blaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 8
22 * SUMARIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 blaðið Einnig ætlað börnum Dreifingarsími: 698 7999 Fæsti apótekum um land allt, Þín verlsun Seljabraut, Veiðiportinu og Vesturröst. Innbyggt salerni kr. 24.900 allt settið ■finÍBHÍBBRnWi 1 T 1 ásíyi s nwa r.T.i fT3T| psfýfj 1 Jij 1 f ,, 113 % \ | 1 r*s j JABO HÚS Ármúla 36 R. S 581 4070 www.bjalkabustadir.is I I Tökum öll þatt i sjalfsagðri umhverfisvemd. Hirðum umhverfið, hendum ekki verðmætum Fíestar drykkjarvöruumbúðír eru skilagjaldskyídar. Skilagjaldið fæst endurgreitt við móttöku umbúða hjá Endurvinnsíunni hf eða hjá umboðsmönnum hennar um iand Skilagjaldið er 10 kr. Að ýmsu að huga í garðinum Það getur oft verið erfitt að átta sig á hvaða garðverk er nauðsynlegt að gera yfir sumartímann. Valborg Einarsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjufélagi íslands, segir að það sé að mörgu að huga. „Nú eru lík- lega margir farnir að slá grasið í garð- inum hjá sér. Það er mjög misjafnt hve oft þarf að slá, það getur þurft einu sinni í viku en jafnvel dugar að slá einu sinni í mánuði sums staðar. En það fer alveg eftir grastegund, áburðargjöf og vökvun. 1 görðum þar sem grasflatir eiga að vera mjög fallegar þarf að slá mjög oft enda er yfirleitt góð og regluleg áburðargjöf á slíkum stöðum. En á stærri flötum sem eru náttúrulegri þarf ekki að slá eins reglulega. Oft er mosi vanda- mál á grasflötum en hann er mestur í byrjun sumars en minnkar oftast þegar líður á sumarið. Fólk verður því bara að sýna þolinmæði því mos- inn hverfur oftast þegar grasið fer að spretta." Rétti tíminn til að huga að matjurtunum Valborg segir að nú sé ljómandi góður tími til að gróðursetja mat- jurtir. „Þegar ekki er lengur nætur- frost er gott að fara að huga að mat- jurtunum. Það er gríðarlega mikið framboð af matjurtum og þær sem eru seldar í búðum hér á landi henta flestar íslenskum aðstæðum vel. Hægt er að kaupa margar tegundir af forræktuðu grænmeti svo sem spergilkál, blómkál, hvítkál, græn- kál, rófur, beðju, klettasalat, höfuð- salat, hnúðkál og rósakál sem er sjálf- sagt að notfæra sér, hafi maður ekki aðstöðu til að sá fyrir því sjálfur. dráttarbeisli Ásetning á staðrium. Víkurvagnar ehf • Dvergshöföa 27 ^Sími 577 1090 • www.vikurvagnar.is Það hefur líka færst mikið í vöxt að fólk sé með ýmsar kryddjurtir bæði út í garði eða bara í eldhúsglugg- anum. Það getur verið mjög fallegt að láta kryddjurtirnar inn á milli sumarblómanna. Mjög auðvelt er að rækta myntu og graslauk sem ætti að vera til í hverjum garði eða jafnvel bara í potti úti á svölum. Skjaldflétta er mjög skrautlegt og fallegt sum- arblóm og vinsæl í hengikörfur en hún bragðast einnig mjög vel og er til- valin í salatið eða bara ein og sér í for- rétt með góðum fordrykk á meðan beðið er eftir grillmatnum.“ Úrval sumarblóma gríðarlegt Valborg segir að íslendingar miði oft við að vera búnir að setja niður öll sumarblóm fyrir 17. júní. Fólk getur í raun valið blóm eftir litum og formi. En úrvalið er alltaf að aukast og þau sumarblóm sem fást hér á landi eru farin að nálgast hundrað. „Bæði stjúpur og fjólur henta ís- lenskum aðstæðum mjög vel. En það er um að gera að prófa sig áfram með ýmsar tegundir og láta hugmynda- flugið ráða. Brúðarstjarna og sóiboði eru ótrúlega duglegar og vindþolnar jurtir en þær þurfa sól, sérstaklega sólboðinn. Það eru sífellt að koma nýjar tegundir af sumarblómum og úrvalið er gríðarlegt." Valborg segir að það skipti einnig máli hvort garðurinn er í suðri eða norðri. Því ef garðurinn er í norðri er þar af leiðandi minni sól og því minna úrval af sumarblómum. Fyrir garða sem vísa í norður henta vel harðgerðari og skuggaþolnari plöntur. Valborg segir að íslend- ingar þurfi að vera duglegri við að vökva. Það þurfi að gæta sérstak- lega vel að því að vökva bæði gras og plöntur, þá sérstaklega fyrripart sumars. Jafnvel þó að það sé einhver úrkoma þá er hún oft ekki nægjan- leg fyrir plönturnar. „Ég hef trú á að sumarið verði gott hvað varðar gróðurinn. Þessi kulda- kafli sem kom í lok maí virðist ekki hafa haft mikil áhrif á gróðurinn,“ segir Valborg Einarsdóttir að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.