blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 41

blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 41
blaðió ORÐLAUSTÍSKA ordlaus@bladid.net LAUGARDAGUR 30. JÚNI 2007 Þegar maður vill kaupa sér eitthvað sérstakt er voða gaman að finna eitthvað úr íslenskri hönnun. HVAR KAUPIR ÞÚ FÖTIN ÞÍN? Ekki mikið verslunarfrík „Ég kaupi fötin mín aðallega í útlöndum. Yfirleitt þegar ég fer út þá hef ég tíma og næði til þess að versla og nenni því frekar,“ segir Selma Björnsdóttir spurð um þær verslanir sem hún verslar helst í. „Ég á það reyndar til að versla hér heima og þá aðallega ís- lenska hönnun eins og til dæmis Júníform eða Kvk. Þegar maður vill kaupa sér eitthvað sérstakt er voða gaman að finna eitthvað úr íslenskri hönnun. En auðvitað fer ég og kaupi flík og flík í búð- unum hérna heima. Annars er ég bara ekki mikið verslunarfrík í mér.“ Kaupir það sem er flott ,Ég versla nú ekkert alltof mikið og því erfitt að nefna einhverja uppáhaldsverslun. Þegar ég kaupi föt þá kaupi ég það sem mér finnst flott og það sem er ekki of dýrt,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal, sem segist þó versla hvað mest erlendis. „Vegna vinnu minnar þarf ég að ferðast mikið og er því svo heppinn að geta komist í verslanirnar úti. Það eru engar ákveðnar búðir sem standa upp úr, aðallega H&M og svo kannski eitthvað fínna þegar maður er í stuðinu og á fyrir því. En yfirleitt þarf að vera pínu tilefni til að ég fari og versli.1 Liz Claiborne Sumarleyfisfatnaður Calvin Klein Rautt, hvítt og bleikt í sumar látin Tískufrömuðurinn Liz Claiborne lést síðastliðinn þriðjudag eftir að hafa háð langa baráttu við krabbamein. Hún stofnaði tískufyrirtæki undir eigin nafni á áttunda áratugnum og haslaði sér fljótlega völl í tískuheim- inum. Liz hefur í gegnum árin selt fatnað fyrir billjónir dollara og getið sér gott orð fyrir merki á borð við Lucky Brand Jeans, Mexx, Ellen Tracy og Juicy Couture. Fyrirtækið lagði fljót- lega áherslu á fatnað fyrir hina týpísku framakonu með áherslu á klassík, fágun og yfirvegun og varð Liz hvað frægust fyrir þess konar fatnað. Þá þótti hún ósjaldan með þeim flottari á rauða dreglinum en hún lagði línurnar fyrir margar stjörnur dagsins í dag. Tískuhátíð í New York Jennifer Lopez, Aerosmith, Usher og Alicia Keyes hafa boðað komu sína á tónleika og tískuviðburð- inn Fashion Rocks sem fer fram í New York þann 6. september næst- komandi, en árlega mætast þar tónlistarmenn og tískuhönnuðir á miðri leið þar sem hönnuðir sýna fatalínur sínar við undirleik þekktra tónlistarmanna. Avril La- vigne, Fergie og Ludacris munu einnig koma fram í Radio City Music Hall en kynnir kvöldsins verður leikarinn Jeremy Piven sem er hvað frægastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Entourage.,___________________ Ef marka má nýjustu línu frá meistara Calvin Klein er Ijóst að rauður, bleikur og hvítur eru áberandi í sumarklæð- unum þetta árið. Calvin Klein hélt svo- kallaða sumarleyfistískusýningu á dög- Litríkir skór Það er lykil- Töskur í öllum stærðum atriði að velja fallega skó í Það er engin kona með flottum og sumarlegum litum. konum nema hún eigi nokkrar Skærbleikir skór eru til dæm- töskur í fallegum litum. Calvin is alveg málið í sumar. Klein sýndi ófáar töskurnar sem voru hver annarri flottari. Rautt og kvenlegt Rauði lit- Sundfatatískan Það er allt urinn kemur ósjaldan á óvart leyfilegt í sundfatnaðinum þegar kemur að fínum kjólum. og óhætt að prófa sig áfram. Það er um að gera að brydda Hvort sem um er að ræða upp á skemmtilegheitum og sundbol eða bikiní eru allir lit- skera sig svolítið úr... ir inni og hinar ýmsu útgáfur. unum og sprönguðu fyrirsæturnar um í fatnaði sem stílaður er inn á sumarfríið í ár. Það er því ekki vitlaust að sanka að sér klæðum í þessum skemmtilegu litum áður en haldið er í sumarfríið. Klassíkin I hávegum höfð Hvítar dragtir koma vel út í sumar. Það verða allar konur að eiga allavega einn hvitan jakka sem nota má við buxur eða pils. Skyrturnar girtar ofan I buxurnar Skyrtur virðast allt- af standast timans tönn. I ár þykir flott að girða skyrturnar ofan í buxur og prófa þær jafnvel við stuttbuxurnar líka. Bleikur og stelpulegur Bleikir kjólar eru áberandi í ár eins og fram kemur i nýjustu línu Calvin Klein. Fyrir þær sem þora Það er kannski ekki á allra færi að skella sér í múnderingu sem þessa en þær sem þora ættu hiklaust að gera sér daga- mun og prófa bleikar buxur. Stone sú verst klædda Breska söngkonan Joss Stone hefur verið valin ein af þeim verst klæddu í bransanum af bandaríska tímaritinu In Touch. Söngkonan er þekkt fyrir lit- ríkan og líflegan klæðaburð og þykir mörgum hún fara reglu- lega yfir strikið í fatavali sínu. Stone skýtur þar með stjörnum á borð við Britney Spears og Kelly Clarkson ref fyrir rass, en þær hafa áður verið valdar þær verst klæddu í bransanum af tískuspek- ingum ytra. Spennandi snyrtivörur í snyrtibuddunni að þessu sinni eru skemmtilegar vörur sem auð- velt er að mæla með fyrir allar konur sem kjósa að líta vel út. Sensuelle Summer Húð- mjólkin frá Lancöme inni- heldur efni sem gera húðina fallega gyllta og sumarlega ásamt því að veita henni raka og næringu. Húðin verður geislandi, mjúk og fær sérstaklega fallega áferð. Star Bronzer Virkilega gott brúnkukrem frá Lancöme sem hentar vel til þess að gefa andlitinu sólbrúna og fallega áferð Kremið er mjúkt og auðvelt er að bera það á þar sem það hefur púð- urkennda áferð. Tilvalið til þess að gefa húðinni ferskan blæ í sumar. m Continuous Rescue Continuous Rescue Antioxidant frá Clinique gefur húðinni góðan raka og mikla næringu. Kremið ver húðina og dregur úr fínum línum og andoxunarefni draga úr sjáanlegum merkjum öldrunar. Ótrúlega gott krem fyrir vannærða húð. Modern Friction-andlitsmaski Mod- ern Friction-maskinn frá Origins er sér- lega rakagefandi og nærandi fyrir húðina. Maskinn endurnýjar húðina og hreinsar í burtu dauðar húðfrumur og önnur óhrein- indi úr andlitinu. Húðin verður eins og ný auk þess sem andlitið fær á sig hressara yfirbragð.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.