blaðið - 06.06.2007, Side 9

blaðið - 06.06.2007, Side 9
blaöið MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 SUMARIÐ -23 Garöheimar: Allt fyrir tjarnargerð Það er óhætt að segja að á undan- förnum árum hafi áhugi íslendinga á garðtjörnum vaxið gífurlega. Fólk er í síauknum mæli að sækjast eftir nánum samvistum við náttúruna og hvað það varðar er fátt betra en að hafa sína eigin tjörn í bakgarðinum með tilheyrandi plöntu- og dýralífi. Verslunin Garðheimar hefur um ára- bil boðið landsmönnum upp á glæsi- legt úrval vara fyrir tjarnargerðina. Anton Magnússon, deildarstjóri hjá Garðheimum, segir að undanfarin ár hafi aðsóknin í vörur til tjarnar- gerðar aukist gífurlega. „Þetta hefur aukist í áranna rás. Þegar ég byrjaði hér fyrir um tíu árum þá minnir mig að þetta hafi verið í mesta lagi fjórar hillur sem fóru undir þessar vörur en í dag held ég að þessar vörur taki um 200 fer- metra. Þetta hefur vaxið alveg rosal- ega mikið.“ Þegar kemur að vöruúrvalinu hjá Garðheimum er Anton ekki í neinum vafa um vöruframboðið hjá versluninni. „Við eigum allt og það hefur enginn verið með meira úrval en við.“ Þetta eru vissulega stór orð en ef einhver verslun á fslandi getur staðið við stóru orðin þá eru það Garðheimar. Hjá þeim fær fólk tjarn- ardúka, dælur, hreinsikerfi, tilbúnar tjarnir, gosbrunna og margt fleira. Anton segir að dælurnar og hreinsi- kerfin fáist í öllum mögulegum stærðum. „Við eigum allt frá pínu- litlum innidælum yfir í stærðarinnar dælukerfi og allt þar á milli.“ Hann segir ennfremur að fólkþurfi að taka mið af því hvernig tjörn það ætlar að hafa þegar fjárfest er í dælum og hreinsibúnaði. „Þetta fer algjörlega eftir því hvort um er að ræða venju- lega tjörn sem á bara að vera fyrir útlitið eða hvort það eiga að vera plöntur eða fiskar í þessu. Þá þarf fólk að huga að ýmsu fleiru svo sem hreinsun og viðííka. Þá leggja menn oft meira í dælurnar því fólk getur nánast gengið út frá því að eftir þvi sem dælan er dýrari þá afkastar hún meiru og þá þarf að hugsa þeim mun minna um tjörnina. Það er kannski stærsti kosturinn við þær.“ Tilbúnar tjarnir hafa lengi verið vinsælar hjá fólki enda töluvert minni vinna við þær heldur en þær hefðbundnu. Anton segir að tilbúnar tjarnir hafi bæði kosti og galla. „Til- búnar tjarnir eru takmarkaðar að því leytinu til, þó að þær séu vissu- lega einfaldari. Maður grefur holu, hefur hana frostfría og svo seturðu bara tjörnina ofan í. En þá verður náttúrlega að hafa hana í þeirri stærð sem ætlast var til í upphafi.“ Verðið á tilbúnum tjörnum er allt frá 5000 krónum upp í 25.000. En þegar kemur að tjarnardúknum þá Glæsilegt úrval Allt frá tilbúnum tjörnum yfir í gosbrunna og styttur. segir Anton að það séu önnur lögmál sem gildi. „Best er að láta ímyndunar- aflið ráða með tjarnardúkinn því við seljum hann í metravís. Fólk getur límt saman dúkinn, mótað hann og búið til læki og fossa eða fleira í þeim dúr.“ Garðheimar eru með glæsilegt úr- val vilji fólk búa til tjörn í garðinum og óþarfi að leita annað. Gott í garðinn Góður alhliða áburður. Hentar vel í öll blómabeð, fyrir matjurtir, skrautrunna ogtré. Inniheldur öll helstu næringar- og snefilefni. Berið á 3-4 sinnum yfir vaxtar- tímann frá maí fram í miðjan júlí O O ■ •mwiíKnmtJ’í A AburðaruerRsmiðjan www.aburdur.is Fæst í öllum helstu garðyrkju- og byggingavöruverslunum landsins |A| ÍSLEIFUR IWl JÓNSSON Oragháls 14-16 • 110 Reykjavlk Slmi 4 12 12 00 • www.hotiprlng.com Prodigy*Spa Smann* 1230 Rtra pottur 19 nudd-itútar 1,88 x 2,21 • Katð 84 im Jetsetter*Spa 3 msnna. 814 l*ra pottur 11 nudd-stutar 2.08 x 1,57 • hjoö 74 un HotSpring PortobleSpas VÍStaKSpa 6 manna, 1893 Htra pottur 46 nudd-stútar 2.54*2.31 -h«ö 97 sm Grandee*spa 7 manna, 1893 litra pottur 3? nudd-stútar 2,54 x 2,31 -hpsO 97 im Envoy*Spa 5 manna, 1703 lítra pottur 38 nudd'Stútar 2,36 x 2,26 - iueð 91 sm Vanguard’Spa 6 manna, 1514 litra pottur 31 nudd-sti 2,20*2,20 «<»&s :0-Np9l« Sovereign'Spa 6 manna, 1344 lltra pottur 23 nudd-Uútar 2,03 x 2,36 • h«0 84 sm

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.