blaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 blaðið veidikortid.is ^ Æ.Z7vatnasvæði fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á Ni í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Premium Tréstigar Sumarhúsastigar á lager Fura - Beyki - Eik Breiddir 55-65-70-82-90cm Handlistar - trépíralar handriði 28.900- Cottage með beygju 82.000- 'radiEco lokiið þrep 107.800- 16 • SUMARIÐ Eyöir meindýrum nánast allan sólarhringinn Smári Sveinsson meindýraeyðir stendur í stórræðum þessa dagana þegar hin ýmsu kvikindi fara á stjá eftir langan vetur. Smári kippir sér ekki upp við það að úða eitri í massa- vís á skordýr eða veiða rottur í gildrur en hann er eigandi fyrirtæk- isins Varnir og Eftirlit sem sérhæfir sig i eyðingu hinna ýmsu dýra sem valda usla og óþægindum meðal mannfólks. „Hjá Umhverfisstofnun er hægt að fá réttindi sem meindýraeyðir með setu í ákveðnum fyrirlestrum. Ég ferðast þó reglulega víða um heim og tek þátt í ráðstefnum, hlusta á fyr- irlestra ásamt því að vera meðlimur í alls kyns samtökum sem snúa að meindýraeyðingu.” Annars snýr starf Smára að því að meðhöndla hvers konar aðskotadýr en einnig fólk sem hefur lent illa í þeim. „Ég hef lent í útkalli þar sem fólk hefur verið bitið illa af ýmsum dýrum, pöddur hafa fundist í matvælum eða rottur eru hreinlega hlaupandi yfir eldhúsgólfið.” Um þessar mundir eru þó flest til- fellin vegna fuglsins stara og þá aðal- lega þeirra flóa sem í fjöðrum hans búa. „Flóin leitar í fólk og bítur það og stingur þannig að oft fylgir mik- illkláði og lciðindi í kjölfarið.” Með hækkandi sól segir Smári að eftirspurn eftir meindýraeyðingu aukist til munaþar sem hinýmsu dýr fari á stjá eftir kaldan vetur. Hann á við hinar ýmsu dýrategundir sem eru á ferli nánast allan sólarhring- inn. „Nú fer hinn hvimleiði roða- maur að koma, en hann er þó ekki skaðlegur. Síðan eru auðvitað alltaf einhverjar býflugur til ama, sérstak- lega þær sem setjast að á sólpöllum. Annars eru geitungarnir seint á ferðinni í ár, en þegar þeir láta sjá sig þá stoppar síminn einfaldlega ekki.” Aðspurður um góð húsráð gegn aðskotadýrum nefnir Smári það að framar öllu þurfi að hafa ruslageymslur heimilisins vandlega lokaðar og læstar. „Ef ætið er fjarri eru meindýrin það líka.” Þegar talið berst að villiköttum segir Smári að eyðing þeirra sé ekki á hans könnu heldur sé hún í höndum dýralækna eða bæjarfélaga. Smári vill ekki ræða um versta tilfelli sem hann hefur orðið vitni að í bransanum, þau séu orðin svo mörg, en einnig kveðst hann ekki vilja ræða skæð útköll af tillitssemi við viðskiptavini sína. Um þessar mundir vinnur Smári að því að setja upp heimasíðuna www.meindyr. is þar sem fólk getur nálgast upp- lýsingar um helstu kvikindin sem vilja gera sig heimakomin i híbýlum landsmanna. Stari Fuglinn stari var áður fyrr flæk- ingsfugl en um miðja síðustu öld fór hann að vera staðfugl hér á landi. Stari hefur eins og hrafninn, frændi hans, gaman af skínandi eða gló- andi hlutum og á það til að skreyta hreiður sín með alls kyns glingri. Starinn er friðaður hérlendis, mik- ill söngfugl en einstakur tækifæris- sinni. Á starann leggjast andstyggi- legar flær sem þarf meindýraeyði til að útrýma. Veggjalús Veggjalúsin er af fagfólki nefnd skæð blóðsuga og leggst hún á fólk. Gjarnan tekur hún sér ból- festu í rúmum manna og nærist á blóði þeirra að næturlagi, helst milli klukkan 04 og 07. Talið er að veggjalúsin hafi borist hingað með norskum hvalföngurum seint á 19. öld og afar brýnt er að ráðast gegn henni áður en hún nær að dreifa sér. Silfurskotta Almennt er litið á silfurskottur sem meindýr, þó þær hafi ekki skað- leg áhrif á heilsu manna. Silfurskot- turnar eru ljósfælnar oglifa í myrkri og raka, oft í eldhúsum eða baðher- bergjum og nærast á matarleifum af ýmsum gerðum. Skotturnar geta orðið allt að fimm ára gamlar en nafn sitt draga þær af silfurgráum lit sínum. Brúnrotta Brúnrottan étur nánast allt sem að kjafti kemur og fúlsar alla jafna ekki við hræjum. Brúnrottan kemur frá norðanverðri Austur-Asíu þaðan sem hún barst til Rússlands, Suður- Asíu og loks til Evrópu. Brúnrottan getur orðið allt að 30 cm á lengd og halinn allt að 20 cm langur. Fætur rottu þessarar eru mjög lágir og vottar fyrir sundfitum á milli tánna. Hún er algeng í þéttbýli og finnst víða.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.