blaðið - 15.05.2007, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007
blaöið
INNLENT
AIR FRANCE
Millilenti með veikan farþega
Boeing 777-300 farþegaþota Air France r á leið frá
París til Los Angeles millilenti á Keflavíkurflugvelli
síðdegis í gær með veikan farþega. Samkvæmt uþp-
lýsingum Flugmálastjórnar á vellinum var farþeginn
fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.
VEXTIR
Stefna Seðlabankans standi
Greiningardeild Landsþankans telur að Seðlaþankinn standi
við ákvörðun sína og lækki ekki stýrivexti fyrr en í nóvember.
„Horfur á áframhaldandi viðskiptahalla á næstu árum setja
þrýsting á krónuna til veikingar til lengri tíma og því er lík-
legt að Seðlabankinn muni ekki flýta sér um of.“
SJÁVARAFURÐIR
Fá meira fyrir afurðirnar
Fluttar voru út sjávarafurðir fyrir 124,4 milljarða króna
og verðmæti þeirra jókst um 12,9 prósent á milli áranna
2005 og 2006. Framleiðslan dróst hins vegar saman um
12,4 prósent, samkvæmt ritinu Útflutningur og útflutn-
ingsframleiðsla sjávarafurða 2006 sem er nýkomið út.
Svartir og glæsilegir
Skóverslun
Kringlunni 8-12
Sími 553 2888
Stærð 36-41
Litir svart og grátt
m, Verð 7995
á besta staðí míðborginní
49.900 kr.
Gist er á einu af þremur Seb Raeli hótelunum.
Takmarkað sætaframboð á bessu einstaka tilboði
Innifalið erflug, gisting Í7 nætur með morgunverði og
flugvallarskattar. Verð á mann er miðað við 2 fullorðna.
Tilboðið gildir í allai brottfarir til Rómar 3. júlí - 28. ágúst.
Vika i Rom
I
* Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar og gisting.
Bókaðu strax á www.plusferdir.is
VISA ©« (U
PLÚSFERÐIR - Lágmóla 4 - 105 Reykjavík - Sími 535 2100
FERÐIR
www.plusferdir. is
Sumar RopeYoga!\
5 vikna námskeið á kr. 9.900.- J 1
7 vikur í opna kerfinu í bónus! J j
Ný námskeið hefjast 29. maí Innritun ísíma 5813730
Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Barnagæsla - Leikland JSB
Markviss uppbygging og styrking
fyrir líkamann. Vertu velkomin í okkar hóp!
Sérstök áhersla lögð
á miðjuna - kvið og bak.
Kennt er 2x í viku 60 mínútur (senn.
í boði eru hádegis- og
síðdegisnámskeið.
leggur línumar
Lágmúla 9‘108 fíeykjavlk • Simi S813730 • Bréfasimi 5813732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
w\
Oeiröir 1 Danmorku:
Lögregla beitir
valdi í Kristjaníu
Hlandi hellt yfir lögreglu :S Gamall maður barinn
Ástandið róaðist þegar á leið
Elías Jón Guðjónsson
eliasjg@bladid.net
Til átaka kom á milli lögreglu
og íbúa Kristjaníu í Kaupmanna-
höfn í gær. Fjölmennt lið lögreglu
kom upphaflega til Kristjaníu
snemma um morguninn í þeim
tilgangi að rýma gamalt og illa
farið hús sem átti að rífa. íbú-
arnir sættu sig ekki við aðgerðir
lögreglunnar og neituðu að yfir-
gefa húsið.
Fljótlega safnaðist saman mik-
ill fjöldi fólks til þess að mót-
mæla aðgerðum lögreglunnar.
Eftir hádegið gafst lögreglan upp
á mótmælendum og hóf að fjar-
lægja fólk með valdi. Upp úr sauð
þegar lögreglan barði eldri mann
með kylfu í höfuðið með þeim af-
leiðingum að flytja þurfti mann-
inn alblóðugan í burtu í sjúkrabil.
1 kjölfarið hófu mótmælendur
að kasta grjóti í átt að lögregl-
unni sem lögreglan svaraði með
táragasi.
Bjarne Christensen yfirlög-
regluþjónn varð verst úti af lög-
reglumönnunum. Mótmælend-
unum tókst að króa hann af og
hella yfir hann hlandi úr poka.
Christensen hefur verið í forsvari
fyrir aðgerðum lögreglunnar
gegn íbúum Kristjaníu á undan-
förnum árum. Ibúar Kristjaniu
álíta hann því vera óvin sinn
númer eitt og eru til margar níð-
vísur um hann.
Óeirðirnar voru ekki eingöngu
bundnar við Kristjaníu því að
mótmælendur létu einnig vita
af sér annars staðar í borginni.
Meðal annars voru reist götuvígi
og kveiktur eldur á götum sem
lágu að Kristjaníu til þess að
hefta umferð til og frá fríríkinu.
Talsmaður lögreglunnar í
Kaupmannahöfn sagði að 14 til
16 manns væru í haldi hennar.
Hann sagði einnig að lögreglan
teldi ólætunum ekki lokið og
meðan svo væri myndi hún hafa
eftirlit í fríríkinu. Lögreglan
hefur nú lokað af stórt svæði í
kringum húsið til þess að koma
í veg fyrir að fól utan Kristjaníu
komi og sláist í lið með mótmæl-
endum en ástandið var farið að
róast þegar kom fram á kvöld.
Atkvæöi íbúa í Norðvesturkjördæmi gilda mest:
Færri um hvern þingmann
Atkvæði gilda misjafnlega mikið
eftir því hvar á landinu kjósendur
búa. Atkvæði kjósanda í Norðvestur-
kjördæmi gildir mest og má segja að
atkvæði í Norðvesturkjördæmi gildi
um 90 prósentum meira en atkvæði
í Suðvesturkjördæmi, þar sem at-
væðin gilda minnst.
Því þarf færri kjósendur til að ná
manni á þing i Norðvestur- en Suð-
vesturkjördæmi; 2020 kjósendur á
móti 3830, ef miðað er við kjörsókn
í hvoru kjördæmi miðað við fjölda
fulltrúa á næsta Alþingi. Sambæri-
legar tölur fyrir hin kjördæmin eru
eftirfarandi: Norðausturkjördæmi;
2362 kjósendur; Suðurkjördæmi:
2579 kjósendur; Reykjavík norður:
3237 kjósendur; Reykjavík suður:
3259 kjósendur.
Ef fjöldi kjósenda að baki þingsæti
er helmingi minni í einu kjördæmi
en öðru, þarf landskjörstjórn að leið-
rétta þann mun fyrir næstu kosn-
ingar. Ekki liggur endanlega fyrir
hvort svo hafi verið í nýafstöðnum
kosningum.
Alþingiskosníngar Atkvæði kjós-
anda á suðvesturhorninu gildir ekki
nema rúmlega helming á við atkvæði
kjósanda á Norðvesturlandi.