blaðið - 30.06.2007, Page 18

blaðið - 30.06.2007, Page 18
18 FRETTIR LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 blaöiö Vantar úrræði til að koma í veg fyrir peningaþvætti Skýrsla FATF segir íslenskt lagaumhverf i vera viðunandi en gagnrýnir framkvæmd laganna. I niðurstöðu úttektar sem Fin- ancial Action Task Force (FATF) gerði á vörnum Islands gegn pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðju- verkastarfsemi í fyrravor var lýst yfir áhyggjum af virkni eftirlits með pen- ingaþvætti á íslandi. Islenskt laga- umhverfi var sagt í lagi en athuga- semdir gerðar við bolmagn þeirra sem eiga að sinna eftirlitinu til að gera slíkt með skilvirkum hætti. Auk þess voru viðurlög við peninga- þvætti sögð of léttvæg, heimildir til að frysta og gera upptækar eignir FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net sagðar óviðunandi og að fjöldi peningaþvættismála sem kæmu fyrir dómstóla væri of lítill. Þá var bent á að sakfellingar fyrir peninga- þvættisbrot hefðu dregist saman á undanförnum árum á sama tíma og umfang íslensks fjármálamark- aðar hefði margfaldast. Því var sett spurningarmerki við hvort sakfell- ingarnar endurspegluðu raunveru- lega íslenskt fjármálaumhverfi. Fyrst og fremst fíkniefnabrot Þegar verið var að framkvæma úttektina gáfu íslensk stjórnvöld það í skyn við matshópinn að al- menn glæpatíðni væri í lægri kant- inum á Islandi. Helstu ástæður þessa væru þær að þjóðin væri Peningaþvætti Eftirlitsstofnanir á Island sem eiga að fylgjast með peningaþvættí hafa ekki vaxið að umsvifum á sama hraða og íslenskur fjármálamarkaður. mjög lítil og tengd innbyrðis auk þess sem landið væri landfræðilega einangrað. í skýrslunni segir að aðstæður séu að breytast mjög fljótt með alþjóða- væðingu á öllum sviðum samfélags- ins og því séú stjórnvöld alls staðar í heiminum að tilkynna um aukin áhrif erlendra glæpahópa innan landamæra sinna. Því til stuðnings er bent á að fjöldi fíkniefnabrota hafi meira en tvöfaldast á íslandi á tímabilinu 2000 til 2004, en lang- stærstur hluti fíkniefna á Islandi er innfluttur. Flest þeirra brota sem hafa hlotið opinbera meðferð á íslandi snúa ein- mitt að því að menn séu að reyna að skipta umtalsverðum fjárhæðum í erlenda gjaldmiðla til fíkniefna- kaupa. Þá eru auknar grunsemdir um að sístækkandi hópur brota- manna gæti verið að komast undan íslenskum lögum og reglum með því að nota peningabera til að ferja illa fengna fjármuni til þvættis eða annarra ólögmætra gjörða erlendis. Nýju lögin Ný lög um peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka gengu í gildi á Islandi í júní 2006. Þeim er ætlað að innleiða tilskipun Evrópusam- bandsins sem byggir á tilmælum og stöðlum FATF. Niðurstöður skýrslunnar voru hins vegar ekki kynntar fyrr en í Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra Viljum ná stórlöxunum „Okkur berast tilkynningar um peningaþvætti en þær snúa oftast að brotum sem varða lágar fjár- hæðir, oft innan við eina milljón króna,“ segir Helgi Magnús Gunn- arsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra. „Þá eru einstaklingar sem bera það með sér að neyta fíkniefna að koma í banka með peninga í plast- pokum og fá þeim skipt í erlendan gjaldeyri. Það er gott svo langt sem það nær en þetta eru ekki stórlax- arnir. Það eru þeir sem við viljum ná. Ég held að það sé erfiðara fyrir bankana að viðurkenna að stórir viðskiptavinir þeirra sem borga mikla þóknun séu að gera eitthvað rangt. Við þurfum að geta þrýst á fyrirtækin, rannsakað tilkynningar þeirra og ákæra í þeim málum sem tilefni þykir tii. Okkur er ekki kleift að gera það með einum eða tveimur starfsmönnum." Hann segir gagnrýni Financial Action Task Forsce, FATF, því réttmæta. „Við eigum að fylgjast með því að það sé ekki verið að þvætta peninga hér en höfum ekki bolmagn til að gera það á fullnægj- andi hátt. Þetta er svipað og að segja að það sé engin fíkniefna- neysla á Islandi vegna þess að við sjáum ekki neinn neyta fíkniefna. Engum dettur í hug að bíða eftir því að einhver kæri fíkniefnaneyslu heldur fara menn út og finna hana vegna þess að þeir vita að hún er í gangi. Ég er ekki að fullyrða að raikið peningaþvætti sé í gangi, heldur að benda á að við þurfum að efla eftirlít til að geta fullyrt að svo sé ekki. Bankar sem eru notaðir til að þvætta peninga og til annarra slíkra aðgerða verða fyrir miklu tjóni og geta orðið gjaldþrota. Það mun enginn eiga viðskipti við þannig banka og alveg eins hægt að leggja þá niður.“ Guðbjörg Bjamadóttir, sviðsstjóri lánasviðs hjá Fjármálaeftirlitinu Utilokar ekki peningaþvætti „Ég held að það sé ekki hægt að fullyrða að peningaþvætti eigi sér ekki stað. En það er okkar mat að þetta sé ekki alvarlegt vandamál," segir Guðbjörg Bjarnadóttir, sviðs- stjóri lánasviðs Fjármálaeftirlitsins. „Okkar hlutverk er að kanna hvort farið sé eftir þessum lögum. Við gerum þetta eftir nokkrum leiðum og förum til dæmis í vettvangsheimsóknir þar sem við ræðum við þann sem ber ábyrgð á þessum málaflokki hjá viðkomandi fyrirtæki. Síðan skoðum við úrtök, fáum þar yfirlit yfir nýja viðskipta- vini og köfum í bakgrunn þeirra.“ Guðbjörg segir það nauðsynlegt fyrir alla aðila að eftirlitið sé í lagi. „Það er gríðarleg rekstrar- og orð- sporsáhætta sem getur falist í því ef fyrirtækin sinna ekki sínu innra eftirliti. Við fylgjumst svo auðvitað náið með þeim. Við höfum hins vegar oft bent á að vöxtur Fjár- málaeftirlitsins hefur ekki verið í samræmi við vöxt fjármálamark- aðarins. Þar er alveg ljóst að við höfum setið svolítið eftir.“ Fjármálaeftirlitið hefur sent drög að leiðbeinandi tilmælum til eftirlitsskyldra aðila og að sögn Guðbjargar er verið að fara yfir þær umsagnir sem hafa borist vegna þeirra. „Tilgangurinn er að reyna að skýra frekar einstök ákvæði nýrrar löggjafar um peningaþvætti og setja fram okkar túlkun á því sem við teljum að þurfi að gera. Það var brugðist nær samstundis við því þegar lögin tóku gildi um mitt síðasta ár og bankarnir gripu í raun strax til aðgerða. Við sjáum svo fram á að geta gefið út endanleg leiðbeinandi tilmæli með haustinu." Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Ber að taka alvarlega „Það er ekki hægt að fullyrða að peningaþvætti sé ekki til staðar þó ekkert bendi til þess að svo sé. Þess vegna er bæði löggjöfin og eftirlitið eins mikilvægt og það er. Peningaþvætti getur átt sér stað skyndilega og verið jafnt í stórum sem smáum stíl. Við þurfum alltaf að vera á vaktinni gagnvart því,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Hann tekur undir að það þurfi að endurskoða heimildir og bolmagn eftirlitsstofnana til að þær geti sinnt hlutverki sínu. „Það er mjög áriðandi að þær hafi bolmagn til þess og ég tek það mjög alvarlega. Eitt af minum yfirlýstu mark- miðum er að efla þessar stofnanir þannig að þær geti sinnt sínu hlutverki lipurlega og af fullum krafti. Það þarf þó að samræma peningaþvættislögin annarsvegar og heimildir og afl þessara stofn- ana hins vegar til að tryggja að það sé samræmi þar á milli. Ráðuneytið mun fara mjög vandlega yfir það og eins í gegnum

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.