blaðið - 19.06.2007, Side 10
blaði
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfuiltrúi:
Árogdagurehf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Sérhagsmunir og
heildarhagur
Ummæli tveggja forystumanna Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegs-
mál í hátíðarræðum á þjóðhátíðardaginn benda til að í forystuliði flokks-
ins, sem fer með sjávarútvegsmál í ríkisstjórninni, sé verulegur ágrein-
ingur um fiskveiðistjórnina. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, talaði á
Isafirði fyrir svæðisbundnum sérhagsmunum. Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra lagði í ræðu sinni á Austurvelli meiri áherzlu á heildarhagsmuni
sjávarútvegsins.
Sturla telur framsal aflaheimilda milli verstöðva ógna sjávarbyggðunum.
Hann segir að vaxtarsvæði landsins, höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Mið-
Austurland, verði að „gefa eftir hlutdeildina í sjávarútvegi til þeirra lands-
hluta sem bezt geta nýtt fiskimiðin á hagkvæman hátt og skapað vinnu við
sjávarútveginn“.
Þessi ummæli þingforsetans virðast byggð á grundvallarmisskilningi á
kvótakerfinu. Með frjálsu framsali aflaheimilda fara þær til þeirra fyrir-
tækja, sem treysta sér til að nýta þær með hagkvæmustum hætti. Það getur
komið illa við hagsmuni einstakra byggðarlaga um lengri eða skemmri
tíma, en frjálsa framsalið er undirstaða hagræðingar í greininni.
Það er hægt að velja á milli þess að standa vörð um hagsmuni sérhverrar
sjávarbyggðar og þess, að tryggja hagkvæmni og góðan rekstur í sjávarút-
veginum í heild. Ef frjálsa framsalinu er fórnað, er dregið úr þessari hag-
kvæmni. Og vandséð er hvernig sjávarbyggðir í öðrum landshlutum en
þeim, sem forseti Alþingis situr á þingi fyrir, eiga að sætta sig við að „gefa
eftir hlutdeildina í sjávarútvegi" til þeirra, sem verr standa.
í nágrannaríkjum okkar í Evrópusambandinu, þar sem sjávarútvegur-
inn er rekinn í þágu byggðasjónarmiða fremur en sem hagkvæm atvinnu-
grein, tórir greinin á ríkisstyrkjum og -afskiptum og ár eftir ár eru tillögur
vísindamanna um hámarksafla virtar að vettugi, þannig að víða liggur við
hruni fiskstofnanna. Viljum við slíkt ástand hér?
Forsætisráðherra benti réttilega á það í þjóðhátíðarræðu sinni að þjóðin
væri nú betur í stakk búin til að takast á við áföll í sjávarútvegi en oftast
áður. Hún hefði betur efni á því að taka á sig byrðar, sem gætu létt róður-
inn til lengri tíma.
Samdráttur í aflaheimildum er ekki lengur það áfall fyrir þjóðarbúið,
sem hann var þegar t.d. þurfti að skera þorskaflann verulega niður fyrir
sextán árum, vegna þess að vægi sjávarútvegsins hefur minnkað hlutfalls-
lega. Hins vegar er aflasamdráttur auðvitað mikið vandamál fyrir byggðar-
lögin, sem eru að mestu leyti háð sjávarútvegi um afkomu sína.
Það er rétt hjá Geir Haarde að það er skylda ríkisvaldsins að koma byggð-
arlögum til hjálpar, „þar sem grundvöllur atvinnustarfsemi og samfélags
brestur“. En það á þá að gerast með staðbundinni og tímabundinni aðstoð,
ekki með því að kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfi, sem hefur í grundvall-
aratriðum reynzt vel. „ ,
' Olafur Þ. Stephensen
&
Gott til
enduivinnslu
Auglý&ingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsimi: 510 3700 Símbréf áfréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gott í garðinn
o
o
• Góður alhliða áburður.
• Hentarvel í 511 blómabeð, fyrir
matjurtir, skrautrunna og tré.
• Inniheldur öll helstu næringar-
og snefilefni.
• Berið á 3-4 sinnum yfir vaxtar-
tímann frá maí fram í miðjan júlí
5> CJ
AburdoruerHsmidjon
www.aburdur.is
Fæst í öllum helstu garðyrkju- og byggingavöruverslunum landsins
10
ÞRIÐJUDGUR 19. JÚNÍ 2007
blaAiA
Valdaskeið Verkamannaflokksins
Verkamannaflokkurinn í Bret-
landi stormaði til valda fyrir áratug
síðan. Sigur breskra jafnaðarmanna
var stærri en nokkur fordæmi voru
fyrir og framtíðin var þeirra. Þremur
kosningasigrum síðar stendur flokk-
urinn á tímamótum. Næsta sunnu-
dag, þann 24. júní, fara leið togaskipti
fram í Verkamannaflokknum en
þá lætur Tony Blair af formennsku
í flokknum eftir þrettán ár og sem
forsætisráðherra Bretlands í rúmlega
tíu ár.
Gordon Brown, fjármálaráðherra
landsins, tekur við og fram gengur
að lokum frægt samkomulag þeirra
félaga um að Brown taki við foryst-
unni af Blair.
Gróska í London
Fyrir tíu árum síðan fórum við
fimm manna hópur sem spratt upp
úr Gróskuævintýrinu til London til
að verða vitni af ævintýrinu og taka
þátt í þeim sögulega sigri sem í upp-
siglingu var. Við unnum allskyns
viðvik fyrir Verkamannaflokkinn síð-
ustu vikuna fyrir kosningar og fylgd-
umst með í návígi. Þetta gerðum við
aftur íjórum árum síðar í öðru kjör-
dæmiísömuborg.
Núfyrirskömmubarstmérboðum
að koma á landsfund Verkamanna-
flokksins á sunnudag og verða vitni
að formannsskiptunum. Það ætla ég
að þiggja og fer á fundinn um helgina
sem haldinn verður í Manchester í
Englandi. Með í för verður einn af vík-
ingunum úr fyrri baráttum, Hreinn
Hreinsson, stórjafnaðarmaður.
Tvíeykið Blair/Brown er eitt það
máttugasta í sögu breskra stjórn-
mála og liggur að hluta til að baki sig-
urgöngu flokksins síðastliðinn ára-
tug. Þó að trúnaðarbrestur og spenna
hafi einkennt samband þeirra félaga
í vaxandi mæli. Styrkleikarnir hafa
samt verið meiri heldur en veikleik-
arnir og saman hafa þeir leikið til sig-
urs þrennar þingkosningar í röð.
Valdaskeiðið
í valdapólitísku samhengi er valda-
skeið Verkamannaflokksins nokkuð
einstakt á síðari árum í evrópskum
stjórnmálum. Kosningasigurinn
mikli 1997 gerði Tony Blair að yngsta
forsætisráðherra Breta fr á 1820, hann
var 43 ára gamall, auk þess að færa
flokknum stærri meirihluta í þing-
inu en nokkur fordæmi eru fýrir.
Björgvin G. Sigurösson
Þetta var að mestu endurtekið
fjórum árum síðar með öðrum gjör-
sigri yfir keppinautunum í íhalds-
flokki og Frjálslyndum demókrötum.
Þriðji sigurinn, sem var sætastur að
því leyti að aldrei áður hafði Verka-
mannaflokkurinn stjórnað tvö kjör-
tímabil í röð eða unnið þrjá meiri-
hluta i beit, var um leið markaður
skugga innrásarinnar í Irak.
Ef Tony Blair hefði ekki gert þau
herfilegu mistök að taka þátt í þeirri
löglausu innrás þá hefði sigur flokks-
ins sjálfsagt verið svipaður hinum
tveimur fyrri og valdaskeið Verka-
mannaflokksins líklega staðið ára-
tugum saman óslitið. Irak varpar
djúpum skugga á feril Blairs og
flokksins og góðan árangur í innan-
landsmálum. Sérstaklega í efnahags-
málum þar sem afar vel hefur verið
haldið á málum.
Nýr kafli
Nú tekur Gordon Brown við búinu
af Blair og það verður spennandi að
sjá hvernig honum farnast að fóta
sig í Downingstræti 10. Eftir tíu ár í
númer ellefu.
Tilraun Blairs, Browns, Peters
Mandelson, Robins Cook og marga
annarra framsækinna breskra jafnað-
armanna til að endurnýja flokk sinn
eftir fjórða ósigurinn í röð árið 1991
tókst vel. Að mörgu leyti framúrskar-
andi vel. Miklum þrótti var blásið
í sígild stefnumið jafnaðarmanna,
þau færð til nýrra tíma og gömlum
og úreltum markmiðum var komið
fyrir róða. Jafnaðarmenn sópuðu
hægrisinnaðasta íhaldsflokki í Evr-
ópu út úr stjórnarráðinu og við tóku
nýir tímar í Bretlandi.
Margt hefur afar vel tekist en
annað farið úrskeiðis. Stundum bar
mjög af leið. Áður hefur verið vísað
til hörmunganna í írak sem hafa nú
kostað hundruð þúsunda mannslífa
og sér ekki fyrir endann á enn þá.
Þá má nefna grunsemdir um
titlakaup auðmanna og á köflum
stjórnlaust spinn í kringum for-’
sætisráðherrann. Irak eru stóru og
ófyrirgefanlegu mistök Tonys Blair.
Afleikur sem bindur nú enda á feril
Blairs og setur framtíð flokksins í
hættu.
Nú tekur við næsti kafli. Skrifaður
af Gordon Brown sem er öðruvísi
maður en Blair með öðruvísi áherslur.
Klassískari krati en Blair með dýpri
rætur í flokknum.
Þær hafði Tony Blair ekki og varð
það honum bæði til gæfu og þrautar.
Eftir því hvernig á það er litið.
Höfundurerviðskiptaráðherra
Klippt & skorið
ANetinu hefur verið hægt að nálgast
atriði úr hæfileikakeppni í Bretlandi
þar sem 36 ára símsölumaður að nafni
Paul Potts syngur óperu með undurfagurri
röddu. Atriðið hefur dregið að sér milljónir
áhorfenda um allan heim en sérstaklega
þykir undrun dómara
keppninnar skemmtileg,
en einn þeirra er Simon
Cowell, hinn frægi Idol-
dómari. Hann hefurviður-
kennt að Paul Potts hafi
komið sér gjörsamlega
á óvart, enda átti dóm-
nefndin ekki von á öðru en að þarna værl á ferð
enn einn furðufuglinn. Þess má geta að Potts
vann keppnina á sunnudagskvöldið. Það má
sjá allt um hana á www.itv.com.
Þeir ferðalangar sem freistast til að taka
með sér hráskinku, spægipylsu eða
gómsæta osta þegar þeir snúa heim
úr fríinu eiga það á
hættu að vera gripnir
glóðvolgir í tollinum,
segiráheimasíðuNeyt- ' ■
endasamtakanna.Það
er bannað að flytja hrátt kjöt og osta úr óger-
ilsneyddri mjólk inn til landsins nema með
tilskildu leyfi. Raunar ber að taka fram að ekki
er hægt að mæla með neyslu á ostum úr óger-
ilsneyddri mjólk vegna þess að of oft hafa þar
fundist óæskilegar örverur. Það er hins vegar
svo að á mörgum ostum sem framleiddir eru úr
gerilsneyddri mjólk kemur það ekki fram á um-
búðum og því eru þeir fjarlægðir af tollinum ef
slíkir finnast. Samtökin lýsa yfir furðu sinni á
þessu og óska eftir rökstuðningi frá landbúnað-
arráðherra vegna þessa.
Móðir nokkurfór í útilegu með son sinn
og gistu þau á tjaldstæði þar sem
mikill fjöldi fellihýsa- og hjólhýsa
var staðsettur. Sonur
konunnar vildi ná sér f
leikfélaga til að fara í fót-
bolta og barðiaðdyrum
í fínu „húsunum" í kring og spurði eftir strákum.
Ekkert gekk að fá krakka til að koma út og leika.
Þau voru öll upptekin, annaðhvort að horfa á
DVD-myndir á flatskjá eða í tölvuleik. Það er því
af sem áður var þegar krakkar ærsluðust um í
sveitinni og nutu frelsisins.
elin@bladid.net