blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 blaöiö STUTT • Árásarhugur Tíu sextán ára piltar gerðu tilraun til að ráðast á heimili jafnaldra síns. Þeir töldu sig eiga óuppgerðar sakir við piltinn sem náði að hringja í lögregluna áður en til átaka kom. Piltarnir tíu voru færðir niður á lögreglustöð þar sem hringt var í foreldra þeirra. Málið heldur áfram í barnaverndunarkerfinu. • Lundaveiði Bjargveiðimanna- félag Vestmannaeyja ætlar að draga úr lundaveiðum. Lundar hafa ekki komið upp pysjum undanfarin tvö ár og félagið vill ekki að gengið sé of nærri stofninum. • Laxárvirkjun Vel gekk að sækja pilt á sautjánda ári sem féll fram afbrúnni við Laxárvirkjun síðdegis í gær. Pilturinn var einn á reiðhjóli en féll af hjólinu, yfir brúarhandriðið og ofan í ána. Hann náði sjálfur að krafla sig upp að árbakkanum og gat hringt á aðstoð. Björgunarmenn komu piltinum á börur. mbl.is • Hálendið Slysavarnafélagið Landsbjörg verður annað sumarið í röð með fjórar björg- unarsveitir á hálendinu. Til- gangurinn er að fækka slysum, veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar og vera með við- bragðsæfingar á hálendinu. Staða laumufarþeganna óljós Vonir bundnar við Möltu Eyborg á siglingu Með 21 laumufarþega. Neiti yfirvöld á Möltu laumufarþegunum um borð í togaranum Eyborgu um landvist er óljóst hvert sigla á með þá. „Það er ekki tímabært að svara þessari spurningu. Þetta er vissulega lög- fræðilega flókið mál ef sambærileg tilvik eru skoðuð,“ segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins. Skipverjar á Eyborgu urðu á fimmtudags- morgun varir við 18 karla og 3 konur á tómum flotkvíum sem skipið dregur eftir Miðjarðarhafi. Ein kona fannst látin. Nokkrir dagar eru þar til Eyborg nær höfn á Möltu en vonir utanríkisráðuneytisins standa til að yfirvöld þar taki við fólkinu. „Skipið fór að landhelgislínu Líbýu til að ná í flotkvíarnar sem flytja á til Möltu. Skipverjar urðu varir við bát eða skip sem var í kringum þá eitthvað fyrir miðnætti og sigldi síðan burt. Svo vissu þeir ekki meir fyrr en í birtingu daginn eftir að þeir urðu varir við fólkið á flolkvíunum," segir Pétur og bætir því við að menn hafi engar vonir um að komast að því um hvaða skip var að ræða. Fólk- inu var komið um borð í björgunarbáta en síðan um borð í Eyborgu til að tryggja öryggi þess en það er á ábyrgð skipstjórans. „Það er ekki vitað nákvæmlega hvort fólkið telst formlega flóttamenn. Við höfum enn of litlar upp- lýsingar,“ tekur Pétur fram. Eyborg hefur legið í höfn á Möltu og þjónustað aðila í túnfiskeldi. Túnfiskurinn er veiddur í nót og haldið lifandi þar. Síðan er honum smalað úr nót í flotkvíar sem dregnar eru að eldisstöð. Á Miðjarðarhafi veiddust rúmlega 20 þúsund tonn af túnfiski í fyrra. Fyrir afurðirnar fengust sem samsvarar á fjórða tug milljarða islenskra króna. ingibjorg@bladid.net Beinar aðgerðir gegn stóriðjunni ■ Mótmælabúðirnar standa í tvo mánuði ■ Biðja fólk um að koma með grænmetisfæði Fær á níundu milljón Slysiö bætt 11 árum síðar Sjóvá-Almennar tryggingar voru í gær dæmdar til að greiða karlmanni tæpar 9 milljónir í miska- og örorkubætur. Ekið var inn í vinstri hlið bif- reiðar karlmannsins, sem var með slysatryggingu þannig að ekki var deilt um greiðslu- skyldu tryggingafélagsins. í árekstrinum, sem átti sér stað í mars árið 1995, skemmd- ust báðar bifreiðar mikið og karlmaðurinn varð fyrir var- anlegu líkamstjóni í slysinu. bm Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Mótmælabúðir á vegum Saving Iceland, eða Björgum Islandi, hefj- ast 6. júlí næstkomandi en forsvars- menn samtakanna vilja ekki gefa upp staðsetningu búðanna. Sigurður Harðarson, einn tals- manna samtakanna, segir að þetta séu beinar aðgerðir gegn stóriðju í landinu og sé ástæðan fyrir allri leyndinni sú að reynslan hafi sýnt að þegar hópurinn sé kominn á stað- inn þá vilji yfirvöld beita landeig- endur þrýstingi til að hrekja hann burt. Búist er við fjölda fólks í búð- irnar hvaðanæva úr heiminum en mótmælin hefjast á ráðstefnu um stóriðju og stórstíflu á Hótel Hlíð í Ölfusi. Lögreglan eltir mótmælendur Mótmælabúðirnar sem hefjast í júlí verða þær þriðju sem Saving Ice- land hefur staðið fyrir en í hin tvö skiptin voru þær við Kárahnjúka- virkjun. í fyrra voru um tvö hundruð og fimmtíu manns þegar mest var. Stóðu þær þá í tvo mánuði eins og ráðgert er að þær muni gera í ár. Sigurður segir að mótmælendur frá því í fyrra, og þá sérstaklega þeir sem voru handteknir, séu komnir á svartan lista. Prófaðu Heimaöryggi í tvo mánuði í sumar - ókeypis! Engin krafa er gerö um framhaldsviðskipti, gríptu þvi tækifæriö núna. Tilboðið gildir tíl 15. júlí og er í boði á þeim þéttbýlisstöðum landsins þar sem Öryggismiðstöóin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu. Hringdu í og kynntu þér málið! Listi upp hluti hefur slíka hluti meðferðis. Samtökin birta á heimasíðu sinni ýmis heilræði til þeirra sem koma erlendis frá og ætla að taka þátt í mótmælunum. Þar á meðal er listi yfir hluti til að nota í mótmælunum sem lögreglan gæti gert upptæka við komu til landsins en á honum eru til dæmis málning, penslar og lök. Er fólki bent á að hafa tilbúna ástæðu, sem ekki er hægt að tengja búðunum, fyrir því af hverju það VEÐRIÐ í DAG 10-20 stiga hiti Hæg austlæg eða breytileg átt. Súld eða þokuloft sums staðar við suður- og austur- ströndina, annars bjartviðri að mestu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins norðan- og vestanlands. „Vegna eftirlitsins viljum við benda fólki að ef það er með þetta með sér þá gæti lögreglan tekið því sem það sé „atvinnumótmælendur“. Viljum við vara fólk við áður en það kemur til landsins,“ segir Sigurður. Á heimasíðunni er fólki einnig bent á að hafa með sér mat í eld- húsið sem verður í mótmælabúð- unum og er það sérstaklega beðið um að koma með grænmetisfæðu. Á MORGUN Hlýtt og bjart Hæg austlæg átt eða hafgola og víða bjart veður. Sums staðar þokuloft við ströndina austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. HANDHÆGIR HLUTIR ► Mótmælendurnir koma be- tur undirbúnir nú en síðustu tvö ár. ► Þeir hafa ólar og klemmur til að nota við klifur, efni eins og er til dæmis í rúm- lökum, hjólalásar, málning og penslar. Náttúrusinnar á Suðurlandi glaðir Á ráðstefnunni á vegum samtak- anna verða átta erlendir ræðumenn og tólf íslenskir. Meðal þeirra ís- lensku eru Guðbergur Bergsson, Ómar Ragnarsson og Andri Snær Magnason. Segir Sigurður að ráð- stefnam sé búin að vekja mikla athygl| ;,,Það er mikil gleði meðal náttúruverndarsinna á Suðurlandi yfir að þetta skuli vera haldið þar. Mörgum þaðan hefur fundist að Hellisheiðin sé að breytast í iðnaðar- svæði en athyglin hafi öll beinst að Kárahnjúkum.“ Saving Iceland standa fyrir styrkt- artónleikum til verndunar náttúru íslands og gegn stóriðju á Nasa næst- komandi mánudag klukkan átta. ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net STUTT • Lokun Hvalfjarðargöngunum þurfti að loka í 40 mínútur eftir að fólksbíll rakst á flutningabíl inni í göngunum. Atvikið átti sér stað í gærmorgun og engin slys urðu á fólki. • Árekstur Bifhjólamaður ók á litlum hraða aftan á kyrrstæða bifreið við Jórusel á fimmtu- dagskvöld. Að sögn lögreglu fór betur en á horfðist og mað- urinn slasaðist aðeins lítillega. • Skemmtiferðaskip Grand Princess er stærsta skemmtiferða- skip sem kemur hingað til lands í ár. Farþegar þess eru tæplega 3.000 og starfsmenn rúmlega 1.000. Skipið kom fyrst til Akur- eyrar og fer þaðan til höfuðborg- arinnar. mbi.is Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐA UM HEIM Algarve 24 Halifax 24 New York 22 Amsterdam 15 Hamborg 16 ; Nuuk 7 Ankara 30 Helsinki 17 Orlando 24 Barcelona 26 Kaupmannahöfn 15 Osló 19 Berlin . 20 London 21 Palma 24 Chicago , ■ 26 Madrid 32 Parls 18 Dublin 17 Mílanó 30 Prag 25 Frankfurt 19 Montreal 15 Stokkhólmur 18 Glasgow 16 Miinchen 18 Þórshöfn 11

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.