blaðið - 15.05.2007, Qupperneq 17
blaðiö
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2007 25
Plötusnúðapartí á NASA:
Hafa unnið með
Madonnu og JT
Plötusnúðarnir Sharam og Dubf-
ire skipa diskþeytarateymið Deep
Dish sem kemur hingað til lands
fyrir tilstilli Flex Music og Global
Underground, sem flytja þá inn.
Mun tvíeykið vera í sjötta sæti
heimslistans yfir hæfustu plötu-
snúðana í gervallri veröldinni.
Þeir munu koma fram á NASA á
morgun ásamt þeim Ghozt, Brun-
heim og Danna Bigroom úr klúbba-
þættinum Flex á útvarpsstöðinni
X-inu 977.
Kristinn Bjarnason, plötusnúður
og annar eigandi Flex Music, segir
viðburðinn hvalreka fyrir íslenska
tónlistarmenningu.
„Það er von á erlendum blaða-
mönnum og stórlöxum í kringum
þennan viðburð enda engin smá
nöfn hér á ferðinni. Þeir hafa
unnið til Grammy-verðlauna og
hafa einnig endurhjóðblandað tón-
list fyrir Madonnu, Justin Timber-
lake og P. Diddy, þannig að þetta
er stórviðburður í tónlistarlífinu
hérna á Klakanum,11 segir Kristinn
sem einnig stendur fyrir hópferð á
stærstu danshátíð Evrópu.
„Global Gathering-hátíðin í Bret-
landi skartar öllum bestu plötu-
snúðum heims: Faithless, Basement
Jaxx og Paul Van Dyk. Hún fer
fram dagana 27., 28. og 29. júlí og
geta áhugasamir kynnt sér málið á
flex.is."
Skattskrár
vegna álagningar 2006
sem og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2005
verða lagðar fram í öllum skattumdæmum
mánudaginn 14. maí 2007.
Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum
2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46.gr laga nr. 50/1988.
Skrárnar liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi,
hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum
í hverju skattumdæmi dagana 14. maí til 29. maí 2007
að báðum dögum meðtöldum.
14. maí 2007
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir.
Skattstjórinn f Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.
SUZUKI BILAR HF.
Skeifunni 17. Sími 568 5100
Verð frá 2.790 þús.
Kíktu á suzukibilar.is
er lífsstill!
blaðið
SMAAUGLYSINGAR@BUDID.NET