blaðið

Ulloq

blaðið - 30.06.2007, Qupperneq 6

blaðið - 30.06.2007, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 blaóið STUTT • Forvarnir Fimmtán evrópskar borgir hafa tekið höndum saman um forvarnarefni gegn fíkniefnum sem byggt er á rannsóknum HÍ, HR og reynslu Reykjavíkurborgar. bm • Umferðaróhapp Bifhjóla- maður ók á litlum hraða aftan á kyrrstæða bifreið við Jórusel á fimmtudagskvöld. Að sögn lögreglu fór betur en á horfðist og maðurinn slasaðist aðeins lítillega. • Umferðin Lögregla mun í sam- starfi við Landhelgisgæsluna og Umferðarstofu vera með öflugt umferðareftirlit um allt land um helgina. Meðal annars mun þyrla sveima yfir vegum í og við höfuðborgina, í Árnessýslu og í Borgarfirði. ejg Afleiðingar minni þorskveiða Framkvæmd tillagna vandasöm „Okkar tillögur um minni veiði eru vegna bágs ástandsþorsksins. Við gerumokkurgrein fyrirþví að framkvæmd þessara tillagna, vilji menn fara eftir þeim, verður ýmsum vandkvæðum bundin og það þarf að finna lausnir á þeim. Það er verk- efni stjórnvalda og hagsmunaaðila, gjarnan með aðkomu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar, að finna lausn á framkvæmd tillagna,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann kveðst ekki vera í neinni aðstöðu til að andmæla þeim orðum Péturs Pálssonar, fram- kvæmdastjóra útgerðarinnar Vísis hf., að ómögu- legt sé að ná öðrum tegundum með á línuna eigi að skera niður þorskinn. í skýrslu Hagfræðistofn- unar Islands er talið hugsanlegt að auka megi aflamark annarra botnfisktegunda verði þorsk- kvótinn minnkaður. Jóhann getur þess að Hafrannsóknastofnun hafi lagt til að ýsuaflinn fyrir yfirstandandi fisk- veiðiár yrði 95 þúsund tonn en aflamarkið er 105 þúsund tonn. „Við gerum okkur grein fyrir því að erfitt hefur verið að ná þessum ýsuafla þannig að misræmi milli tegunda í blönduðum veiðum er atriði sem skapað getur vanda í þessu fiskveiðistjórnunarkerfi." Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, kveðst sammála Pétri. „Við erum í blönduðum veiðum og það gengur engan veginn að hætta alveg þorsk- veiðum. Við verðum að hafa þorsk til að ná í aðrar tegundir.“ Friðrik er sammála því að draga verði úr veiði á þorski vegna þess hversu lítill stofninn er en hann vill fara hægar í sakirnar en Hafrannsókna- stofnunin leggur til svo að fólk og fyrirtæki lifi af, eins og hann orðar það. ingibjorg@bladid.net Og1 fyrir blandaðar fjölskyldur Heimasími, GSM, og Internet -alltáeinumstað Viltu geta talað við GSM vin í klukkustund á dag, án mínútugjalds? Vertu með Heimasíma, GSM og Internet fjölskyldunnaríOgl -og sparaðu bæði tíma og peninga. Farðu á www.vodafone.is, komdu við í verslun okkar eða hringdu í 1414 og skráðu þína fjölskyldu í Og1. £?=Cs n Gríptu augnabtikið og lifðu núna vodafone Rannsóknar- og fræðasetur HÍ 0 Háskólasetriö Hornafirði O Rannsóknarsetur Vestmannaeyjum 0 Háskólasetrið Hveragerði 0 Háskólasetrið Snæfellsnesi (Sandgerði) O Háskólasetrið Snæfellsnesi (Stykkishólmi) ORannsóknarsetur Vestfjörðum (Bolungarvík) O Rannsóknarsetur Húsavík (tók til starfa fyrir nokkrum dögum síðan) Rannsóknar og fræðasetur sem falla undir menntamálaráðuneytið: © Þekkingarsetur Þingeyinga á Húsavík © Þekkingarnet Austurlands á Egilsstöðum 0 Háskólasetur Vestfjarða á ísafirði, ekki sama og í Bolungarvík. Háskólar: 0 Háskóli Islands j) Háskólinn á Akureyri Listaháskóli fslands Háskólinn í Reykjavík i) Háskólinn á Bifröst Kennaraháskóli íslands © Háskólinn á Hólum © Landbúnaðarháskóll Islands Bifröst 2 Útibú í Háskólasetri Vestfjarða opnaði í fyrradag 19 Útibú á Egilsstöðum opnaði fyrir nokkrum vikum Háskólinn í Reykjavík 2 Útibú í Háskólasetri Vestfjarða Háskólastofnanir hafa sprottið upp H Vilja nýta auðlindir og þekkingu landsbyggðarinnar Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Háskólum og setrum tengdum þeim fjölgar hratt. Nú þegar eru há- skólar á landinu orðnir 8 talsins og eru 11 setur eða útibú tengd þeim. Þrjú ný setur hafa verið í umræðunni undanfarið. Forsvarsmenn þeirra líta á þau annars vegar sem byggða- mál og hins vegar sem góða leið til að kynna skólana og halda tengslum við fólkið í landinu. Mikil fjölgun setra Hí Rannsókna- og fræðasetur Há- skóla íslands eru í dag sjö talsins og til stendur að hið áttunda verði opnað á næsta ári. Fyrsta setrið, rannsóknasetur í Vestmannaeyjum, var stofnað árið 1994. Síðan árið 2004 hafa hins vegar fjögur ný setur Háskólans risið og stefnt er að því að rannsóknasetur á Egilsstöðum taki til starfa á næsta ári. „Háskólasetrin á landsbyggðinni miða að því að nýta auðlindir við- komandi svæðis og þá þekkingu sem FRÆÐASETUR HÁSKÓLANS Fyrsta fræða- og rannsókna- ^ setur HÍ var opnað árið 1994. ► Síðan eru setrin orðin 7, öll staðsett á landsbyggðinni. ► Fjögur ný setur hafa verið opnuð frá árinu 2004. þar er,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræða- setra Háskóla íslands. „Einnig er markmið þeirra að efla samstarfið við landsbyggðina. Við teljum þetta skipta miklu máli fyrir bæjarfélög á landsbyggðinni, ekki síst ef þarf að skera niður kvóta á þessum stöðum." Rögnvaldur segir setrin fjár- mögnuð með þrenns konar hætti. í fyrsta lagi leggur Háskólinn sjálfur fram fé, í öðru lagi eru þau á fjár- lögum og í þriðja lagi styrkja svo- kallaðir vinir og velunnarar setrin. „Bæjarfélög og fyrirtæki hafa verið dugleg að leggja fé til setranna. Án þess góða stuðnings sem við höfum fengið frá íbúum landsbyggðar- innar hefði ekki verið mögulegt að starfrækja þetta mörg setur.“ Tenging við fólkið í landinu Háskólinn á Bifröst rekur tvö útibú á landsbyggðinni. Ekki er um að ræða rannsóknasetur eins og Háskóli íslands rekur, heldur þjón- ustu við fjarnema. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að til standi að opna fleiri útibú. „Með þessu færum við skólann nær fólkinu og við viljum opna útibú sem víðast. Við viljum hafa tengingu sem víðast og hafa góða tengingu við nemendur okkar í fjarnámi." Ágúst telur útibúin einnig vera góða leið til að kynna starf skólans. „Við höfum fundið fyrir áhuga á skól- anum frá fólki á Egilsstöðum eftir að útibú var opnað þar, þannig að þessi aðferðafræði er greinilega að skila árangri. Næst langar mig að opna útibú í Vestmannaeyjum."

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.