blaðið - 30.06.2007, Side 14

blaðið - 30.06.2007, Side 14
14 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 blaðió Tréstigar Sumarhúsastigar á lager Fura - Beyki - Eik Breiddir 55-65-70-82-90cm Handlistar - trépíralar Premium með handriði 28.900-. Cottage með beygju 82.000- TradiEco lokuð þrep 107.800- STIBALABERINN www.stigalagerinn.is - Dalbrekku 26 - s 5641890 blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elin Albertsdóttir Lóð á vogarskálar umburðarlyndis Félag múslíma á Islandi hefur beðið eftir lóð undir mosku í Reykjavík í nærri átta ár. Blaðið greindi frá því í fyrradag að biðlund félagsmanna, sem eru nú hátt á fjórða hundrað og hefur fjölgað hratt, væri á þrotum. Eftir átta ára ferli hjá borgaryfirvöldum er málið enn á byrjunarreit. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma, segir að um mismunun sé að ræða gagnvart þeim, enda hafi gengið betur fyrir önnur trúfélög að fá vilyrði fyrir lóðum í borginni. Núverandi húsnæði við Ármúla sé löngu sprungið utan af starfseminni. „Við höfum ekki einu sinni aðstöðu til gift- inga eða jarðarfara. Þetta þarf ekki að vera svona,“ segir Salmann. Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir hins vegar í frétt Blaðsins að múslímum sé ekki mismunað; málið sé í vinnslu í ,rólegheitum“. Engin ástæða er til að ætla að borgaryfirvöld þvælist vísvitandi fyrir umsókn múslíma um lóð undir mosku. En það er engu að síður óheppi- legt, hversu lengi það hefur dregizt að afgreiða hana. Isamfélagi þar sem trúfrelsi ríkir og trúfélögum fjölgar, ekki sízt trúfélögum sem ekki til- heyra kristindóminum, skiptir máli að þau sitji öll við sama borð. Það má ekki líta út fyrir að minnihlutahópar séu aftar í forgangsröðinni en meirihlutinn. Kristnar kirkjur standa velflestar á glæsilegum lóðum í Reykjavík. Kaþ- ólska dómkirkjan stendur til dæmis á einum allra bezta stað í borginni, á Landakotshæð, og sést víða að. Það hafa margir litið á sem ánægjulegt tákn um góða sambúð ólíkra kristinna kirkjudeilda í borginni. Auðvitað á moska múslíma líka að fá glæsilega lóð á góðum stað. Víða í nágrannalöndunum standa moskur á eftirsóttum lóðum. Aðal- moskan í London í Regent’s Park er sjálfsagt þekktasta og nærtækasta dæmið. Þar fékk guðshús og menningarmiðstöð minnihlutahóps inni í vinsælum almenningsgarði í hjarta borgarinnar. Friðsamleg sambúð trúarbragða hefur sjaldan verið mikilvægari en nú á tímum. Víða er reynt að ala á hatri milli trúarhópa og það hefur stundum tekizt vel, með dapurlegum afleiðingum. Við eigum ekki að láta slíkt henda okkur hér á landi, heldur læra af reynslu annarra og reyna eins og við getum að stuðla að vinsamlegum samskiptum og umburðarlyndi í garð ólíkra trúarbragða. Bygging mosku í Reykjavík er liður í því. Borgaryfirvöld í Reykjavík eiga að útvega múslímum - og öðrum trúfélögum sem þess óska - góðan stað fyrir starfsemi sína. Það væri lóð á vogarskálar umburðarlyndis í sam- félagi, sem verður æ fjölbreytilegra. Ólafur Þ. Stephensen Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins JINTIK, Skattaafslátt á landsbyggðina Ibúi á Langanesi nyrðra nýtur margháttaðrar þjónustu ríkisvalds- ins í gegnum menntakerfi, heil- brigðisþjónustu, löggæslu og svo mætti áfram telja. Ibúi í Laugarnesi í Reykjavík nýtur alls hins sama en hefur auk þess greiðan og daglegan aðgang að allri stjórnsýslu og margs konar þjónustu sem Langnesingur- inn getur í engu notið nema leggja á sig ferðalag fyrir tugi þúsunda. Báðir eru þegnar íslenska ríkisins. Það er umhugsunarefni hvort samband allra við ríkisvaldið sé sambærilegt. Skattar eru vitaskuld lagðir á okkur eftir efnahag og um þá grundvallarreglu er ekki ágrein- ingur. En getur verið að skattar eigi hreinlega að vera mismunandi eftir búsetu? Ríkisvaldið togar okkur suður Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu en þar eru um eða yfir 90% af öllum um- svifum ríkisvaldsins þannig að ekki þarf raunar að efast um að ríkið með athöfnum sínum stuðlar að því að draga byggðina að einum stað við Faxaflóa. Góður helm- ingur af launatekjum einstaklinga rennur í ríkissjóð í gegnum tekju- skatt og óbeina skatta. Þessum pen- ingum er varið til verkefna sem eru að langstærstum hluta bundin suðvesturhorninu og koma sér vel fyrir þá sem þar dvelja. Það hlýtur að orka tvímælis að allir greiði jafnt í sjóði sem einkanlega eru not- aðír í einu byggðarlagi. Nú eru margar hendur á lofti meðal lesenda sem muna margir að jafnt fer nú í landbúnaðinn og feðraorlof, að dýrir vegir eru lagðir út um landsins byggðir fyrir rík- isfé, að varðskip siglir kringum landið o.s.frv. o.s.frv. En þó allt þetta sé talið dugar það ekki til að jöfnuður ríki. Vegir eru lagðir fyrir alla landsmenn og jafnt þarf veg um Öræfin eða Dalina þó að það takist að eyða byggðinni þar Bjarni Harðarson enda vegir einkanlega gerðir fyrir þá sem eru á ferðinni og eru þeir kallaðir ferðamenn. Landbúnaður er stundaður um allt land og stór hluti af afleiddum störfum vegna hans er á höfuðborgarsvæðinu. Eftir stendur að ríkisvaldið byggir sína starfsemi einkanlega upp á höf- uðborgarsvæðinu og síðan fáeinum öðrum vaxtarsvæðum á landinu, s.s. Selfossi og Akureyri. Ódýrara en fyrirtækjasósíalisminn Undirritaður hefur um nokk- urt skeið haldið fram gildi þess að íslendingar fari svipaða leið og Norðmenn í því að lækka skatta og álögur á fólk sem sest að í hinum dreifðari og afskekktari byggðum. Málinu hefur verið hreyft á flokks- þingum Framsóknarflokksins og nú í vikunni var frá því sagt í fréttum RÚV að Kristinn H. Gunn- arsson alþingismaður (nú fyrir Frjálslynda) héldi sömu skoðunum á íofti. Því ber að fagna og það er mikilvægt að um málið skapist virk umræða þannig að nái megi sátt í stað þess að það lendi í flokks- pólitískum átökum. Islendingar hafa í áratugi reynt að rétta við hag landsbyggðar- innar með fjölbreytilegum fyr- irtækjasósíalisma. Styrkjum og niðurgreiddu lánsfé hefur þá verið beint til vaxtarsprota á landsbyggð- inni og þess eru dæmi að það hafi skilað árangri en langmest af því fé hefur farið forgörðum. Og til verk- efna af þessu tagi hafa farið stórar fjárhæðir. Ef til vill má ná mun meiri árangri fyrir minna fé með almennum gegnsæjum aðgerðum í gegnum skattkerfið sem allir íbúar á tilteknum jaðarsvæðum hafa jafnan aðgang að. Þó að það gangi þvert á pólit- ískan rétttrúnað bind ég miklar vonir við byggðaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Ossur Skarphéðins- son. Ég hefi þegar skorað á hann úr ræðustól Alþingis að skoða þessa leið til jöfnunar í byggð landsins og endurtek þá áskorun - og nú með bessaleyfi frá okkur báðum, mér og Kristni H. Gunnarssyni! Höfundur er alþingismaður KLIPPT 0G SK0RIÐ Olíkt hafast mennirnir að. Á meðan Jóhanna Sigurðar- dóttir, ráðherra félagsmála, sætir gagnrýni vegna ráðningar Hrannars Árnarssonar, fyrrum kosningastjóra síns, í embætti aðstoðarmanns þá spilar sam- flokksmaður hennar, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra upp á örugga slemmu. Björgvin hefur tekið sér góðan tíma í leit að aðstoðarmanni og hefur nú fundið þann rétta. Sá heitir Jón Þór Sturluson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, og situr að auki í bankaráði Seðlabankans. Jón Þór er með doktorspróf í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og hefur ekki, eftir því sem næst verður komist, stýrt kosningabaráttu Björgvins eða annarra Samfylkingarmanna. ennirnir hafa marga lesti skrifuðu pennar Vefþjóð- viljans fyrir nokkru og vildu þar með minna á að það er himinn og haf milli lasta og glæpa. Frjálslynt fólk lítur svo á, að lesti sína eigi menn við sjálfa sig en þurfi ekki að standa öðru fólki skil á þeim. Þetta er rifjað upp um leið og réttað er yfir Geira á Godfinger vegna brota á lögreglu- samþykktum Kópavogs. Það voru nefnilega lestir mannanna sem urðu til þess að Geiri var ákærður, þörfin fyrir að horfa á hálfnakið kvenfólk skaka sér. Geiri og lögmaður hans gera allt hvað þeir geta til að sannfæra dóminn um að umræddur löstur sé ekki glæpur og veifuðu í réttarsalnum samnefndri bók eftir banda- ríska ævintýra- manninn og .hugsuðinn Lys- ander Spooner. I bókinni má lesaum leiftr- andi snarpa málsvörn þeirra sem stunda lesti sína án þess að valda öðrum skaða, og undir það falla nektardansarar og viðskiptavinir þeirra, að mati Geira og lögmanns hans. the@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.