blaðið - 30.06.2007, Side 19

blaðið - 30.06.2007, Side 19
blaóió LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 FRETTIR 19 október það sama ár. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið sendi í kjöl- far þess út fréttatilkynningu sem fór ekki að neinu leyti í efnisatriði skýrslu FATF. Þess í stað segir orð- rétt í henni að „niðurs,taða hennar er almennt jákvæð en jafnframt komu þar fram, eins og venja er, ábend- ingar um það sem talið er að betur mætti fara i löggjöf og framkvæmd á þessu sviði“. Ekkert var minnst á þá gagnrýni sem FATF setti fram á framkvæmd íslenskra laga um pen- ingaþvætti heldur sagt að sérstök ráðgjafarnefnd sem starfað hafi að undirbúningi og framkvæmd úttektarinnar muni halda „áfram störfum og fylgist meðal annars með þróun þessara mála hérlendis og á alþjóðavettvangi". HVAÐ ER FATF? ► Financial Action Tast Force (FATF) er alþjóðleg ráðgjafarstofnun helstu iðnríkja heims sem hefur það hlutverk að þróa og koma á framfæri leiðum og stefnum til að vinna gegn peningaþvætti og fjármögn- un hryðjuverkastarfsemi. ► Stofnunin hefur verið starf- andi frá árinu 1989 og að henni standa 33 aðildarríki. ► Fyrir þremur árum fram- lengdu þau umboð stofnun- arinnar til ársins 2010. Því horfir það sérkennilega við að lög hafi verið sett í júní sem byggðu á tilmælum og ábendingum FATF um framkvæmd peningaþvættislag- anna þegar niðurstaða FATF varð- andi íslenskan fjármálamarkað lá ekki fyrir. Hún sýndi svo svart á hvítu að verulegar aðfinnslur voru gerðar við framkvæmd laganna. Norrænn samanburður FATF gefur aðildarríkjum sínum einkunnir eftir því hversu vel hefur til tekist að innleiða tilmæli og staðla stofnunarinnar. ísland er sagt hafa orðið við þeim tilmælum að mestu eða öllu leyti í 46 prósentum tilfella. Ef sú niðurstaða er borin saman við hin norrænu ríkin kemur í ljós að íslendingar eru á svipuðum slóðum og Danir. Norð- menn þykja þó hafa staðið sig best allra norrænu landanna í þessum efnum og innleitt um 66 prósent tilmælanna að mestu eða öllu leyti. Svíar fylgja þar fast á eftir með 58 prósent. peningaþvættislögin og hvort það sé eitthvað sem fljótlega blasir við að þurfi að taka til endurskoðunar. Við höfum metnað til að ganga úr skugga um að þessi mál séu í mjög góðum farvegi. I þessum alþjóðlega peningaheimi þarf þetta eftirlit svo sannarlega að vera í lagi til að tryggja trúverðugleika íslensks fjármálamarkaðar.“ Björgvin telur að taka beri ábend- ingar FATF mjög alvarlega. „Nei, það má alveg segja að allar slíkar ábendingar beri að taka mjög alvar- lega og leggja sig fram við að bæta úr. Það munum við gera. Burtséð frá því hvernig fyrrum ráðherrar brugðust við þá má ekki gera lítið úr þessu. Við munum leggja okkur fram við að tryggja að framkvæmd laganna verði mjög góð.“ Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Fjármálaviðskipti byggja á heiðarleika almennt byggja á heiðarleika og á því að viðskiptavinirnir trúi því að allt sé í lagi.“ Guðjón telur að það hafi skort á frekari uppfyllingu laganna. „Þegar úttektin var gerð í fyrravor var Fjármálaeftirlitið ekki búið að senda tilmæli á grundvelli nýrra laga um peningaþvætti til fjármála- fyrirtækja. Niðurstöðu FATF var ekki skilað fyrr en í október og þá höfðu nýju lögin gengið í gildi. Við unnum leiðbeinandi reglur sem fyrirtækin innleiddu hjá sér. Alþjóð- legar kröfur eru orðnar svo miklar að fyrirtækin þora í raun og veru ekki annað en að fylgja þeim.“ „Það eru ábendingar í skýrslunni um að umgjörð eftirlitsaðila í þessum málum sé ekki nógu góð,“ segir Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja. „Undir hin nýju lög eru settir allskonar aðrir aðilar eins og lögmenn, endurskoðendur, fast- eignasalar og svo framvegis sem ríkislögreglustjóri á að hafa eftirlit með. Þeir hafa sjálfir sagst vera und- irmannaðir og að þeir geti illa sinnt því eftirliti. Það bitnar náttúrlega á úttektinni í heild ef þetta er ekki í lagi. Til þess að við stöndum sem allra best þá þarf að gera meira og koma þessu í lag hjá öllum aðilum. En niðurstaðan hlýtur að hafa vakið stjórnvöld til umhugsunar um að þau þurfi að fara að hysja upp um sig buxurnar varðandi þá þætti sem athugasemdir eru gerðar við.“ Hann segir það hag fjármálafyrir- tækjanna að peningaþvætti þrífist ekki á íslandi. „Eftir sem áður byggist þetta á því að fyrirtækin eiga að tilkynna um það þegar þau verða vör við eitthvað óeðlilegt. Ef þau gera það ekki fylgja því sektir og refsingar. En afleiðingarnar eru fyrst og fremst orðsporshnekkir því lánshæfismat og annað slíkt verður fyrir áhrifum ef bankarnir sinna ekki þessu eftirliti. Hættan á því að þeir séu að horfa í hina áttina og tilkynni ekki um svona háttsemi á því að vera engin. Fjármálaviðskipti líkt og viðskipti MIRALE erum flutt í síðumúla 33 opið í dag frá10-14 brúðargjafir brúðargjafalistar MIRALE Síóumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opió man.-föstud. 11-18 laugardag 10-14 www.mirale.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.