blaðið - 07.06.2007, Síða 22

blaðið - 07.06.2007, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2007 blaöið 48k Tölvur & tæk: 48k@bladid.net Kílóbæt Landsmót nörda í síöustu viku fór fram nokkurs konar landsmót tölvuleikja í New York. Keppnin stóð yfir í tvo daga og kepptu 68 keppendur um 20.000 dollara verðlaun. Á meðal leikja sem keppt var í voru leikir á borð við Gears of War, Age of Empires III: The Warchiefs, Need for Speed Carbon og FIFA 07. Sigurvegararnir voru ekki allir með gleraugu. iPhone fær útgáfudag Föstudagurinn 29. júní á eftir að vera stór dagur fyrir tækjaóða Bandaríkjamenn en þá mun iPhone-síminn frá Apple koma á markað. Apple staðfesti þetta með nýrri auglýsingaherferð í bandarísku sjónvarpi. Enn sem komið er hefur ekkert verið staðfest í sambandi við útgáfudag iPhone utan Bandaríkjanna. Blu Ray lækkar aðeins meira Stríðið á milli Blu Ray og HO DVD ætlar engan enda að taka. Blu Ray hefur þó ávallt haft þann galla að bæði miðillinn og spilararnir hafa verið dýrari en það sem keppinauturinn býður upp á. Sony hefur þó minnkað muninn með útgáfu nýs Blu Ray-spilara sem er ódýrari en PlayStati- on3, sem lengi hefur verið ódýrasti Blu Ray-kosturinn. Tekken bætir við sig Nóg hefur verið af bardagaieikj- um á PlayStation-tölvunum í gegnum árin, en Tekken-serían er líklegast sú allra vinsælasta. Namco sýndi nýlega myndir úr Tekken 6 sem væntanlegur er á PlayStation3 í vetur. Þar á meðal var nýr karakter, nauta- baninn Miguel. Þær sögusagnir berast nú að Tekken gæti einnig sést á Xbox360. Nýjasta nýtt frá óþæga hundinum Naughty Dog-tölvufyrirtækið sem gerði leiki á borð við hinn upprunalega Crash Band- icoot og Jak & Daxter stend ur nú í ströngu við gerð stórleiks fyrir PlayStation3. Drake's Fortune heit- ir hann og svipartil Indiana Jones-mynd- anna. Eitt stærsta söluatriði leiksins mun verða grafíkin, og þá sérstaklega andlit karakteranna. En mikið hefur verið lagt í svipbrigði þeirra. Nýjar Macbook-tölvur , Apple uppfærði í vikunni Macbook urnar. Státa <==^'- — r,--- ~-w þær nú af Santa Rosa-kubbasettinu frá Intel ásamt hraðari Core2 Duo-örgjörvum og allt að 4gb í vinnsluminni. Það er ekki það eina því nýir skjáir eru á þeim og er 15“ útgáfan komin með LED- baklýsingu, rétt eins og Steve Jobs lofaði í seinasta mánuði. Orvhenta hetjan Link úr Zelda-leikjunum er ásamt Mario og Donkey Kong einn stærsti karakterinn frá Nintendo og einn þekktasti tölvuleikjakarakter allra tíma. Fyrsti leikurinn kom út árið 1986 á Nintendo-leikjatölvuna, en hann og síðari útgáfur hans hafa selst í yfir 47 milljón um eintaka. Eitt af því sem gerir Link sérstakan er sú staðreynd að hann er örvhentur. Megabæt Ný könnun: Sífellt yngri leikjafíklar Fólk hefur alltaf grunað að leikja- unnendur séu sífellt að yngjast og nú hefur það verið staðfest í formlegri könnun vestanhafs. Samkvæmt niður- stöðum könnunar NPD Group, sem sérhæfir sig í hvers- konar markaðsrann- sóknum, hefur með- alaldur barna sem neytenda rafrænnar afþreyingar lækkað úr 8,1 niður í 6,7 ár. Það þýðir að börn eru að meðaltali sjö ára gömul þegar þau hætta að vera börn og verða neytendur. Stærsti hlutinn af raf- tækjaeign barnanna, eða um 39 prósent, eru hinar sí- vinsælu lófaleikjatölvur á borð við PSP og Nintendo DS. I öðru sæti eru ferðageislaspilarar með 30 prósent, hefðbundnar leikjatölvur með 29 prósent og svo sjónvarps- tæki með 28 prósent. [ könnun NPD Group kom fram að 73 prósent barna gláptu á sjónvarp að staðaldri, 69 prósent notuðu borðtölvur, 58 prósent nýttu sér DVD- spilara og nákvæm- lega helmingur þeirra lék sér í leikjatölvum. „Krakkar laðast að nýjustu og flottustu tækjunum alveg eins og foreldrar þeirra gera,“ sagði Anita Frazer hjá NPD Group þegar niðurstöður könnunarinnar voru kynntar. „Þau virðast alveg óhrædd við tækni, tileinka sér hana auðveldlega og gera tæknina að hluta af hversdagslífi sínu.“ Álfelgur oukabúnaður á mynd. Nýr 2007 Renault Trafic stuttur disel. Skilrúm með glugga, plata í botni ofl. Listaverð með þessum búnaði 2.619.480,- með vsk. Okkar verð: 2.228.550,- með vsk 1.790.000,- án vsk. Þú sparar um 390 þúsund. www.sparibill.is Væntanlegir leikir: Kveðjið félagslífið og konuna! Gígabæt í sumar og vetur mun verða mik- ið um dýrðir hjá leikjaunnendum, enda eru margir stórleikir á leið- inni fyrir allar leikjatölvurnar. Til þess að vekja aðeins upp hungrið í tölvuleikjaunnendum taldi 48k rétt að taka saman lista yfir væntanlega stórleiki sem munu án efa slá í gegn. Löng bið á enda Þegar PlayStation3 kom fyrst á markaðinn í mars voru nokkrir stórgóðir leikir sem neytendur gátu fjárfest í en fljótlega eftir það kom upp allsherjar-þurrkur og víða um heim standa PS3-tölvurnar óhreyfð- ar þar sem leikjaúr- valið hefur verið af skornum skammti. Nú sér loksins fyrir endann á þessu og stórleikirnir bíða í röðum eftir því að komast í hillurnar. Fyrst ber að nefna drekaleikinn mikla Lair. 1 leiknum svífa menn skýjum ofar á baki dreka og berjast við aðra dreka og knapa þeirra. Seinna á árinu mun síðan Snake sjálfur skjóta upp sínum úfna og gráa kolli í leiknum Metal Gear Solid: Guns of the Patri- ots. Snake og PlayStation tengjast sterkum böndum og er víst að marg- ir bíða með öndina í hálsinum eftir því að feta í fótspor Snake, sem lítur út fyrir að hafa elst ansi hratt. Feitir, ítalskir pípulagningamenn Menn geta sagt ýmislegt um Nin- tendo Wii. Barnaleg spilun, léleg grafík en tölvan er enn sem komið er ótvíræður sigurvegari í leikjatölvu- stríðinu mikla. Nintendo-menn og -konur bíða væntanlega í ofvæni eft- ir Super Mario Galaxy, enda hefur þybbni ítalski píparinn óheyrilega stóran aðdáendahóp á bak við sig. I þessum leik skoppar hann á milli plánetna til að bjarga hinni ósjálf- bjarga Peach prinsessu sem virðist varla geta lyft upp vasaklút án þess að henni verði rænt. Þeir fáu Nin- tendo-spilarar sem falla ekki fyrir Mario geta hins vegar horft hýru auga til Metroid Prime 3: Corrupti- on sem mun án efa seljast vel þegar hann loksins mætir í búðirnar. Það væri þá kannski að Wii fengi loksins alvöru skotleik sem væri hannaður frá upphafi fyrir stjórntæki Wii. Bioshock lofar góðu Xbox3óo státar af hvað mestu leikjaúrvali enda er sú tölva búin að vera mun lengur á markaðnum en samkeppnisaðilarnir. Þeir leik- ir sem eru hvað mest spennandi af væntanlegum leikjum Xboxsins eru, merkilegt nokk, skotleikir. Fyrst ber að nefna Halo 3 sem margur Xbox-maðurinn heldur vart vatni yfir af spenningi. Bioshock er annar leikur sem vert er að hafa augun op- in fyrir. 1 honum er vettvangurinn drungaleg neðansjávarveröld þar sem allt er hreinlega að fara til fjand- ans. Þetta er leikur sem mun án efa verða einn af leikjum ársins. Leikur ársins? Alveg frá því að fyrsti GTA-leik- urinn í þrívídd stökk fram á sjón- arsviðið á PS2 hefur hvers nýs leiks verið beðið með álíka eftirvæntingu og endurkomu Krists. Æðisleg tón- list tengd við ákveðin tímabil, pott- þétt stjórntæki og yndislega siðlaus spilun hefur gert það að verkum að Grand Theft Auto er ein stærsta leikj- asería síðari ára. Nú mun fólk ekki lengur geta kvartað undan slakri grafík því Rockstar hefur sett mark- ið ansi hátt og svei mér þá ef þeir eiga ekki eftir að hitta naglann á höf- uðið og skila framúrskarandi grafík. Nú kveður við nýjan tón í leikjaser- íunni þar sem PS3- og Xbox3óo-unn- endur munu samgleðjast yfir því að fá leikinn á sama tíma en PC-menn þurfa að bíða ögn lengur eftir að læsa sínum Windows-væddu kruml- um i hann. Hefndarandinn klikkar Skúlagötu 17 Sími: 577 3344 Fyrst kemur teiknimyndasagan. Hún er skemmtileg, karakterinn er áhugaverður og maður vill lesa meira eftir að blaðið klárast. Svo kemur bíómyndin. Hún á að koma öllu fyrir á silfurtjaldinu sem gerði teiknimyndasöguna svona eftirminnilega, oftar en ekki mis- heppnast það hrapallega. Svo kemur tölvuleikurinn, gerður eftir slæmri bíómynd, og skilur ekkert eftir sig nema pirring því karakternum sem maður elskaði svo mikið úr teikni- myndasögunni hefur verið klúðrað rosalega. Þetta er ákveðið ferli sem endur- tekur sig reglulega, Fantastic Four og Hulk eru góð dæmi og nú nýlega Ghost Rider. Leikurinn er gerður eftir Marvel-sögunni, en karakter- inn er þó langt frá því að vera einn sá þekktasti sem komið hefur frá Marvel. Ghost Rider er svokölluð anti-hetja, venjulegur maður and- setinn af illum anda frá sjálfum djöflinum, og hann verður að refsa Ghost Rider Playstation 2 Elias R. Ragnarsson elli@bladid.net =41% hinum seku hvort sem honum líkar betur eða verr. Slík saga býður upp á dimman leik, þar sem spilandinn hefur ofurkrafta sem hann beitir gegn illum djöflum. Hins vegar er fátt gott hægt að segja um sjálfan leikinn. Hann er einfaldur og endur- tekur sjálfan sig. Hann er í rauninni eins og God of War fátæka manns- ins með smá keim af The Devil May Cry. Það hljómar þó eins og góð blanda, en einhvern veginn tókst framleiðendunum að klúðra þessu. Grafíkin er flöt og borðin eru alltaf eins, spilunin endurtekur sig. Hljóð- ið er einfalt, urr í vondu köllunum og hljóð í keðju Ghost Rider verða þreytandi til lengdar. Það þarf bara að hugsa um Ghost Rider, ekki sem leik heldur sem aukahlut við bíómyndina. Með því að klára leikinn er t.d. hægt að opna lítil myndskeið um gerð myndarinn- ar. Það er þó engan veginn nóg til að réttlæta svona slæman leik.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.