blaðið - 07.06.2007, Síða 28

blaðið - 07.06.2007, Síða 28
Vesturdeildin Austurdeildin Frammistaöa í Urslitaeinvígi NBA hefst í nótt FIMMTUDAGUR 7. JUNI 2007 blaöiö íþrótti ithrottir@bladid.net Skeytin ; alsarinn Va Guðmund- ur Bene- diktsson mun ekki hverfa af slg'ánum þótt enski boltinn hafi flust yfir á Sýn. Guð- mundur hefur verið ráðinn yfir til Sýnar auk þess sem Hans Steinar Bjarnason hefur verið ráðinn í fullt starf á stöðinni. Því er líklegt að íslenskir þulir muni sjá um að lýsa öllum leikjum frá Englandi. A Iþróttafréttamenn Sýnar, með Þorstein Gunnarsson fremstan í flokki, gagnrýndu á sínum tíma SlgáSport harðlega fýrir að sýna leiki með enskum þulum. Franski miðjumaður- innFranckRibery mun í dag ganga tilliðsviðþýska stórveldið Bayern Munchen.Ribery / ' | hefur verið einn eff irsóttasti leikmaður Evrópu og þarf Bayern að punga út litlum tveimur milljörðum króna fyrir kantmanninn knáa. Bayern olh miklum vonbrigðum í vetur og hafn- aði í fjórða sæti þýsku deildarinnar. Það á ekki að gerast aftur, því auk Ribery hefur liðið tryggt sér ítalska landshðsframherjann Luca Toni. Hinn nýráðni knattspyrnu- stjóri Juventus, Claudio Ranieri, vill fá enska miðju- manninn Frank Lampard til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Þeir störfuðu áður saman þegar Ranieri stjórnaði Chelsea. Lampard á í samningavið- ræðum við Chelsea, en þær hafa gengið iha og því er ekki útilokað að hann yfirgefi Stamford Bridge. Ta i lalsmaður Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, útnefndi á dögunum áhangendur Liverpool þá verstuíheimií kjölfar óláta fýrir og eftir leik liðsins gegn AC Milan í úrslitaleik Meist- aradeildarinnar. Stuðningsmenn hðsins hafa tekið þessum ásökun- um illa og fleiri hafa komið liðinu til varnar. Michel Platini, forseti UEFA, neitaði þessu í gær og Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hefur gengið svo langt að kalla tals- manninn, William Gaillard, trúð. SINNUM hafa þeir Robert Horry og Steve Kerr hampað NBA-titl- inum á 12 árum. Þeir hafa aldrei spilaðsaman, né hafa þeir verið valdir í hinn árlega stjörnuleik. Kerr hampaði titlinum 1996-1999 og 2003. Horry var í sigurliði 1994,1995, 2000-2002 og 2005. Báðir unnu þeir deildina þrisvar sinnum í röð undir stjórn Phil Jackson. SINNUM hefur Boston Celtics orðið NBA-meistari. Á árunum 1957-1969 komst liðið 12 sinnum í úrslit og varð 11 sinnum meistari, þar af vann liðið átta ár í röð 1959-1966. Síðastvarð Celtics meistari 1986 en liðið hefur ekki komist í úrslit síðan 1987. LeBron vs. San Antonio San Antonio sigurstranglegra Sóknarleikurinn ræöur úrslitum Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar hefst í kvöld þegar San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers mæt- ast á heimavelli fyrrnefnda liðs- ins. San Antonio er sigurstrang- Iegra liðið í einvíginu. Liðið hefur þrívegis orðið meistari á undan- förnum átta árum og sjaldan eða aldrei hefur liðið teflt fram jafn- sterku liði. Nægir að nefna Tim Duncan, Mano Ginobili og Tony Parker sem mynda eitt magnað- asta tríó deildarinnar. Cleveland er hins vegar í fyrsta skipti í úrslitum deildarinnar, fyrst og fremst fyrir tilstilli galdramanns- ins LeBron James sem borið hefur liðið á herðum sér. Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari íslandsmeistara KR og 18 ára landsliðs karla, telur að San Antonio vinni einvígið, 4:2. „Ef maður ber saman liðin, reynslu þjálfaranna og fleiri hluti, þá ætti þetta að verða sigur San Antonio. Ég held samt að Cleveland eigi eftir að stríða þeim svolítið. Þeir hafa engu að tapa og eru með bull- andi sjálfstraust. Það dugirþeim ekki til að verða meistarar, en þeir eiga eftir að vinna tvo leiki.“ Allra augu munu beinast að LeBron James í einvíginu. Maður- inn hefur verið óstöðvandi í vetur og skorað 27,3 stig að meðaltali í leik. San Antonio kemur ugglaust til með að leggja höfuðáherslu á að stöðva hann í sókninni, en Benedikt segir að það geti reynst varasamt að einblína um of á LeBron. „Það er spurning hvað liann getur dregið vagninn einn síns liðs. Það sást í einvíginu gegn Detroit þegar aðrir leikmenn voru skildir eftir. Þá opnuðust dyrnar fyrir mann eins og Daniel Gibson. Þannig að San Antonio þarf að finna betri lausn en Detroit,“ segir Benedikt. Hann telur jafnframt að Litháinn Zydr- unas Ilgauskas og Larry Hughes komi til með að spila veigamikla rullu í liði Cleveland, þótt sá síðarnefndi hafi átt við meiðsli að stríða og ekki náð að leika af fullri getu. Bæði liðin eru talin vera meðal fimm sterkustu varnar- liða í deildinni og því kemur sóknarleikurinn til með að ráða úrslitum í einvíginu. Þar telur Bendikt San Antonio hafa vinn- inginn. „Jafnvægið í þeirra sókn- arleik er nánast fullkomið. Þeir eru með mjög góða skotmenn, sterka menn undir körfunni og svo Tony Parker sem getur brot- ist upp að körfunni. Cleveland er svo sem með ágætis varnarlið en þeir hafa ekki þetta vopnabúr í sókninni sent San Antonio hefur yfir að ráða.“ Fastlega er búist við því að Tim Duncan verði valinn leikmaður úrslitakeppninnar, en Benedikt veðjar á Tony Parker. „Ég hugsa að LeBron verði besti maðurinn í þessu einvígi, en það er alltaf valinn leikmaður úr sigurliðinu. Ég ætla að tippa á Tony Parker. Duncan er líklegasti kandídatinn, en ég held að Parker eigi eftir að eiga svakalega seríu í ár.“ NBA úrslitin 2007 SAN ANTONIO SPURS Meistarar 2000, 2003, 2005 CLEVELAND CAVALIERS / úrslitum í fyrsta sinn San Antonlo 4-1 Denver Detroit 4-2 Orlando Utah 4-3 Houston Cleveland 4-1 Washington Oakland 4-2 Dallas Chicago 4-0 Miami Phoenix 4-1 L.A. Lakers New Jersey 4-2 Toronto 8 liða úrslit Utah 4-1 Oakland Detroit 4-2 Chicago San Antonio 4-2 Phoenix Cleveland 4-2 New Jersey Undanúrsiit San Antonio 4-1 Utah Cleveland 4-2 Detroit Leikiö í SAN ANTONIO Í Úrslitaleikur NBA Leikið í Cleveland 7, 10, 19*, 21* júní *Ef þörf krefur 12, 14, 17* júní Stig skoruð í leik 97.9 90.9 Sókn Stoösendingar 20.6 17.8 Fráköst 29.4 32.1 Vörn Varin skot 5.9 3.6 Stolnir boltar 7.4 7.4 Stig fengin á sig 94.5 I I 86.7 © GRAPHIC NEWS I Félag Skrúögaröyrkjumeistara HELLULOGN www.meistari.is Stjömurnar mætast - TIM DUNCAN Aldur: 31 árs Hæð: 2,11 metrar Þyngd: 118 kg. Staða: Framherji/miðherji Stig að meðaltali I leik: 20 Gælunafn: The Big Fundemental og Merlin NBA-ferill: 1997: Valinn fyrstur í fyrstu umferð nýliðavalsins af San Antonio frá Wake Forest-háskólanum. 1999: Besti leikmaður úrslitakeppninnar, varð NBA-meistari með San Antonio. Var valinn i bandaríska landsliðið, en missti af Ólympíuleikunum í Sydney vegna meiðsla. 2002: Leikmaður ársins og besti leikmaður úrslitakeppninnar. 2003: Leikmaður ársins, varð NBA-meist- ari með San Antonio. 2004: Varvalinn í bandaríska landsliðið sem hlaut bronsið á Ólympíuleikunum I Aþenu. 2005: Besti leikmaður úrslitakeppninnar, varð NBA-meistari með San Antonio. 1998-2005: Valinn í lið ársins. LEBR0N JAMES Aldur: 22 ára Hæð: 2,03 metrar Þyngd: 109 kg. Staða: Framherji Stig að meðaltali í leik: 27,3 Gælunafn: Hinn útvaldi og King James NBA-ferill: 2003: Valinn fyrstur í fyrstu umferð nýliðavalsins af Cleveland frá St. Vincent - St. Mary-framhaldsskólanum í Akron í Ohio-fylki, aðeins 18 ára gamall. 2004: Nýliði ársins. Var valinn í bandaríska landsliðið sem hlaut bronsið á Ólympíuleik- unum í Aþenu. 2006:1 liði ársins. Var valinn í bandaríska landsliðið sem hlaut bronsið á HM í Japan.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.