blaðið - 06.06.2007, Page 7

blaðið - 06.06.2007, Page 7
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 SUMARIÐ • 21 Mitt annað heimili á sumrin Sólrún Gunnarsdóttir er skemmti- legur og reynslumikill hjólhýsaeig- andi, en hún fékk sitt fyrsta hjólhýsi fyrir 35 árum. Sólrún er því öllum hnútum kunnug varðandi val á þægi- legri gistiaðstöðu en hún hóf útilegu- ferilinn í tjaldvagni, færði sig þaðan yfir í fellihýsi en hefur nú keypt sitt annað hjólhýsi. Hún segir að eftir það muni hún ekki fara aftur í tjald- vagninn. „Hjólhýsið er algjör lúxus, í því er algerlega allt til alls. Ég hef þegar verið 32 nætur í því í sumar, en ég byrjaði snemma í vor að ferð- ast um landið.” Útilegur hafa lengi verið áhugamál Sólrúnar, en hún fer með þetta annað heimili sitt hvert á land sem er. „Hjólhýsið er sem sum- arbústaður minn og annað heimili á sumrin. Það er mjög vel búið, hefur hita í gólfum, sturtu, klósett, baka- rofn, leðursófa, mínútugrill, sjón- varp og einfaldlega allt sem til þarf.” Sólrún ferðast mest í hjólhýsinu ásamt eiginmanni sínum en einnig öðrum meðlimum fjölskyldunnar því dætur hennar eru fellihýsa- eigendur. „Það er ekkert vesen í kringum hjólhýsið, einfalt mál að krækja því á bílinn og lítið verk að þrífa; ég get skúrað gólfin og hef einnig litla ryksugu. Svo get ég skellt hrygg í bakarofninn eða bakað í því vöfflur á góðum degi.” Hjólhýsið góða er tæpir 6 metrar að lengd og 2,5 metrar á breidd en lengst hefur Sólrún verið í því stans- laust í 2 vikur. { hýsinu rúmast 4 fullorðnar manneskjur og 2 börn í gistingu. Sólrún hefur kynnt sér vel hvar besta aðstaða landsins er fyrir hjól- hýsaeigendur en mikilvægast segir hún að á stæðunum sé aðgangur að rafmagni og góð snyrtiaðstaða. Aðspurð um dagskrána í sumar kveðst hún ætla að vera í hjólhýsinu eitthvað fram í júlí, skreppa þá utan í hálfan mánuð en svo verður hún haust, en það fer talsvert eftir veðri aftur í hjólhýsi sínu eitthvað fram á og vindum. Glæsilegur garður Margar fallegar myndir prýða bókina. Handbók garðeigandans Það er alltaf gott að eiga góða að þegar fólk vantar góðar hug- myndir. Þegar kemur að garð- hönnun er gott að geta gengið að stórum og miklum hugmynda- banka sem hægt er að fletta upp í að vild. Handbók garðeigand- ans sem BM Vallá hefur gefið út annað hvert ár í meira en áratug er hvalreki fyrir fólk sem stendur í endurbótum á garðinum sínum en veit ekki alveg hvernig er best að haga hlutunum. Gunnar Þór Ólafsson, forstöðu- maður sölu og dreifingar hjá BM Vallá, segir að í þessari bók séu teknar saman allar nýjungarnar hjá fyrirtækinu. „í þessari bók erum við að sýna þær vörur sem við höfum upp á að bjóða fyrir garðeigendur. Á ári hverju tökum við inn margar nýjar vörur og við kynnum þær einnig í þessari bók. Við erum meðal annars að kynna til sögunnar nýjar hellutegundir sem og nýtt efni fyrir veröndina, flísar, hleðslusteina, steina sem henta fyrir aksturssvæði og ýmis garðskreytiefni, svo sem blóma- ker og garðeiningar.“ Handbók garðeigandans er enginn smábæklingur heldur er um 99 síðna bók að ræða í hefð- bundnu broti, þannig að hér er á ferð virkilega eiguleg bók með mörgum fallegum ljósmyndum. „Grímur Bjarnason ljósmyndari hefur tekið myndirnar í þessa bók, líkt og árin á undan, en bókin er mikið augnayndi sem ljósmyndarit því það er mikið lagt í ljósmyndirnar.“ Þessi bók er gefins og geta við- skiptavinir BM Vallár sem og aðrir áhugasamir nálgast bók- ina á fjölmarga vegu. Bókina er hægt að nálgast hjá söludeild BM Vallár að Breiðhöfða 3 og einnig er hægt að hringja til söludeild- arinnar í síma 585 5050 og panta bókina. Einnig getur fólk pantað bókina á Netinu á heimasíðu BM Vallár, www.bmvalla.is, eða með því að hringja í 800 5050 sem er sjálfvirkur símsvari. Helstu kostir þeirra eru t.d.: • Fallegt útlit • Auðveldar í uppsettningu • Margirlitir • Traustarog endingargóðar • Úr hágæðastáli • Fjöldi aukahluta • Áratuga reynsla é íslandi Fást í byggingavöruverslunum um allt land m) Lindab wnet Có ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR Gylfaflöt 9 112 Reykjavík Sími: 530 6000 Fax: 530 6021 www.limtrevirnet.is AUGLÝSINCASTOFA

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.