blaðið - 07.06.2007, Page 34
34
FIMMTUDAGUR 7. JUNI 2007
blaðiö
Tatty Devine
f versluninni Tatty Devine í London er hægt aö fá geggjaða skartgripi og þeirra á
meðal flott nafnahálsmen í ýmsum útfærslum ásamt öðrum afar frumlegum munum.
Þeir sem ætla að leggja leið sína til London ættu að kíkja inn, en verslunin er staðsett
á tveimur stöðum í Lundúnaborg. Kíkið á www.tattydevine.com.
Nystirni vikunnar Hljómsveitin Savant
var valin nýstirni vikunnar af útvarps-
stöðinni RVKFM 101,5. Mynd/Colli
Mikið gefin fyrir
krimmamyndir
Katrín Júlíusdóttir þingkona
gefur sér sjaldan tíma til þess að
skreppa í kvikmyndahús borgar-
innar. „Varðandi bíóferðir kemur þú
að mjög tómum kofanum. Ég fer að
skella mér í bíó þegar um hægist
á ný. Ég man bara alls ekki hvaða
mynd það var sem ég sá síðast, en
annars er ég nú mikil kvikmynda-
kona og þá aðallega gefin fyrir
krimma- og spennumyndir. Svo er
John Wayne í miklu uppáhaldi.“
Tekur bíómyndir
í syrpum
Bassaleikari Sprengjuhallarinnar,
Georg Kári Hilmarsson, á erfitt
með að muna hvenær hann skellti
sér síðast í bíó. „Jesús minn. Jú...
nei. Vá, bíddu. Heyrðu, ég sá síð-
ast myndina School for Scoundr-
els. John Heder lék aðalhlutverkið
og ég hló alveg svakalega mikið.
Maður þarf ekki annað en að sjá
gaurinn til þess að hlæja. Annars
tek ég bíómyndir í syrpum, enda
bókmenntir nútímans.
Nýstirni vikunnar hjá RVKFM 101,5
Hljómsveitin Savant var valin
nýstirni vikunnar af útvarpsstöð-
inni RVKFM 101,5 að þessu sinni, en
stöðin fær send lög frá íslenskum
böndum og fellur titillinn nýstirni
vikunnar ákveðnu bandi í skaut
vikulega.
Savant er ungt band en drengirnir
hafa spilað saman í rúmt ár og segj-
ast þeir vera frekar rólegir í tíðinni
og vilja fyrst og fremst hafa gaman
af því að spila góða tónlist.
Bandið áhugamálið
„Þetta er meira bara áhugamál
hjá okkur. Við æfum sjaldan og er-
um meira í þessu til þess að hafa
gaman en annað. Við höfum ekki
spilað mikið herna heima en ætli
við höfum ekki tekið einhverja tíu
tónleika á síðasta ári og stefnan er
að gera meira af því,“ segir Gestur
Reynisson, trommari Savant, en auk
hans skipa Sigurður Óskar Pálsson,
Gunnlaugur Reynisson, Brynjar
Gunnarsson og Atli Már Oddsson
hljómsveitina.
„Við höfum spilað saman í eitt ár
og spilum eiginlega bara svona rokk
og ról, það er eiginlega best að lýsa
því þannig. Við erum annars ekkert
uppteknir af ákveðinni stefnu en það
er kannski best að lýsa því þannig að
þetta sé blúsað rokk. Við byrjuðum
að spila saman ég og Siggi gítarleik-
ari en við erum búnir að spila saman
í nokkur ár og hljómsveitin myndað-
ist svo smám saman. Við fundum
söngvarann á síðasta ári og það hef-
ur gengið ljómandi vel að spila sam-
an síðan. Við höfum fæstir verið að
spila með öðrum böndum en söngv-
arinn var þó í annarri hljómsveit
sem heitir Atari, minnir mig.“
Vinir sem koma saman
Aðspurður um fyrirmyndir
kveðst Gestur eiga erfitt með að
nefna ákveðin nöfn enda vilji hann
helst ekki gera upp á milli góðra
manna. „Við reynum líka auðvitað
að vera sjálfstæðir og erum ekkert
að líkja okkur við aðra, en ætli við
horfum ekki svolítið til hljómsveita
sem spiluðu gamalt og gott rokk.“
Gestur segir mikið af efnilegum
tónlistarmönnum á íslandi þó að
það beri meira á sumum en öðr-
um. „Tónlistarbransinn á Islandi
er mjög góður, fjölbreyttur og
sterkur á mörgum sviðum. Það er
mikið að gerast og mikið af efni-
legu fólki. Það eru ákveðin bönd
sem skara fram úr í rokkinu eins
og Dr. Spock og Brain Police sem
eru áberandi en svo eru bara svo
margir í góðum gír. En við fílum
kannski síst tónlist eins og rapp og
hipphopp og þykir mér ólíklegt að
við tökum einhvern tímann upp á
því að fara að flytja slíka tónlist, þó
ég hafi ekkert á móti henni."
Langar úr iandi
Savant hefur ekki lagt mikið upp
úr því að fara út fyrir landsteinana
til þess að flytja tónlist sína en
Gestur segir að það væri draumur.
„Okkur langar að taka túr erlendis
þó það væri ekki nema taka helgi
og helgi og spila einhvers staðar.
En það kemur kannski að því ef
við verðum í plötuhugleiðingum
einhvern tímann en það er ekkert
á döfinni í bráð. Við erum bara
nokkrir vinir sem koma saman og
spila.“
hilda@bladid.net
Ekkert persónulega
illa við hipphopp
Hlaupa í skarðið
Philip Baker Hail
Hefur leikið í nánast öllum þáttum um lög-
fræðinga eða rannsóknarlögreglumenn.
Hæfiieiki: Fær fólk til þess að efast um
sjálft sig á augabragði.
Staðgengill: Er James Coburn fátæka
mannsins.
William Fichtner
Var eitt mesta illmennið í Prison Break en
hefur einnig verið í hundruðum annarra
mynda og þátta.
Hæfileiki: Getur misnotað vald sitt betur
en allir aðrir.
Staðgengill: Kemur í stað Kevin Bacon.
Það er ekki alltaf hægt að fá stjörnu til þess að taka að sér hlutverk í
kvikmynd. Stundum þurfa framleiðendur aö sætta sig við lítt þekkta leikara
sem koma kunnuglega fyrir sjónir en fáir geta munað hvað heita.
John Heard
Er einna eftirminnilegastur sem pabbinn
í Home Alone en Heard hefur verið í auka-
hlutverkum allt sitt lif.
Hæfileiki: Honum fer það sérstaklega vel
úr hendi að vera auka.
Staðgengill: Tim Allen.
Stephen Tobolowski
Einhverjir kannast líklega við hann úr Dead-
wood, Memento, Groundhog Day, Murder
in the First og Thelma & Louise.
Hæfileiki: Fáir geta veriö jafn hryllilega
óþolandi og þessi.
Staðgengill: William H. Macy.
David Morse
Hefur leikið í myndum á borð við The
Rock, 16 Blocks og The Green Mile.
Hæfileiki: Morse hefur þann einstaka
hæfileika að geta litið út fyrir að vera
alltaf að missa stjórn á sér.
Staðgengill: Russel Crowe fátækra.
a
Fjarnám allt árið!
Skráning á sumarönn 2007
Skráning fer fram 25. maí til 10.júní á heimasíðunni www.fa.is/fjarnam