blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 blaðiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Óskastaða lánþega er að taka lánið á hóflegum, föstum vöxtum í sömu mynt og hann fær sínar tekjur. Vöruskiptin óhagstæð Vörur voru fluttar út fyrir 20,5 milljarða króna og inn fyrir 31,2 milljarða króna í maímán- uði. Vöruskiptin í maí voru því óhagstæð um 10,7 milljarða, en voru óhagstæð um 12,6 milljarða króna á sama gengi í maí 2006. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru fluttar út vörur fyrir 119,9 milljarða króna en inn fyrir 150,5 milljarða fyrstu fimm mánuði ársins 2007. Sjávarafurðir voru 47 prósent alls útflutnings, en iðnaðarvörur fjörutíu af hundraði og var verð- mæti þeirra 34 prósentum meira en árið áður. aí Össur hlýtur viðurkenningar Fyrirtækinu Össuri hafa hlotnast tvær alþjóðlegar viðurkenningar á síðustu dögum. Fyrirtækið hlaut Medical Design Excel- lence-verðlaunin fyrir þróun og framleiðslu Proprio Foot, auk þess sem tímaritið BusinessWeek nefndi Hilmar Janusson einn fremsta hönnuð í heimi. STUTT • Sorpa selur hlut Stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaga höfuð- borgarsvæðisins, hefur ákveðið að selja Furu og Gámaþjónust- unni eignarhlut sinn í Efnamót- tökunni. Tilboðið var samþykkt á stjórnarfundi Sorpu þann 25. júlí. • Askar opna i Mumbai íslenski fjárfestingarbank- inn Askar Capital mun opna skrifstofu í Mumbai í Indlandi á næstunni. Pav Bakshi mun fara fyrir skrifstofunni, en hann gekk nýlega til liðs við bankann frá Bear Stearns. Upptaka evru gæti lækkað húsnæðisvexti ■ Gríðarlegur munur á vöxtum óverðtryggðra lána á íslandi og í evruríkjum Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net EVRAN Upptaka evrunnar ein og sér myndi ekki lækka vexti húsnæðis- - lána á íslandi. Slíkt segir Gunnar Haraldsson, formaður Hagfræði- stofnunar, einföldun á málum. „Það er ljóst að ef við myndum uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar þá myndu þau ein og sér leiða til vaxta- lækkunar, hvort sem við gengjum í Evrópusambandið eða ekki.“ Hagfræðingar virðast vera nokkuð sammála þeirri kenningu, en skilyrði fyrir upptöku evru varða ríkisfjármál, vexti, skuldir hins op- inbera og verðbólgu - fyrir utan að- ild að Evrópusambandinu. Eins og staðan er í dag er lántaka til húsnæðiskaupa gjörólík hér- lendis, þar sem flest húsnæðisláll eru verðtryggð, og á evrusvæðinu, þar sem flestir taka óverðtryggð húsnæðislán. Aðalsteinn Leifsson, lektor í stjórn- málafræði við Háskólann í Reykja- vík, skrifaði grein í Blaðið í síðustu viku, þar sem hann benti á að vextir húsnæðislána hefðu lækkað veru- lega í ýmsum ESB-ríkjum, ekki aðeins við sjálfa upptöku evrunnar heldur strax við ákvörðun um að taka hana upp. Óskalánið í sömu mynt og tekjur Ólafur ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild HR, segir að ef hægi á hagkerfinu sé styttra í land að ná skilyrðum fyrir ► Upptaka evru hefur einnig í för með sér samræmingu peningamála- og gengis- stefnu aðildarríkjanna og samstarf um efnhagsstefnu. ► Mörg íslensk fyrirtæki gera nú ársreikning bæði í krón- um og evrum. ► Seðlabanki evrusvæðisins er í Frankfurt og ákveður stýrivexti fyrir öll evruríkin. aðild að ESB. „Aðalmálið er þó að koma skikki á efnahagsmálin okkar vegna, það er það fyrsta sem við eigum að einbeita okkur að. Þá væri evran raunhæfur kostur en hún tengist auðvitað aðild að ESB.“ „Að mörgu er að hyggja varðandi lántöku og húsnæðisvexti," segir Ól- afur. „Lántakandi stendur frammi fyrir margs konar áhættu. Mann- eskja sem tekur lán í íslenskum krónum þarf að horfast í augu við verðbólgu ef lánið er verðtryggt, auk þess sem vextir ofan á verðbólgu geta verið breytilegir. Við lántöku í erlendri mynt skapast áhætta vegna hugsanlegrar lækkunar á gengi krónunnar eða styrkingar á gengi er- lendrar myntar. Öskastaða lánþega er að taka lánið á hóflegum, föstum vöxtum í sömu mynt og hann fær sínar tekjur.“ Þegar talið berst að gríðarlegum mun á vöxtum óverðtryggðra lána 82.061.000 kr. heildargreiðsla Óverðtryggt, íslenskt lán 20.000.000 kr. óverðtryggt húsnæöislán í krónum með 15,4% vöxtum til 40 ára. Skv. reiknivél á heimasíðu Glitnis Verðtryggt, islenskt lán með núverandi verðbólgu (4%) 20.000.000 kr. verðtryggt húsnæðislán með 4,95% vöxtum til 25 ára. Skv. reiknivél á heimasiöu Glitnis Óverðtryggt lán á evrusvæði 20.000.000 kr. óverðtryggt húsnæðislán í evrum með 5,7% vöxtum til 30 ára. Skv. reiknivél á heimasíðu ING bankans i Belgíu Verðtryggt, íslenskt lán með óska-verðbólgu (2,5%) 20.000.000 kr. verðtryggt húsnæðislán með 4,95% vöxtum til 25 ára. Skv. reiknivél á heimasíðu Glitnis á evrusvæðinu og hérlendis segir Ólafur það vera vegna gjörólíks vax- taumhverfis og líklegast séu þeir örfáir sem nýta sér óverðtryggða lántöku á íslandi. Að sama skapi heyra verðtryggð húsnæðislán til undantekninga á evrusvæðinu. Hér er því farin sú leið að bera saman óverðtryggð lán. „Mismunurinn er mikill en samt samanburðarhæfur því vexti má alltaf bera saman milli staða og gegnum tíðina. Þessi munur ræðst ekki síst vegna þess að valin hefur verið sú leið að mæta verðbólgu- þrýstingi með stýrivaxtahækk- unum seðlabanka frekar en með því að halda í á víðara sviði svo sem í ríkisfjármálum, fjármálum sveitar- stjórna, framkvæmdum og skipu- lagsbreytingum á íbúðalánamark- aði,“ segir Ólafur. Aðalsteinn Leifsson segir í grein sinni að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum í fimm löndum hafi verið á bilinu 9,35% til 19,05% áður en þau tóku upp evruna. Tíu árum síðar, árið 2002, hafi sömu vextir verið rúmlega 5%, en í dag eru vextir evrusvæðisins kringum 5-6%. „Vaxtamunur á evrusvæðinu og íslandi er gróflega helmingur og reynsla evruríkjanna er sú að vextir lækka strax eftir að ákvörðun um upptöku evrunnar hefur verið tekin.“ Félag SkrúSgarSyrkjumeistara GARÐHEIMAR meistari.is MARKAÐURINN ÍGÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 29. júní 2007 Viöskipti í krónum Heildar- ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viðskipti Tilboð í lok dags: Félög í úrvalsvísitölu verð breyting viösk.verðs viðskipta dagsins Kaup Sala ▼ 365 hf. 3,46 -1,70% 29.6.2007 12 13.318.290 3,44 3,48 ♦ Actavís Group hf. 89,60 0,00% 29.6.2007 19 420.606.488 83,00 90,00 a Alfescahf. 5,42 0,74% 29.6.2007 13 139.360.349 5,42 5,49 ▼ Atlantic Petroleum P/F 1050,00 -2,33% 29.6.2007 11 17.323.027 900,00 1000,00 a Atorka Group hf. 8,40 1,82% 29.6.2007 9 46.555.064 8,40 8,45 ▼ Bakkavör Group hf. 69,40 -0,29% 29.6.2007 20 1.617.970.487 69,30 69,60 ▼ FLGrouphf. 29,50 -0,17% 29.6.2007 23 180.848.637 29,50 29,55 Glitnir banki hf. 28,95 0,52% 29.6.2007 220 16.298.027.840 28,90 28,95 a Hf. Eimskipafélag íslands 40,30 0,50% 29.6.2007 9 24.410.642 40,30 40,45 ▼ Kaupþing banki hf. 1125,00 -0,53°7o 29.6.2007 61 2.748.263.807 1125,00 1128,00 ▼ Landsbanki íslands hf. 38,10 -0,26% 29.6.2007 40 1.184.552.229 38,05 38,10 a Marelhf. 84,70 0,24% 29.6.2007 14 51.225.390 84,60 84,90 ▼ Mosaic Fashions hf. 16,50 -2,94% 29.6.2007 2 21.925.848 16,50 16,95 a Straumur-Burðarás Fiárf.b. hf. 21,85 0,23% 29.6.2007 80 1.821.279.521 21,75 21,80 ▼ össurhf. 106,00 -1,40% 29.6.2007 15 40.778.738 106,00 107,50 Önnur bréf á Aöallista a Existahf. 34,40 0,88% 29.6.2007 37 1.728.489.774 34,30 34,45 ▼ Flaga Group hf. 1,90 -0,52% 29.6.2007 1 250.800 1,90 1,92 ▼ Foroya Bank 232,00 -2,93% 29.6.2007 52 29.660.098 232,00 236,50 a lcelandair Group Holding hf. 28,00 0,90% 29.6.2007 13 548.136.840 27,90 28,00 ♦ lcelandic Group hf. 6,40 0,00% 26.6.2007 - - 6,40 6,49 ♦ Nýherjihf. 19,20 0,00% 21.6.2007 . NHHttl 19,70 a Teymi hf. 5,10 0,39% 29.6.2007 9 58.884.915 5,04 5,10 ♦ Tryggingamiðstööin hf. 39,30 0,00% 20.6.2007 - - 39,25 39,60 ♦ Vinnslustöðin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007 - - First North á íslandi a Century Aluminium Co. 3405,00 1,73% 29.6.2007 5 50.775.000 3400,00 3410,00 ♦ HBGrandihf. 12,00 0,00% 22.6.2007 mmm Hítttt 12,00 ♦ Hampiðjanhf. 7,00 0,00% 20.6.2007 . . 7,00 Mesta verðbreytingin í kauphöll OMX á Islandi í gær var á bréfum 365. Þau lækkuðu í verði um 1,7% Mest viðskipti voru með bréf Glitnis, fyrir tæpa rúma 16,3 miljarða, en félagið hækkaði um 0,52 og lokagengið var 28,95. Mesta hækkunin var á bréfum Atorku, 1,8%. Næst mest hækkaði Teymi, 0,99%. Alls hækkuðu átta félög í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,29% og stóð í 8.299 við lok dags. Gengi krónunnar styrktist örlítið eða um 0,09%. Hlutabréf hækkuðu áfram víða á erlendum mörkuðum. DAX- vísitalalan þýska hækkaði um 1,1% og Nikkei í Japan um 1,3%. Norræna OMX-vísitalan hækkaði um 0,86%.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.