blaðið - 06.06.2007, Síða 11
blaðið MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007
SUMARIÐ -25
Vélmenni sér
um húsverkin
Þegar sólin er hátt á lofti vill fólk
fara út og vinna í garðinum eða
bara slaka á í sumarbústaðnum. Á
svoleiðis tímum er það ekki ofar-
lega á óskalistanum að standa í hús-
verkunum. Því væri það kjörið ef
fólk gæti fengið einhvern til að þrífa
heimilið fyrir sig en hingað til hefur
fólk þurft að ráða sér heimilishjálp
til þess. En nú, þökk sé gífurlegum
tækniframförum, getur fólk farið
að heiman á morgnana og treyst því
að þegar það kemur heim að kvöldi
dags sé búið að vinna húsverkin.
Roomba er sjálfvirkur ryksugu-
róbót sem þrífur gólfið án nokkurra
mannlegra afskipta. Fólk getur
kveikt á honum þegar það fer úr
húsi og róbótinn vinnur sína vinnu
vel og örugglega. Róbótinn er útbú-
inn skynjara sem sér hvernig rýmið
lítur út sem þrífa skal og þrífur eftir
því. Skiptir engu þótt borð, stólar
eða lampar séu á gólfinu, Roomba
fer í alla króka og kima. Hann þrífur
um 45 fermetra á 40 til 50 mínútum
og skilar gólfinu 99,7 prósent hreinu
samkvæmt fullyrðingum fram-
leiðanda. Svo þegar gólfið er orðið
hreint, slekkur róbótinn annað
hvort á sér eða fer, af sjálfsdáðum,
heim í hleðslustöðina. Rafmagns-
hleðslan á Roombunni getur enst í
allt að 120 mínútur þannig að róbót-
inn fer létt með meðalstórar íbúðir á
einni hleðslu. Vert er að geta þess að
með Roombunni fylgir einnig fjar-
stýring þannig að ef fólk langar til
að sitja í hægindastólnum og stýra
ryksugunni þaðan þá er það leikur
einn og það sem meira er, það er
furðugaman.
Umboðsaðili Roomba á íslandi
er Grímfell ehf. og segir Jón Ásgeir
hjá Grímfelli að viðtökurnar hafi
verið vonum framar. Eftir að fyrir-
tækið tók formlega við umboðinu
í ársbyrjun hafa um 360 ryksugur
verið seldar. Jón segir að það hafi
Fer út um allt Roomba er fær
íflestan sjó og kemst víða.
vakið furðu sína hversu lág bilana-
tíðnin er hjá Roomba en af þessum
360 vélum sem seldar hafa verið
hefur einungis ein bilað og sá við-
skiptavinur hafi fengið nýja vél um
hæl þar sem framleiðandi Roomba,
iRobot, gerir þá kröfu að biluðum
vélum sé skipt út.
Þeir sem vilja kynna sér nánar
hina miklu kosti Roomba-ryksug-
unnar frá iRobot geta brugðið sér
inn á heimasíðu Grímfells, www.
roomba.is, eða þá mætt í verslunar-
miðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði
á morgun. Þar mun fara fram kynn-
ing á hinni mögnuðu Roombu á
milli klukkan 16 og 22. Roomban
fæst hjá Grímfelli og einnig hjá Max,
Byko og verslunum Ormsson.
Oregla skapar skjól
Það eru margir á þessum árstíma að gróð-
ursetja við sumarhúsin sín. Þegar verið
er að gróðursetja er gott að hafa nokkur
atriði í huga varðandi framtíðarútlit svæðis-
ins. Fram kemur í bókinni Barrtré á íslandi
að sérstaklega þarf að gera sér grein fyrir
mismunandi þörfum trjátegunda varðandi
sólarljós. Barrtré eru ýmist Ijóselsk eða
skuggaþolin. Eitt af helstu einkennum Ijós-
elskra tegunda er hraður vöxtur á fyrstu
árunum en skuggaþolnar tegundir vaxa oft-
ast hægar í byrjun en taka svo hraustlega
við sér við 15-25 ára aldur.
Einnig er tekið fram í bókinni að þegar
gróðursetja á barrtré þá er mikilvægt
að vita hvernig skógareigandinn vill að
skógurinn líti út í framtíðinni. Hvenær þarf
að hefja fyrstu grisjun og hvort er um að
ræða útivistarskóg eða nytjaskóg eða
hvort er verið að gróðursetja til skjóls fyrir
fólk og byggingar.
Betra er að gróðursetja í minni skika,
þegar gróðursett er í sumarhúsalandi.
Setja eins og 10-30 skika saman og
skilja svo eftir auð svæði í kring. Það
borgar sig ekki að gróðursetja þéttar
en með 1,8 metra á milli plantna. Ef
gróðursett er óreglulega skapar það
mun meira skjól og verður mjög fallegt
ásýndar seinna meir. Plöntur skýla ekki
hver annarri, heldur veldur óreglan sem
þær skapa því að vindur lyftir sér yfir þær
og þá myndast skjól niðri við jörð. Vindur
velur sér ávallt auðveldustu leiðina sem
hann kemst og er því lítið fyrir að troða
sér í gegn ef hann hefur val um auðveld-
ari leið.
Ef fólk er að stíga sínu fyrstu skref í garð-
rækt er um að gera að lesa sér til áöur en
hafist er handa. Bókin Barrtré á Islandi
er ágætis leiðarvísir fyrir fólk sem er að
byrja að rækta tré.
863-/939
Vörn gegn brunaslysum • Tvöfalt brunaöryggi
Termix hitastýring fyrir setlaugar frá Danfoss
Rafeindastýring nemur hitastig í setlauginni
Lokar fyrir innrennsli þegar öskuðu hitastigi er náð
Ódýr og hagkvæm lausn
Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður
Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður
Auðveld i uppsetningu
www.danfoss.is
9 9 STI
STILLUM HITANN
HÓFLEGA
www.stillumhitann.is
Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins