blaðið - 07.06.2007, Qupperneq 19
blaöiö
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2007 19
Hundur og Hálfvitar
Enginn ætti að þurfa að láta
sér leiðast á Gauki á Stöng í kvöld
þegar hljómsveitirnar Hundur
í óskilum og Ljótu hálfvitarnir
koma þar fram á einum og sömu
tónleikunum. Rætur beggja sveit-
anna liggja norðan heiða en einnig
eiga þær það sameiginlegt að hafa
grín og glens í hávegum þótt með
ólíkum hætti sé.
Dúettinn Hundur í óskilum
er einkum þekktur fyrir að taka
ýmsar perlur tónbókmenntana og
gera að sínum á meðan Ljótu hálf-
vitarnir leika nær eingöngu frum-
samda tónlist á grínaktugan hátt.
Þorgeir Tryggvason, einn af
ófáum liðsmönnum Ljótu hálfvit-
anna, segir að einhverjar tilraunir
hafi verið gerðar til þess að lýsa
tónlist sveitarinnar.
„Þetta er svona hresst þjóðlaga-
rokk með vísunum hingað og
þangað og mjög litskrúðugri hljóð-
færaskipan. Við spilum á fullt af
hljóðfærum og skiptum um þau.
Fyrir utan gítar, bassa og trommur
erum við að spila á flautur, mandó-
lín, fagott og alls konar dót,“ segir
Þorgeir og tekur undir að menn
þurfi að vera nokkuð fjölhæfir til
að spila með hljómsveitinni.
Hundurinn hefur leikinn í kvöld
og síðan taka Hálfvitarnir við en
sveitirnar munu ekki leiða saman
hesta sína á sviðinu. „Við höfum
reyndar velt því fyrir okkur en það
er erfitt um vik með æfingar af því
að Hundarnir búa fyrir norðan og
við búum hér. En það getur vel
verið að það komi að því einhvern
tíma,“ segir Þorgeir.
Ljótu hálfvitarnir hafa nóg fyrir
stafni þessa dagana því að síðar í
mánuðinum kemur út fyrsta plata
þeirra félaga og verður efni af
henni leikið á tónleikunum.
Húsið verður opnað kl. 21 og er
aðgangseyrir 1000 krónur.
Ljótu hálfvitarnir á góðri
stund Hljómsveitin kemur fram
ásamt dúettnum Hundi í óskil-
um á Gauki á Stöng í kvöld.
BLOGGARINN...
Frelsi eða
frelsissvipting
/ Fréttablaðinu á sunnudag má
lesa forystugrein eftir Kristínu Evu
Þórhallsdóttur þar sem hún fjallar
um fortakslaust reykingabann á
veitinga- og skemmtistöðum undir
fyrirsögninni „Aukið frelsi eða frels-
issvipting?" Niðurstaða leiðarans
er sú að það þurfi stundum að víkja
af leið frelsisins til þess að tryggja
fólki frelsi. Þessi orwellska þversögn
minnir mann á Víetnam-stríðiö, þeg-
ar bandarískur herforingi
útskýrði að menn sínir
hefðu neyðst til þess að
brenna þorp til grunna
til þess að bjarga því frá
kommúnismanum.
Andrés Magnússon
andres.blog.is
Tepruleysi og festa
Á Islandi þykir enn ekki saknæmt að
fólk hafi samræði við 14 ára gömul
börn.
Á Islandi þykir ekki saknæmt að
vinahópar taki sig saman og hafi
samræði við 14 ára gömul börn.
Það sannar þessi dómur.
Hvenær verður íslenskt samfélag
komið á eitthvert plan þar sem borin
er virðing fyrir réttindum barna til
verndar?
Hvert einasta krummaskuð á Islandi
(að höfuðborgarsvæðinu meðtöldu)
býr yfir skuggalegum leyndarmálum
þar sem brotið er á börnum daglega
í fleirum en einum skiiningi.
Hvenær geta börn á íslandi sagt ótta-
laust frá því að önnur manneskja hafi
brotið á þeim?
Hvenær má búast
við því að á íslandi
verði tekið á
kynferðisbrotum
af tepruleysi og
festu?
Steinunn Ólfna
Þorsteinsdóttir ,
steinunnolina.
blog.is
Konur og
getnaðarvarnir
Hvernig stendur á þ víað aðeins ein
(og algjörlega meinlaus) getnaöarvörn
er á markaði fyrir karla? - Á meðan
aragrúi ólíkra hormónalyfja eríboði
fyrir konur. Hormónalyfja sem hafa
verið illa rannsökuð áður en þau
komu á markað og hafa kostað marg-
ar konur og mörg börn heilsuna.
Það er forkastanlegt að mælt sé með
iiia rannsökuðum hormónaiyfjum við
ungar stelpur sem varla hafa gengið
í gegnum kynþroskaskeið. Það er
forkastanlegt að lyfjarisar græði á tá
og fingri á þessum ungu og óreyndu
stelpum. Það er enn
forkastanlegra ef
sögusagnir reynast
réttar um rannsókn-
ir sem hafa verið
stöðvaðar vegna
óhagstæðra niður-
staðna fyrirafkomu
lyfjarisanna.
Sóley Tómasdóttir
soley.blog.il
FARSIMA
felQKEA 5500 SPORT
INIQKIA 6021
Biðtími: allt að 270 klst
Taltími: allt að 4 klst
Þyngd:103 gr
Kerfi: 900/1800/1900mHz
Skjár: 128*128 dílar
Símaskrá: Fer eftir minni
Skilaboð: MMS, SMS,
tölvupóstur
Tengi: EDGE, GPRS, Innrautt,
POPport, JAVA, samstillist við
Outlook og Lotus Notes
Annað: Innbyggður skrefmælir
sem heldur nákvæmlega utan um
líkamsræktina þina
Innbyggð 2 megapixla myndavél
Biðtimi: allt að 320 klst
Taltími: allt að 3 klst
Þyngd: 88 gr
Kerfi: 900/1800/1900Mhz
Skjár: 128*128 dílar
Símaskrá: fer eftir minni
Skilaboð: MMS, SMSog
tölvupóstur
Tengi: EDGE, GPRS, Innrautt, POPport
JAVA, samstillist við Outlook
og Lotus Notes
Annað: reiknivél, titrari og
vekjaraklukka.
Kr. 25.990,
Kr. 8.990,
IMQKEA 6085
Bony Ericsson W810i
Biðtimi: 240 klst
Taltími: 5 klst
Þyngd: 84gr
Kerfi: 850/900/1800/1900
Skjár: 128*160 dílar
Símaskrá: samnýtt minni
Skilaboð: SMS, MMS,
tölvupóstur
Tengi: EDGE, GPRS, Java, popport
Annað: VGA-myndavél, innbyggt
FM útvarp, reiknivél, titrari,
vekjaraklukka, blátönn,
spilarijeikir samstilling við
outlook og Lotus
Biðtimi: 350klst
Taltími: 8 klst
Þyngd: 99gr
Kerfi: 850/900/1800/1900
Skjár: 176x220dílar
Símaskrá: samnýtt minni 20mb
stækkanlegt í 2GB, 512mb fylgir
Skilaboð: SMS.MMS og tölvupóstur
Tengi: Bluetooth, EDGE, GPRS
infrared
Annað: Innbyggð 2 mp myndavél,
reiknivél, tónlistaspilari, titrari,
samstilling við outlook og lotus
Kr. 15.490,
Kr. 22.995,-
w GERÐl/
R0SA'WAweURÐ