar leyfðar næringarfull-
yrðingar og hefur þurft að sækja
sérstaklega um leyfi til að nota
aðrar.
„Þegar við höfum leyft það höf-
um við birt niðurstöðurnar á
heimasíðu okkar og þar eru ekki
svo margar fullyrðingar,“ segir
Brynhildur og bætir við að miklu
fleiri fullyrðingar verði leyfðar í
nýju reglugerðinni.
Heilsa og þroski barna
„Ef einhver óskar að nota full-
yrðingar sem ekki eru á listanum
getur hann sótt um það til Evrópu-
sambandsins. Þá er það náttúrlega
heldur flóknara en að sækja um til
okkar,“ segir hún.
Fullyrðingar sem varða heilsu og
þroska barna eru teknar sérstaklega
fyrir í nýju reglugerðinni og þarf að
sækja um þær sérstaklega til Evrópu-
sambandsins.
Með fullyrðingu er átt við hvers
konar staðhæfingu sem segir frá
eða gefur til kynna eiginleika vör-
unnar, hvort sem hún er skrifuð
eða sett fram með myndmáli. Bryn-
hildur segir að fullyrðingar á mat-
vælamerkingum séu í raun þrenns
konar.
„Það eru fullyrðingar um næring-
argildi, til dæmis þegar sagt er að
vara sé trefjarík eða eitthvað slíkt.
Svo eru heilsufullyrðingar sem fjalla
um samhengi neyslu og heilsufars
eins og til dæmis: Kalk styrkir bein-
in. I þriðja lagi eru það fullyrðingar
um að neysla matvæla geti dregið úr
áhættuþáttum sjúkdóma. Dregur úr
líkum á hjarta- og æðasjúkdómum
er dæmi um það,“ segir Brynhildur.
Þarft þú að losna
við aukakíló?
- kíktu inn á metasys.is
metasys.is
Lögmæti skráarskipta
ic\
' I'
Umdeild skráarskipti Deilt hefur veriö
um hvort dreifing tónlistar og kvikmynda
á Netinu samrýmist höfundarrétti.
I tilefni af alþjóðlega hugverka-
deginum sem haldinn er 26. apríl ár
hvert stendur lagadeild Háskólans
í Reykjavík fyrir málþingi að Ofan-
leiti 1 (stofu 101) á morgun kl. 12-13.
Umræðuefnið verður skráarskipta-
kerfi og álitaefnið hvort dreifing
tónlistar og kvikmynda sem þar fer
fram samrýmist höfundarrétti.
Vinsælt á fslandi
Lengi hefur verið deilt um ágæti
svokallaðra skráarskiptakerfa sem
gera fólki kleift að dreifa tónlist
og myndböndum á Netinu. Hátt í
70.000 fslendingar hafa notað skrá-
arskiptakerfi jafnframt því sem
ríflega 100.000 íslendingar hafa
sótt sér tónlist eða myndir með
einhverju móti gegnum Netið sam-
kvæmt könnun Hagstofu íslands.
Má því ætla að þriðjungur þjóðar-
innar nýti sér Internetið til að ná í
tónlist, kvikmyndir, hugbúnað og
fleira.
Stefnumarkandi dómar
Á undanförnum misserum hafa
fallið ýmsir stefnumarkandi dóm-
ar erlendis þar sem ábyrgð hefur
verið lögð á aðstandendur skráar-
skiptakerfa fyrir hlutdeild í óheim-
illi dreifingu efnis. Af þeim sökum
hafa vaknað spurningar um lög-
mæti þeirra skráarskipta sem fram
fara hér á landi og lögmæti Istorr-
ent sem er vinsælasta skráarskipta-
kerfið hér á landi. Um 16.000 not-
endur eru að kerfinu samkvæmt
upplýsingum frá aðstandendum
þess.
Framsöguerindi flytja Svavar
Kjarrval, framkvæmdastjóri Istorr-
ent sem er væntanlega vinsælasta
jafningjanetið á íslandi í dag, og
Snæbjörn Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka rétt-
hafa myndefnis á íslandi.
Að loknum framsöguerindum
verða almennar umræður þar sem
fundarmönnum gefst kostur á að
beina spurningum til þátttakenda í
pallborði. Aðgangur er ókeypis.