blaðið - 07.06.2007, Síða 1
Tíu ár í Laugardal j Kona ársins
Marentza Poulsen heldur upp | Victoria Beckham vann í vikunni
á tíu ára afmæli Café Flóru í i tvenn glamúrverölaun í Lund-
Grasagaröinum í Laugardal i únum, kona ársins og frum-
um þessar mundir og segir | kvööull ársins. Hún mætti
að aðsóknin hafi sjaldan | í níöþröngu korseletti,
■ ' veriðbetri. ! reimuöu aö aftan. _
Fjöll úr súkkulaði
Brynhildur Pálsdóttir hannar og
framleiðir kremfyllt fjöll úr eð-
alsúkkulaði sem vakiö hafa
mikla athygli en nú stytt-
ist í að fjöllin verði á
j fáanleg í verslunum.
ORÐLAUS»
104. tölublaó 3. árgangur
fímmtudagur
7. júní 2007
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS!
HELGAfffHfeOÐ
8.6-10.6||| |
Grillaður
kjúklingur
franskar og
2 I Coca Cola
kr899pk
Opið alla daga frá kl. 10.-20.
S?T ?
Bæjarlind 1 - Sími 544 4510
Innrás Samkeppniseftirlitsins í Mjólkursamsöluna:
Sterkur grunur um
grimm undirboð
■ Hafa boðið 40% lægra verð ■ Mjólka undirbýr kæru tii EFTA
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net
Mjólka ehf. telur Mjólkursamsöluna hafa vísvit-
andi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með
undirverðlagningu á ákveðnum vörum frá því í
janúar 2006. Ólafur Magnússon, framkvæmda-
stjóri Mjólku, segir þessa undirverðlagningu að-
allega snúa að fetaosti, sýrðum rjóma og jógúrt.
Hann segist vita um tilvik þar sem MS hefur
boðið yfir fjörutíu prósenta afslátt af vörunum.
Ólafur segir Mjólku ætla að senda Eftirlits-
stofnun EFTA kæru þar sem fyrirtækið ætlar
að láta reyna á þau atriði þar sem Mjólkursam-
salan er undanþegin samkeppnislögum. Hró-
bjartur Jónatansson, lögmaður Mjólku, gerir
ráð fyrir því að kæran verði send út í lok mán-
aðarins. Segir hann forsvarsmenn Mjólku telja
að sá samruni í mjólkuriðnaði sem átt hefur
sér stað á íslandi sé ólögmætur á grundvelli
samningsins um Evrópska efnahagssvæðið
hvað varðar þær landbúnaðarvörur sem heyra
undir samninginn.
Ef Mjólka þarf að búa áfram við meint und-
irboð Mjólkursamsölunnar segir Ólafur ljóst að
fyrirtækið líði undir lok.
„Við vonum að Mjólkursamsalan breyti um
vinnuaðferð og að menn íhugi sinn gang í þessu.
Það hefur verið gengið alltof hart gegn okkur í
þeirri samkeppni sem nú ríkir.“
FRÉTTIR » 6
Ari upplýsti um
laun á bloggsíðu
Ari Edwald, forstjóri 365, bírti í gær
upplýsingar á bloggsíðu þess efnis að
Egill Helgason, sem nú hefur ráðið sig
til RÚV, hefði áður samið um þáttagerð
hjá 365 til tveggja ára með eina milljón
króna á mánuði í laun.
FRÉTTIR » 6
Aðgengi fatlaðra í
ferjunni óviðunandi
Kristján Möller samgönguráðherra
skoðaöi nýja Grímseyjarferju í gær.
Hann sagði að bæta þyrfti aðgengi
fatlaðra en bera þarf þá fötluðu ein-
staklinga um borð sem vilja taka sér
far með ferjunni.
FRÉTTIR » 8
Stökk á bíl páfa
Þýskur karlmaður reyndi að stökkva á pallbíl Benedikts páfa sextánda þegar hann ók um Péturstorgið í Vatíkaninu í gær. Örygg-
isvörðum tókst að snúa manninn niður og páfa sakaði ekki. Svo virðist sem páfi hafi ekki tekið eftir atvikinu. Maðurinn klifraði
yfir grindverk, stökk og lenti rétt fyrir aftan bílinn sem var á ferð. Um 35 þúsund manns voru saman komnir á Péturstorgi til að
hlýða á tölu páfa í gær. Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar í Vatíkaninu.
Fleiri löggur
á fullu tungli
Lögregluyfirvöld í Brighton í
Bretlandi hyggjast fjölga lögreglu-
mönnum á vakt þá daga í sumar
þegar tunglið er fullt, eftir að rann-
sókn sýndi að glæpum í borginni fjölg-
aði er tungl væri fullt. Lögreglustjór-
inn Andy Parr segir að rannsóknirnar
sýni skýra fylgni milli fulls tungls og
fjölgunar glæpa. „Nítján ára reynsla
mín innan raöa lögreglunnar sýnir
einnig að fólk hegðar sér sérstaklega
undarlega þegartungl erfullt. Fólkiö
er uppstökkt og mun þrætugjarnara.1'
Aðrar eldri rannsóknir hafa einnig
bent til sérstakra áhrifa fulls tungls
á mannlega hegöun. Þannig sýndi
sálfræðirannsókn á 1.200 föngum í
Armley-fangelsinu í Leeds, sem stóð
yfir í þrjá mánuði árið 1998, að til-
fellum glæpa innan veggjafangelsins
fjölgaði einmitt þegar tunglið var fullt.
NEYTENDAVAKTIN m i
Verð á ab-mjólk i
Efnalaug Krónur
11-11 170 kr.
Hagkaup 145 kr.
Kaskó 134 kr.
Krónan 129 kr.
Melabúðin 160 kr.
Samkaup-Strax 164 kr.
Verð á ab-mjólk í 1 lítra umbúöum
' Upplýsingar trá Neytendasamtökunum 5^
GENGl GJALDMIÐLA
SALA %
HH USD 62,84 -0,49 ▼
GBP 125,23 -0,51 ▼
52 DKK 11,40 -0,60 ▼
• JPY 0,52 -0,36 ▼
■1 EUR 84,92 -0,62 ▼
GENGISVÍSITALA 115,08 -0,56 ▼
I ÚRVALSVÍSITALA 8086.52 -0,20 ▼
| VEÐRIÐ í DAG
VEÐUR » 2
Tilvalið í bústaðinn
Traust og örugg húsgögn sem henta vel í hvaða bústað sem er
jiOMJKiuummiLrÞ
Sérverslun með barnahúsgögn og fylgihluti
Fossaleynir 6-112 Reykjavík • Sími: 586 1000 - www.husgogn.is