blaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2007 blaðið Castro í sjónvarpsviðtali Viðtal við Fidel Castro Kúbuforseta var sýnt á kúbverskri sjónvarpsstöð á þriðjudagskvöld, hið fyrsta við forsetann sem birtist í sjónvarpi frá því að hann gekkst undir skurð- aðgerð fyrir um tíu mánuðum. í viðtalinu klæddist Castro æfingagalla og leit út fyrir að vera nokkuð hraustur. Þrír Finnar teknir höndum (ransher handtók þrjá Finna sem voru að veiðum í Persa- flóa um síðustu helgi, samkvæmt upplýsingum finnskra embættismanna. Mennirnirvoru handteknir undan ströndum eyjunnar Abu Musa og vinna finnsk yfirvöld nú að því að fá mennina leysta úr haldi. HOLLANO Foreldrar Madeleine í Amsterdam Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem var rænt í Portúgal fyrir rúmum mánuði, komu til Berlínar, höfuð- borgar Þýskalands, á þriðjudagskvöld til að vekja athygli á leitinni að dóttur sinni. Síðdegis í gær flugu þau svo áfram til Amsterdam í Hollandi, þar sem þau bjuggu um tíma árið 2004. Jft; I 4 sumarliti v-r. u komnar í nýjum tumapótekum. KAUnO/SEUA I SMÁAUGLÝSINGAR 5100737 blaöið^H 1 ' SMAAU01YS1NGAR@8LA01D.NET ■ Kostnaður langt fram Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Kostnaður við nýju Grímseyjarferj- una hefur nú þegar tvöfaldast en mikið verk er enn óunnið. Kristján Möller samgöngumálaráðherra segir að það kæmi sér ekki á óvart að kostnaður færi vel yfir 400 millj- ónir króna. Skipið átti að vera tilbúið í maí samkvæmt síðustu áætlun en nú er vonast til að það verði tilbúið með haustinu. Ekki er ljóst hvenær það verður tekið í notkun. Þýðir ekkert að glápa í baksýnisspegilinn Kristján skoðaði Grímseyjarferj- una í gærmorgun í Hafnarfjarðar- höfn. Segir hann að ýmislegt hafi gerst síðan hann skoðaði hana síðast fyrir tveimur mánuðum. „Þetta er verkefni sem þarf að klára og finna farsæla lausn á fyrir alla. Það þýðir ekkert að vera að glápa í baksýnis- spegilinn heldur horfa fram á við.“ Viðgerð skipsins er komin langt fram úr kostnaðaráætlun og segir Kristján að Ríkisendurskoðun hafi tekið málið til sín og ætli að fara í úr áætlun ■ Engin lyfta gegnum það til að læra af þessu ferli. Segir hann ljóst að það hafi verið farið af stað án þess að sjá hvað þurfti að gera og hvað það kæmi til með að kosta. Lélegt aðgengi fatlaðra Eitt af því sem Kristján telur að þurfi að bæta í sambandi við skipið er aðgengi fatlaðra. Aðstaðan fyrir einstaklingana er neðan þilja en þeir geta ekki bjargað sér þangað niður sjálfir þar sem engin lyfta verður þar. Þarf því að bera þá niður. „Það er eiginlega ekki hægt árið 2007 að vera að gera svona hluti þar sem fatlaðir eiga ekki greiðan aðgang. Ég treysti því og vona að þeir fræðingar sem að þessu koma reyni að finna eins góða lausn á því og hægt er.“ Skipið, sem er tólf ára gamalt, var keypt frá Irlandi fyrir um 100 millj- ónir króna. Var í upphafi gert ráð fyrir því að endurbætur yrðu gerðar fyrir um 270 milljónir króna. Sæti eru fyrir níutíu manns í skipinu en leyfilegt er að farþegar séu hundrað. Verður skipið hvítt að lit eins og Herjólfur. Ný Grímseyjarferja tilbúin með haustinu: Bera fatlaða um borð GARÐHEIMAR allt í garðinn á einum stað! Stekkjarbakka 6 - Slmi 540 3300 www.gardheimar.is njji n Ttfísin^ gnifuijknmhui HjMijpjjViárbrá Skraiitstei.iíar Falleg gardhúsyöyn Fjölhroytt i'irvnl af styttum otj tjarnarvömm

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.