blaðið


blaðið - 19.06.2007, Qupperneq 14

blaðið - 19.06.2007, Qupperneq 14
blaðið 30 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 heilsa heiisa@bladid.net Fáðu þér jarðarber Um hásumar á afskaplega vel viö að narta í ný og safa- rík jarðarber. Þau eru ekki einungis frískandi og bragð- góð heldur einnig rik af B-, C- og K-vítamínum, trefjum, fólínsýru og fleiri nauðsynlegum næringarefnum. Það er ekki nauðsynlegt að kaupa sér aðgang að líkams- ræktarstöð til þess að komast í form. Prófið að hlaupa upp og niður stiga í 10 mínútur, sippa í 10 mínútur og gera magaæfingar í 10 mínútur fimm daga vikunnar. W Arangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka? Alag er áhrifaríkt Það er algengur misskilningur að það sé ekki álagið í líkamsæfing- unni sem skipti mestu máli til að brenna fitu heldur tíminn sem fer í æfinguna. Þannig sé ávallt betra að ganga í klukkutíma heldur en að hlaupa í hálftíma. Raunin er hins vegar sú að því hraðar sem er gengið, hjólað eða hlaupið, þeim mun fleiri hitaeiningum er brennt á hverri mínútu. Þess vegna þarf áhrifarík líkamsrækt ekki endilega að taka langan tíma heldur er hægt að nota þann litla tíma sem aflögu er til þess að reyna mikið á líkamann. Hins vegar er erfitt fyrir byrj- endur að viðhalda miklu álagi á lík- amann í einu og því er öruggast að byrja fremur rólega en bæta smám saman í hraða og þyngd. 29 vítamín og steinefni - 1 8 aminósýrur • Blaðgræna • Omega ■ GLA fitusýrur • SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lifræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Súrefnistæmdar umbúöir vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaöir, ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæöastaöli. IS09001 ■ IS014001 Systkini og þunglyndi Karlmenn sem áttu slæm samskipti við systkini sín í æsku eiga í meiri hættu á að stríða við þunglyndi á fullorðinsárum heldur en þeir sem áttu góð samskipti við systkini sín. Þetta kom í Ijós í rannsókn Dr. Roberts J. Waldingers, dósents í geðlækningum við Harvardháskóla. I rannsóknarniðurstöðunum er tekið fram að slæmt samband við systkinin leiði ekki sjálfkrafa af sér þunglyndi, enda má vera að það hafi verið þunglyndi eða depurð sem orsakaði slæm samskipti manna við systkini sín í æsku. Rann- sóknin sýnir einfaldlega fram á sterk tengsl þarna á milli sem vert er að rannsaka betur. „Við þurfum að gera fleiri rannsóknir til að sjá hvort þessar niðurstöður verði staðfestar og þá hver orsakatengslin eru. Samskipti við systkini hafa hingað til verið vanmetin í rannsóknum á þroska barna,“ segir Dr. Waldinger. Gott fyrir heilann Það er ekki bara til marks um góðmennsku að láta fé af hendi rakna til góðgerðarmála heldur er það jafnframt hollt fyrir heilastarf- semina. Rannsókn sem gerð var í sálfræðideild háskólans í Oregon leiddi í Ijós að vitneskja þátttak- enda um að hluti peninga þeirra rynnu til góðra og þarfra málefna, til dæmis fátækraaðstoð, örvaði heilann og veitti svipaða vellíðun- artilfinningu og neysla góðs matar og kynlífs. Þetta átti líka við þegar um var að ræða skyldubundin fjárframlög á borð við skatt þó að áhrifin yrðu meiri þegar fólk fékk að velja sjálft hvernig pen- ingum þeirra yrði varið. Þetta er vísbending um að það sé manninum hollt og eðlislægt að hjálpa bág- U stöddum í stað jjt M Þess að Það ^ m se lærð hegðun. Hjólaskór eru vinsælir hjá ungmennum: Skór sem „fljóta" á malbikinu Greinilegur árangur eftir nokkra daga inntöku Aukiö úthald, þrek og betri líöan Fæst i apótekjum og heilsubúöum. www.celsus.is Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Eitt helsta æðið hjá börnum og ung- lingum á öllum aldri í sumar eru svokallaðir „hjólaskór“, eða „heelys“ eins og þeir kallast á ensku. Um er að ræða skó sem við fyrstu sýn líta út eins og venjulegir strigaskór en þegar betur er að gáð kemur í ljós að undir hælunum eru hjól, svipuð þeim sem eru undir hefðbundnum hjólaskautum. Skórnir eru því þeim skemmtilegu eiginleikum gæddir að í þeim er bæði hægt að labba venju- lega og renna áfram á töluverðum hraða. Þetta er sem sagt skýringin á því af hverju sum ungmenni virðast allt í einu fyrirvaralaust fljóta áfram á hælunum úti á götu. Svona hlaupa- skór eru geysivinsælir í Bandaríkj- unum og mörgum Evrópulöndum og víðar ásamt því sem þeir eru að sækja í sig veðrið hér á íslandi. Það er heildverslunin Sportís i Garðabæ sem hefur umboð fyrir svona hjóla- skó auk þess sem hægt er að fá svo- leiðis á vefnum Barnaland.is Að sögn Herdísar Storgaard, for- stöðumanns Forvarnarhúss Sjóvá, eru þessir skór að verða mjög áber- andi hér á landi. „Það er hægt að stilla hæðina á hjólunum undir skónum en í þeim er fólk þó aldrei jafn hátt uppi í loftinu eins og þegar það er á línuskautum. Ég hef verið að fylgjast með því sem er að gerast í löndunum í kringum okkur, þar sem svona skór eru algengir, til þess að geta ráðlagt foreldrum sem hringja í mig og hafa áhyggjur af slysahættu,“ segir hún. „Ég var ein- mitt að koma af fundi í Evrópu þar sem verið var að fjalla um slysavarn- ir barna og þar var reyndar enginn sem gat lagt fram konkret upplýsing- ar og tölur um slys af völdum þess- ara skóa og þær eru heldur ekki til fyrir Island eitt og sér, ekki enn þá allavega. Þó veit ég að það sem þarf einna helst að huga að varðandi þessa skó er að þeir slitna náttúru- lega eins og aðrir og það getur verið sérstaklega varasamt að nota skóna þegar hjólin eru orðin slitin, enda eykst þá slysahættan til muna.“ Þau slys sem Herdís hefur helst heyrt um af völdum hjólaskóa eru svipuð þeim sem algengust er að verði þegar börn hlaupa um og detta. „Þá setja þau fyrir sig hendurnar og geta tognað eða handleggsbrotnað og stundum renna þau og hruflast á malbiki eða möl. Það er allavega algengast miðað við það sem ég hef heyrt frá nágrannalöndunum. Ég myndi alltaf ráðleggja þeim að vera með sama hlífðarbúnað og gilda fyr- ir hjólabrettin og línuskautana, það er að segja hjálm og olnboga- og hné- hlífar. Oft eiga krakkar þennan bún- að hvort eð er fyrir og ættu því að setja hann á sig áður en þeir byrja að þeysast um á þessum skóm.“ Þar sem ekki liggur í augum uppi við fyrstu sýn að um farartæki er að ræða minnir Herdís jafnframt á að hver sá sem renni sér á svona skóm hafi aðgát í nærveru annarra veg- farenda. „Fólk er auðvitað vant því þegar það er á hjóli eða hjólabretti að gangandi vegfarendur bregðist við og víki um leið og þeir verði var- ir við þá. En það getur auðveldlega farið fram hjá gangandi fólki aðhjól- askórnir séu farartæki og því verða foreldrar að brýna fyrir börnum og unglingum að sýna fyllstu aðgát til þess að lenda ekki í árekstri úti á gangstétt,“ segir hún. Þess má annars geta að hjólaskórn- ir veita ungmennum skemmtilega hreyfingu og mun uppbyggilegri afþreyingu heldur en sjónvarpsgláp og tölvuleikjahangs. Það er því full ástæða til að skella á sig svona skóm og hlífðarbúnaði og fara út að „skó- hjóla' í sumar.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.