blaðið - 06.06.2007, Page 10

blaðið - 06.06.2007, Page 10
24' SUMARIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 blaöiö / Tj',) , / J~,) JTT ^ s- r t-J grjc í: » w ir< Fegrar og oætir garðinn Þú ferð allskonar grjót hjá okkur, sand og sérstakan sand í sandkassann. Við mokum efninu á bíla eða kerrur og við afgreiðum líka sand í sterkum plastpokum, sem þú getur sett í skottið á bílnum þínum. Sími: 563 5600 BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 Afgreiðslan er opin: Mánud. - fímmtud. 7.30 - 18.30, föstud. 7.30 - 18.00, laugard. 8.00 - 16.00. Opið í hádeginu nema á laugardögum. Fyrsti skrúðgarður íslendinga Alþingisgarðurinn er fyrsti opin- beri skrúðgarður Islendinga. Seint á nítjándu öld tóku alþingismenn ákvörðun um að gera skyldi fal- legan garð fyrir aftan Alþingishús ís- lendinga. Margir af máttarstólpum íslensks þjóðfélags komu að gerð garðsins og var mönnum mikið í mun að hafa hann sem glæsileg- astan. Tekist hefur að halda garð- inum nánast í sínu upprunalega horfi og er garðurinn einn af glæsi- legustu görðum landsins. Árið 1893 samþykkti Alþingi að verja 1500 krónum sem safnast höfðu í húsbyggingasjóð til skipu- lags lóðar og garðyrkju við húsið. Benedikt Sveinsson var forseti sam- einaðs Alþingis og fól hann Tryggva Gunnarssyni, alþingismanni og bankastjóra, að sjá um fram- kvæmdir í garðinum. Ekkert var til sparað við gerð garðsins og fór kostnaður langt fram úr upphaflegri áætlun. Tryggvi borgaði það sem upp á vantaði, en að lokum var samþykkt að veita meira fé til þess að garður- inn yrði sem glæsilegastur. Kostn- aður við gerð garðsins var því 3700 krónur. Tryggvi lét skipta um jarðveg í garðinum áður en hann hófst handa við að gróðursetja, plönturnar sem hann pantaði innanlands og utan. Hann fékk birki úr Fnjóskadal, ilm- reyr úr Hörgárdal, reynivið úr Naut- húsagili undir Vestur-Eyjafjöllum, mjaðjurt úr Gufunesi og birki úr Hafnarfjarðarhrauni. Tryggvi flutti víðitegund inn til landsins og dregur hún íslenskt heiti sitt af garð- inum og er kölluð þingvíðir. Margir lögðu hönd á plóginn við gerð garðsins. Árni Thorsteinsson og Schierbeck landlæknir hjálpuðu til við að panta fræ og plöntur fyrir garðinn. Einungis eitt gráreynitré stendur nú í garðinum af uppruna- legu trjánum. Garðurinn var girtur af með hlöðnum steinveggjum og var Ól- afur Sigurðsson steinhöggvari feng- inn til verksins. Veggurinn sem snýr að Dómkirkjunni er vandaður og prýða hann steinsúlur. Aðrir veggir voru ekki eins vandaðir, enda sneru þeir ekki að opnum svæðum eins og nú. Einn af hlöðnu veggjunum hefur verið opnaður með léttu grindverki svo hægt sé að ganga í gegnum garðinn. Gert hefur verið við aðra veggi og þeim haldið í upp- runalegri mynd. Ekki hefur verið hróflað við steinveggnum sem snýr að Templarasundi. Tryggvi Gunnarsson eyddi miklum tíma í garðinn og hélt honum við þangað til hann lést. Tryggvi er jarðsettur í garðinum að eigin ósk og var garðurinn vígður sem heimagrafreitur til að verða við ósk hans. Tryggvi hvílir undir stein- hæð syðst í garðinum. Leiðið hans er prýtt íslenskum blómum og grösum. Ríkharður Jónsson myndhöggvari gerði brjóstmynd af Tryggva og stendur hún yfir leiðinu hans. Fyrstu tillöguuppdrættir að garð- inum voru unnir af Árna Thorsten- sen og þær tillögur eru varðveittar í Þjóðskjalasafninu. Teikningarnar og tillögurnar sem unnið var eftir eru taldar hafa verið hannaðar af Tryggva sjálfum og má sjá rithönd hans á skjölunum sem eru varðveitt í skjalasafni Seðlabankans.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.