blaðið - 19.06.2007, Side 1

blaðið - 19.06.2007, Side 1
Enginn sumarsmellur : I sögufrægu húsi „Það er ekkert sumar í ár,“ segir i Þórunn Eyvindardóttir er fram- l Höskuldur Höskuldsson hjá i kvæmdastjóri Skaftfells á | Senu en hætt hefur verið við i Seyðisfirði sem er menningar- 1 að koma út plötunni Svona er i miðstöð myndlistar og til húsa ^ sumarið. Verða engir sumar- ; í sögufrægu húsi frá því um m smelliríár? i aldamótin 1900. Flutningabílstjórinn Guðrún Kristín Einarsdóttir er flutningabílstjóri og finnst það mjög skemmtilegt starf. Hún segir að léttara sé að keyra stóra bíla en litla og það betur ; borgað starf. SÉRBLAÐ »13-28 111. tölublað 3. árgangur þriðjudagur 19. júní 2007 FRJALST, OHAÐ & OKE' Heimasíða samtaka áhugafólks um spilafíkn fær þúsundir heimsókna: Um 1000 á ári leita til samtaka um spilafíkn ■ Aðstandendur leita til samtakanna ■ Spilafíklar með milljóna skuldir á bakinu Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Um 3000 manns, spilafíklar og aðstandendur, hafa haft samband við SÁS, Samtök áhugafólks um spila- fíkn, frá því að samtökin voru stofnuð fyrir rúmum þremur árum. Stofnandi samtakanna, Júlíus Þór Júlíusson, telur að spilafíklarnir séu margfalt fleiri. Hann segir pókermótið sem haldið var á dögunum það sama og að skvetta olíu á eld spilafíknarinnar. „Unga fólkinu þykir þetta spennandi en það er elcki hægt að líkja þessu við bridds eða skák eins og gert var. Pókermótið var ekkert annað en að skvetta olíu á eldinn." í haust ætla samtökin að veita spilafíklum stuðn- ing sem felst í ráðgjöf sálfræðings og úttekt á fjár- hagsstöðunni áður en sjálf stuðningsviðtölin hefjast. „Spilafíkillinn getur ekki komið í viðtöl með fleiri milljóna króna skuld á bakinu og geggjaða aðstand- endur. Fyrst verður að gera ættingjum og vinum, sem gengist hafa við ábyrgð og standa frammi fyrir gjaldþroti vegna spilafíkilsins, grein fyrir fjárhags- stöðunni," segir Júlíus sem sjálfur hafði spilað í 15 ár og skuldaði háar upphæðir þegar hann hætti fyrir fjórum árum. Hann kveðst gæta sín á að koma ekki að neinu sem tengist fjárhættuspili. „Fyrsta árið setti ég mér auðvitað ýmis markmið, eins og til dæmis að láta aðra sjá um mín fjármál. Mér var hálfpartinn skammtaður peningur. Ég fór ekki inn á staði þar sem voru spilakassar. Ég kaupi hvorki lottómiða né happdrættismiða og ég læt konuna mína sjá um að styrkja ýmis happdrætti í kringum jólin.“ Heimsóknir á heimasíðu samtakanna eru orðnar rúmlega 68 þúsund frá því að hún var sett upp í maílok í fyrra. „Ýmsir eru auðvitað að skoða síðuna en við verðum að taka mark á þessu. Þetta er engin skemmtisíða og þetta hlýtur þess vegna að segja sína sögu,“ leggur Júlíus áherslu á. FRÉTTIR » 6 100 prósenta munur á GSM-greiðslunum Um 100 prósenta munur er á gjaldi fyrir að leggja í bílastæði milli þeirra tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á greiöslu bíla- stæðagjalda í gegnum farsíma. Gjaldið er 59 krónur hjá Símstæðum en 30 krónur hjá Farsímagreiðslum. FRÉTTIR » 2 Milljón fyrir setu á þingi og í borginni Árni Þór Sigurðsson fær rúmlega milljón á mánuði í þingfararkaup og setu í borg- arstjórn. Hann lækkar þó umtalsvert í launum þegar hann hættir í borgarstjórn. Blaðið skoðar laun þeirra sem bæði sitja á þingi og í bæjarstjórnum landsins. FRÉTTIR » 8 Fjölmenning á Fellaborg Um helmingur barnanna á leikskólanum Fellaborg í Efra-Breiðholti er af erlendum uppruna og um 40 prósent starfsmannanna. Aðstæðurnar í Fellaborg eru dæmi um þá gríðarlegu breytingu sem orðið hefur á skömmum tima á skólasamfélaginu í Reykjavík. FRÉTTIR » 4 Lét stela slæmu einkunnunum Sextán ára nemandi í Berlín er í haldi lögreglu eftir að hann fékk tvo vini sína til að ráðast inn í skólastofu í þeim tilgangi að stela einkunnaskjölum, þar sem hann hafði áhyggjur af því að þurfa að endurtaka skólaárið vegna slælegs námsárangurs. „Nemandinn hélt í fullri alvöru að hann gæti komist hjá því að endur- taka skólaárið ef hann gæti fengið einkunnaspjöldin til að hverfa," sagði talsmaður lögreglunnar í gær. Nemandinn sat þögull í skólastof- unni þegar fjórtán og fimmtán ára félagar hans réðust inn í stofuna, kröfðust einkunnaskjalanna og hótuðu kennaranum með stálröri. Öðmm nemendum tókst þó að yfir- buga drengina og voru þeir snöggir að benda á að vinur þeirra hefði 1 skipulagt verknaðinn. NEYTENDAVAKTIN Verð á ís með dýfu TT ísbúð Krónur Brynja, Akureyri 220 ishöllin v/Melhaga 250 Bettís v/Borgarholtsbraut 260 Skalli v/Hraunbæ 260 isbúð Vesturbæjar v/Hagamel 270 fsbúðin Álfheimum 280 Verö á stórum ís í brauðformi m/dýfu UoDlvsinaar frá Nevtendasamtökunum GENGI GJALDMIÐLA SALA % gm usd 62,41 -0,14 ▼ GBP 123,66 0,08 ▲ 5S dkk 11,24 0,15 ▲ • JPY 50 -0,28 ▼ m EUR 83,68 0,14 ▲ GENGISVÍSITALA 113,52 0,04 A. ÚRVALSVÍSITALA 8.164,23 -0,20 ▼ VEÐRIÐ Í DAG SÓ FADAGAR! OÍÚTÚð Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15 Reykjavík: Mórkin 4, s: S33 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 4G2 3504 fcgilsstaðir: Miðvangur 1, s: 471 2954

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.