blaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 blaöiö INNLENT MINKAVEIÐAR Skytta skaut sig í fótinn Skotveiöislys varð í í Hvalfjarðarsveit í síðustu viku þegar minkaveiðimaður fékk skot i lærið, samkvæmt frétta- vefnum mbl. Skot hljóp af misgáningi úr byssu mannsins þar sem hann var við minkaveiðar. Að sögn lögreglunnar á Akranesi voru meiðsl mannsins smávægileg. DÓMSMÁL Gæsluvarðhald framlengt Karlmaður sem hefur verið ákærður fyrir fjölmörg auðgunar- og fjármunabrot, fíkniefna- og umferðarlagabrota, auk brota gegn valdstjórninni sætir gæsluvarðhaldi uns dómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til 27. júní. I úrskurð- inum segir að ákærði sé í mikilli óreglu og án atvinnu. BYSSUMAÐUR Ekki siysaskot í Hnífsdal Rannsókn í máli byssumannsins í Hnífsdal miðar ágætlega og er búist við að henni Ijúki á næstu dögum samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum. Þann 8. júni yfirbugaði sérsveit Ríkislögreglustjóra mann- inn á heimili sínu. Hann skaut í átt að eiginkonu sinni. Táningur dæmdur: Stakk með hnífi í bak annars Nítján ára karlmaður, Arnar Valur Valsson, var í gær dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og greiðslu 1,7 milljón króna skaða- bætur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps með því að stinga annan mann með hnífi í bakið með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulega áverka. Arnar Valur var jafnframt dæmdur fyrir þjófnað og tilraun til nytjastuldar. Hæstiréttur þyngdi með þessu fimm ára dóm sem Arnar Valur hlaut í Héraðs- dómi Reykjaness. Árásin átti sér stað í maímán- uði á síðasta ári fyrir utan hús í Hafnarfirði og játaði Arnar Valur í öllum tilvikum þá háttsemi sem honum var gefið að sök. 1 dómi Hæstaréttar segir að þó að að- dragandi árásarinnar hefði verið skammur yrði ekki litið fram hjá þeim ásetningi sem bjó að baki för Arnars Vals á fund fórnarlambsins, vopnaður hættulegum hníf. NEYTENDASAMTÖKIN Neytendasamtökin auglýsa eftir skrifstofuhúsnæði undir starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu. Leitað er að húsnæði með góðu aðgengi fyrir fatlaða. Það þarf að rýma um 8 vinnustöðvar og góða fundaraðstöðu. Húsnæðið þarf að vera laust í nóvember nk. Upplýsingar veitir Þuríður Hjartardóttir, th@ns.is, sími 5451208. SKÚTUVOGUR 4 | I04 REYKJAVIK | SÍMI 581 2I2I | www.rbv.is Fjölmenningarleikskóli Börnin á Fellaborg koma frá ýmsum löndum. Sú staðreynd breytir leik- skólastarfinu að vissu leyti. Börnin á leikskólanum Fellaborg Helmingurinn af erlendum uppruna ■ Gríðarleg breyting ■ Myndræn skilaboð ■ Telja alla græða Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Um helmingur barnanna á leikskól- anum Fellaborg í Efra-Breiðholti er af erlendum uppruna og um 40 pró- sent starfsmannanna. Aðstæðurnar í Fellaborg eru dæmi um þá gríðar- legu breytingu sem orðið hefur á skömmum tíma á skólasamfélaginu í Reykjavík. Á einum áratug hefur fjöldi nem- enda í grunnskólum í Reykjavík með annað móðurmál en íslensku þrefald- ast og er nú um 4,5 prósent, að því er kom fram í þjóðhátíðardagsræðu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs. f Austurbæjarskóla og Fellaskóla eru 23 prósent nemenda af erlendum uppruna. f Ieikskólum í Efra-Breiðholti eru leikskólabörn af erlendum uppruna 28 prósent, að því er Björn greindi frá, og eru þau flest þar. „Hér eru 53 börn og um helmingur þeirra er af erlendum uppruna,“ segir Sólveig Dögg Larsen, aðstoðar- leikskólastjóri á Fellaborg. Erlendu börnin eru frá Filippseyjum, þaðan sem flest þeirra koma, Tæandi, Pól- landi, Marokkó og Serbíu. Þessi fjöldi erlendra barna breytir auðvitað leik- skólastarfinu að vissu leyti, að sögn Sólveigar. „Við þurfum að kynna okkur menningu þeirra og taka tillit til hennar varðandi ýmis atriði. Sumir erlendu foreldranna eru ekki vanir útiveru barna á veturna auk þess sem mataræðið er frábrugðið. Það gætir einnig oft tungumálaörðug- leika. Við þurfum að fá þjónustu túlka í mörgum tilfellum og látum þýða skilaboð til foreldranna en við komum einnig skilaboðum til þeirra á myndrænan hátt. Þá hengjum við til dæmis upp myndir í fataherberg- inu af matnum sem börnin borða og eins myndir frá ferðalögum sem við förum í,“ greinir Sólveig frá. Hún segir starfsmenn einnig hafa aflað sér aukinnar þekkingar á mál- töku barna á öðru tungumáli en móðurmálinu. „Þau eru rosalega fljót að læra íslensku en við þurfum í upphafi að einfalda samverustundir með þeim og sýnum þeim þess vegna myndir með sögunum sem Læra af börnum fráöðrum menningarheimi Sólveig Dögg Larsen aðstoöarleikskólastjóri. við segjum þeim og setjum orð á athafnir.“ Aðspurð hvort þessi einföldun komi niður á íslensku börnunum kveðst Sólveig ekki hafa orðið vör við það. „Þau læra af því að vera með börnum frá öðrum menningarheimi. Við höldum að allir græði á þessu.“ Erlendu starfsmennirnir á Fella- borg eru frá Póllandi, Egyptalandi, Serbíu og Englandi og tala allir ís- lensku, að sögn Sólveigar. Erlendu leikskólabörnin í Reykja- vík eru af um 80 þjóðernum og tala um 60 tungumál, samkvæmt upplýs- ingum frá menntasviði Reykjavíkur- borgar. Verið er að smíða vef um fjöl- menningu í leikskólum sem koma á til móts við starfsfólk auk þess sem gefnir hafa verið út bæklingar fyrir erlenda foreldra. Flokkur Sarkozy sigrar í frönsku þingkosningunum: Royal og Hollande skilja Franski sósíalistinn Segolene Royal tilkynnti í gær að hún og Francois Hollande, formaður Sósíal- istaflokksins, hafi slitið samvistum eftir 25 ára samband. Royal seg- ist nú ætla að sækjast eftir því að taka við formennsku í flokknum af fyrrum sambýlismanni sínum á flokksþingi næsta árs. Royal og Hollande giftust aldrei, en eiga saman fjögur börn. I nýrri bók sem kemur út á morgun segir Royal að Hollande hafi átt í ástarsam- bandi við aðra konu og hún hafi beðið hann um að flytja út, að sögn til þess að sinna ástamálum sínum annars staðar. Royal tekur þó fram að þau hafi skilið í góðu og ræði enn saman. Tilkynning Royal hefur skyggt nokkuð á sigur UMP, flokks Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, í síðari umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru á sunnudaginn. Sig- urinn var ekki jafn mikill og búist var við í fyrstu, en Sarkozy segist hafa fengið skýrt umboð frá frönsku þjóðinni til þess að hrinda stefnu- málum sínum í framkvæmd. UMP hlaut 314 þingsæti af 577 í neðri de- ild Frakklandsþings, en sósíalistar 185. Kjörsóknin var með minnsta móti, eða rétt rúm sextíu prósent.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.