blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 blaðið Það er kalt og einmanalegt á toppnum en við látum okkur hafa það! ÖH Autoglym Ifnan! Á Stöðinni Reykjavíkurvegi VIÐ HEIMTUM ÓDÝRA FARSÍMA GFffAii ___________________ 5AManburð Farsímalaqerinn.is Að gráta hund Auðvitað ætti ég að gleðjast yfir því að fólk skuli enn geta komið mér á óvart. Úr því ég er nú svo gamall sem á grönum má sjá og þykist orðið þekkja mannfólkið ágætlega. Og yfirleitt er gaman að verða hissa á einhverju. En ég verð að viðurkenna að sú undrun sem greip mig í gær- morgun þegar ég las blöðin var örlitlu galli blandin. Ég á við frásagnirnar af hund- inum Lúkasi sem virðist hafa verið drepinn á grimmilegan hátt af nokkrum ungum piltum á Akur- eyri um daginn. Ég tek fram að ég veit ekkert um málið nema það sem stóð í blöðunum. Ég hef til dæmis ekki lagst á netið og kynnt mér blogg- siður þær sem ku vera uppfullar af heilagri reiði vegna málsins. En að svo mæltu langar mig að setja fram tvær þrjár athugasemdir. I fyrsta lagi: Sé það rétt að ungu piltarnir hafi í raun og veru drepið hundinn með þessum hætti er það vissulega hið mesta grimmdarverk. Og piltarnir ættu að skammast sín. Vitaskuld á líka að sækja þá til saka fyrir brot á dýraverndarlögum. Ótrúlega lágkúrulegt Það er eitthvað svo ótrúlega lágkúrulegt við þetta framferði. Að taka svolítið hundkvikindi og skemmta sér við að pína það til dauðs. Þessir ungu menn hljóta að vera alveg ógurlega litlir karlar í sálinni, úr því þeir hafa fengið eitt- hvað út úr þessu. Að geta gengið glottandi frá þeirn verknaði að hafa drepið smáhund lokaðan niðri í tösku og hugsað með sér: Djöfull var þetta nú gott hjá okkur ... það er einhvern veginn - ja, mikið lægra verður nú varla komist. En viðbrögðin við þessu - þau virðast líka hafa verið nokkuð ... yfirdrifin - svo ég orði það nú kurteislega. Skortir kannski harm í líf þess fólks sem kemur saman og býr sértil grátbólgna sorg- arstund út af hundi sem það þekkti ekki neitt? Það voru sem sé haldnar minn- ingarathafnir um hundinn. Ekki bara á heimili hundaeigandans heldur opinberlega. Mér finnst fullkomlega skiljanlegt að eigandi hundsins sé sorgmæddur. Og vilji minnast dýrsins. En það var blá- ókunnugt fólk sem mætti. Kveikti á kertum til minningar um hundinn. Á þremur stöðum á landinu. Akur- eyri, Reykjavík og Hveragerði. (Hvað er með fólk á Flateyri? Eða Raufarhöfn? Eða Kópavogi? Af lllugi Jökulsson skrifar um örlög hunds hverju kom það ekki saman líka til að minnast hundsins? Þýðir það ekki að á þessum stöðurn búi vont fólk og skeytingarlaust? Verður það ekki að reka af sér slyðruorðið og koma líka saman og gráta hundinn?) Á þetta erindi? Já, ég varð sem sagt gapandi af undrun þar sem ég las þetta í blöðunum í gærmorgun. Ég var svo mikið kvikindi að ég hugsaði strax með sjálfum mér: Skortir kannski harm í líf þess fólks sem kemur saman og býr sér til grátbólgna sorgarstund út af hundi sem það þekkti ekki neitt? Ég held ég sé ekkert verri maður en hvur annar en - og nú fer mig að bresta íslensk orð af einskærri undrun - þetta var HUNDUR, for crying out loud! Og nóg í mannheimum sem harma má áður en maður fer að kveikja á kertum fyrir ókunnugan hund. Eða hvað? Svo fór maður náttúrlega að hugsa - eins og alltaf - á þetta virki- lega eitthvert erindi í blöðin?! Og það var þá sem runnu á mig tvær eða fleiri grímur. Þegar ég var ritstjóri á DV sællar minn- ingar, þá uppgötvuðum við fljótlega að undir yfirborði hins op- inbera samfélags var eins og annar heimur þar sem bjó nánast önnur þjóð en sú sem hinir virðulegu fjöl- miðlar skrifuðu yfirleitt um. Hugð- arefni þessa fólks og hugarheimur náðu furðu sjaldan upp á yfirborð fjölmiðlanna. Við fórum að skrifa um þetta og þá rigndi strax yfir okkur skömmunum. Hvað vorum við endalaust að skrifa um eitt- hvað „pakk”? Hvaða „erindi” átti þetta í blöðin? Skrípó Ég skal viðurkenna að stöku sinnum hvarflaði það að mér sjálfum að þetta væri óttalegt skrípó sem við værum að skrifa um. En oftar fannst mér það samt allrar virðingar vert. Og að vissu leyti værum við meira að segja að sinna nauðsynlegu hlutverki - sýna hið raunverulega líf hinnar réttu þjóðar sem í landinu býr. Ekki bara fágað yfirborðið þar sem fólk sinnir þeim hugðarefnum sem viðurkennd eru. í þeim skilningi þykir mér vænt um að hin „fínni” blöð landsins skuli nú vera farin að ganga í fót- spor okkar með því að segja i svo löngu máli og virðulegu frá fólki sem fer á minningarathöfn út af ókunnugum hundi. Þó ég persónulega hristi hausinn yfir slíku. Og muni aldrei skilja það.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.