blaðið - 06.06.2007, Side 3
blaðið MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007
SUMARIÐ ■ 17
Gaman að hjóla saman
Skemmtilegt er að hjóla frá
Breiðholtinu og út í Gróttu á
Seltjarnamesi.
Hjólreiðastígar auðvelda ferðalagið
Hjólreiðar eru skemmtilegar
og þar að auki heilsusamlegar.
Fólk á öllum aldri ætti að finna
sér hentuga líkamsrækt með því
að draga hjólið fram úr geymsl-
unni því mikið átak hefur verið
gert til að auðvelda hjólreiðar um
borgina.
Borgarstjórn Reykjavíkur
hefur boðað stór vistvæn skref
og hyggst verða til fyrirmyndar
í umhverfismálum. A næstunni
munu borgarbúar finna fyrir
þessu átaki, t.d. þegar göngu- og
hjólreiðastígurinn frá Ægisíðu upp
i Elliðaárdal verður breikkaður,
upphitaður og vatnshönum þar
fjölgað. Eftir því sem kemur fram
á vef Reykjavíkurborgar www.rvk.
is verður göngu- og hjólreiðastígum
sinnt eins og götum borgarinnar
allan ársins hring. Göngustígar sem
tengja búsetusvæði eldri borgara
og nálæg útivistarsvæði verða upp-
hitaðir og bekkjum og handriðum
verður komið fyrir. Merkingar
göngu- og hjólreiðastíga munu
taka mið af göngu og hjólreiðum
sem samgöngumáta. Á vefnum er
einnig að finna kort af göngu- og
hjólastígum.
Með uppbyggingu göngu- og
hjólastígakerfis Reykjavíkur er
íbúum og gestum gert kleift að
ferðast hjólandi eða gangandi um
borgina á öruggan, aðlaðandi og
vistvænan máta. Víða eru göngu-
brýr eða undirgöng undir um-
ferðaræðar og stígar eru lagðir um
vinsælar útivistarperlur eins og Ell-
iðaárdalinn og Ægisíðu.
Sex áningarstaðir eru nú við stíga-
kerfið, þar sem vegfarendur geta
kastað mæðinni og notið útsýnisins,
skoðað göngu- og hjólastígakort
fyrir höfuðborgarsvæðið og fengið
sér nesti.
Staðsetning áningarstaða er
valin með tilliti til þess hvar
þeir koma flestum til góða, en
ekki síður hvernig tekið er á
móti ferðamönnum sem koma
hjólandi að borgarmörkum og
þeim vísað af umferðaræðum
inn á stígakerfi borgarinnar.
Einn áningarstaður verður settur
upp á árinu 2007, við Breiðholts-
braut milli Fákssvæðis og Elliða-
vatns, en gert er ráð fyrir því að
setja árlega upp nýjan áningarstað
næstu þrjú til fjögur árin. Áningar-
staðirnir eru hannaðir af Kjartani
Mogensen landslagsarkitekt.
Weleda fyrir
alla fjölskylduna
Á síðastliðnum árum hefur um-
ræðan um skaðsemi sólar orðið
sífellt meira áberandi og því er
mikilvægt að fólk hugi að sólar-
vörninni, hvort sem fólk flata-
magar á erlendri sólarströnd eða
streðar í garðinum.
Weleda-sólar-
línan er unnin úr
lífrænum jurtum
sem innihalda
ekki skaðleg
aukefni.
K r e m i n
eru vatnsheld
og veita bæði
vörn gegn
UVA-ogUVB-
geislum sólar.
Innihalds-
efnin tit-
andioxid og
z i n k 0 x i d
eru náttúru-
leg efni sem
verja húðina
gegn
skaðlegum geislum
sólarinnar en skaða ekki
húðina. Kremin inni-
halda gulrótarextrakt,
hnetusmjör, sesamolíu og
jojobaolíu sem gefur húð-
inni fallegan lit og mjúka
áferð.
Sólarvörn 20 er góð á and-
lit og aðra viðkvæma staði á
líkamanum og er því mjög
góð fyrir börnin.
Sólarvörn 15 er góð á líkam-
ann og after sun-húðmjólkin er
kælandi og frísk-
andi áburður sem
inniheldur aloe
vera-gel, olífuolíu
og shea butter
sem hjálpar
húðinni að
viðhalda fal-
legum lit og
endurnýjast
þannig að
húðin helst
áfram mjúk
og falleg. Sól-
arvörnin er
með nota-
legan sítrus-
ilm sem fælir
burtflugurog
mý. Weleda
eru lífrænar
vörur án aukefna
Sólarlínan var valin
heilsuvara ársins 2003
á Biofaach, stærstu
heilsusýningu í heimi.
Weleda fæst í apótekum,
heilsuverslunum, barna-
verslunum og heilsuvöru-
deildum stórmarkaða.
Náttúruleg sólarvörn
Mikilvægt er að vera vel
varinn gegn skaðlegum
geislum sólar.
Edelweiss
Sun Cream
Mlncnl
tan p»ot«wt*ó«
1.495,-
er tíminn...
SKINA RUND útisería
gardína BlxHl,6 m,
snúrulengd 6 m, ýmsir litir
Opið 10:00 - 20:00 virka daga | Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | www.IKEA.is
STORÖN hægindastóll
80x63x103 cm, gegnheill
akasíuviður 6.990,-
20/133x62x71 cm, gegnheill
akasíuviður 8.690,-
ÁPPLARÖ bekkur
117x62x80 cm, gegnheil
akasíuviður 7.990,-
f '
STORON stóll m/örmum
62x62x82 cm, gegnheill
akasíuviður 5.990,-
SOMMAR blómakanna
1,5 1 ýmsir litir 450,-
SKINA útisería, krans
030 cm 1.995,-
SOMMAR kökuhjálmur
035 cm
SKINA
L14,2 m
perur
prestabrá
ýmsir litir 295,-
PLATTA gólfklæðning
45x45 cm, gegnheill
akasíuviður 450,-/stk.
SOMMAR sogrör 200
stk. ýmsir litir 95,-
SOMMAR strandpoki
45x45 cm
SOMMAR hengi
sprittkertastjaki H27 595,-
SOMMAR
ýmsirlitir 195,-
SOMMAR ísskeið
025 H23 cm 95,-
65,-
SOMMAR flugnaspaðar 2 stk.