blaðið - 30.06.2007, Page 29

blaðið - 30.06.2007, Page 29
blaöió LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 29 LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ bladid@bladid.net En þegar við komum á tjaldstæðið var tjaldið okkar horf ið. Við fundum það síðan tómt úti í skurði. Sumarið er tíminn þegar fólk þeysist um landið og fer í útilegur. Þessar ferðir geta verið hin besta skemmtun. Oft kemur eitthvað upp á sem gerir ferðina sérlega eftirminnilega. Blaðið hafði samband við fimm þjóðþekkta einstaklinga sem allir höfðu farið í mjög eftirminnilegar útilegur. Sögurnar eru mjög fjölbreyttar og það er Ijóst að það er hægt að lenda í ýmsum ævin- týrum á ferðalögum víða um landið. Brynja Þorgeirsdóttir fréttamaður Tjaldinu stolið á landsmóti „Eftirminnilegasta útilega sem ég hef farið í var á Landsmóti hestamanna sem var haldið á Hellu árið 2004. Við eyddum rúmum klukkutíma í að tjalda með erfiðismunum. Að því loknu ákváðum við að blása upp vindsængina svo að við þyrftum ekki að gera það um miðja nótt. Við vorum ekki með neina pumpu með okkur svo að við skiptumst á að blása í hana og það tók heila eilífð. Á meðan einn blés í vindsængina lá hinn blár í framan, loftlaus og reyndi að jafna sig.“ Brynja segir að þau hafi verið fégin þegar tjaldið var loksins komið upp og búið var að blása í dýnuna. „Við skemmtum okkur alveg frábærlega á þessu móti. Þegar við ætluðum að fara að sofa hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar að leggjast á þessa fínu vind- sæng. En þegar við komum á tjaldstæðið var tjaldið okkar horfið. Við fundum það síðan tómt úti í skurði. Svefnpok- arnir og maturinn voru horfin en það versta af öllu var að vindsængin var líka horfin. Við fengum inni hjá kunnin- gjafólki sem var með nóg pláss. Ég verð samt enn reið þegar ég hugsa til þeirra sem rændu tjaldinu og ekki síst vind- sænginni sem kostaði okkur næstum lungun þetta kvöld,“ segir Brynja að lokum. Eftirminnilegasta útilegan? Vill gleyma útilegu í Húsafelli „Það eru tvær útilegur sem koma upp í hugann. Önnur þeirra er mér mjög minn- isstæð. Þó að ég sé alltaf að vona að ég gleymi henni þá tekst mér það ekki. Eg fór fyrir tuttugu árum í Húsafell um verslun- armannahelgi og tók með mér kassa af brennivíni. En það sem ég fékk út úr þeirri ferð var það að ég man ekkert frá henni. Ég fékk bronkítis og ég rófubeinsbrotn- aði. Minningarnar frá þessari ferð eru tré, Bubbi að spila, Eiríksjökull í fjarska og það var kalt.“ Grímur bætir við að það sé í lagi að tala um þetta núna þar sem svo langur tími sé liðinn frá þessari ferð. Önnur útilega sem er Grími eftirminni- Ieg er þegar hann fór fyrir nokkrum árum ásamt börnum sínum á Pæjumót á Siglufirði. Hann segir að í þessari ferð hafi hann áttað sig á hvað annes Norðanlands þýðir. „Því það var sól og blíða í Skagafirð- inum en þegar við keyrðum út fjörðinn til Siglufjarðar var þar við frostmark. Eftir að hafa gist eina nótt í tjaldi neyddumst við til að keyra í bæinn um miðja nótt því lítill sonur minn fékk astmakast í þessum kulda,“ segir Grímur sem annars ætlar að vera fyrir vestan í sumar og fara á Hornstrandir. í drullusvaði í Þórsmörk „Ég hef aldrei verið mikil útilegukona. En þegar ég var átján eða nítján ára gömul þá ákvað ég að það væri alveg upplagt að fara í Þórsmörk um verslunarmannahelgina, þar sem ég hafði aldrei farið neitt um verslun- armannahelgi. Það var alveg frábært veður um allt land, 30 stiga hiti og heiðríkja. En í Þórsmörk var alveg ausandi rigning alla helgina. Það áttu allir von á því að það yrði einnig sól og blíða í Þórsmörk og því kom fólk ekki einu sinni með tjöld með sér. Þannig að um nóttina sváfu örugglega hátt í 70 manns í 5 manna tjaldinu mínu. Eg ætlaði að taka verslunarmannahelgina með stæl og vera alla helgina. En ég var bara eina nótt og Þórsmörk varð að einu drullusvaði og forarpytti. Ég pakkaði saman á hádegi daginn eftir og fór heim. Þar með var sjarminn yfir verslun- armannahelgi og útilegu alveg horfinn. Ég hef hvorki farið í tjaldútilegu eða verslunar- mannahelgarferð síðan og ég reikna ekki með því að ég fari í bráð. Eg er búin að prófa að fara í útilegu og mér líkaði það alls ekki.“ Guðlaug bætir því við að lokum að henni finn- ist rnjög notalegt að fara í bústað eða gista á bændagistingum víða um landið en útileg- urnar heilli ekki eins mikið. Stríðsástand á Halló Akureyri Ólafur segir að það séu nokkrar útilegur sem komi til greina sem hans eftirminni- legasta útilega. En þó sé ein sem standi upp úr en það sé þegar hann fór ásamt fleirum á Halló Akureyri sem var þá haldin í fyrsta sinn. „Við fórum hópur af ungu fólki frá Reykjavík til þess að vera með götuleikhús og ýmiss konar uppákomur á hátíðinni. Við vorum með stíft prógramm yfir daginn af skemmtiefni fyrir börnin. Við gistum í gamla íþróttahúsinu sem var rétt fyrir neðan tjald- stæðið. Þegar leið á fyrstu nóttina fóru lætin og djöfulskapurinn að ná tökum á hátíðar- gestum. Mörg tjöld á tjaldstæðinu stóðu þá í ljósum logum. I góðum hug klæddum við okkur í búninga, vorum á stultum og fórum út á meðal fólksins. En við hörfuðum rnjög fljótlega á bak við girðingu sem skildi að tjald- stæðið.“ Ólafur segir að það hafi ríkt nokkurs konar stríðsástand. „Við vorum blásaklaust fólk úr miðbæ Reykjavíkur sem ekki hafði áður kynnst kraftinum í landsbyggðinni. Þetta var samt svakalega garnan og við fórum þrisvar eða fjórum sinnum aftur á hátíðina til þess að skemmta.“ Þrátt fyrir þetta segist Ólafur ekki vera mikill útilegumaður. En þó gæti verið að hann skellti sér í útilegu í sumar í góðra vina hópi og með gítarinn í för. Þurfti að flýja veðrið „Fyrir nokkrum árum fórum við fjöl- skyldan ásamt vinafólki okkar í útilegu í Héð- insfjörð. Það er ekki hægt að komast þangað nema gangandi eða sjóleiðina og við völdum að fara sjóleiðina. Þetta var alveg stórkostleg ferð fyrir þær sakir að veðrið var svo einstak- lega gott. Það var alveg bongóblíða, 22 stiga hiti og sól. Við skelltum okkur ásamt hund- inum okkar í vatnið í firðinum og syntum þar. Það var mjög skemmtileg lífsreynsla að synda í þessu vatni með hundinn við hliðina á sér. Um kvöldið grilluðum við lambalæri með því að grafa holu og elda það þannig. En þegar við vorum byrjuð að elda bárust okkur þær fréttir að það væri slæmt veður í aðsigi og okkur var ráðlagt að taka niður tjaldið. Við ákváðum að fara til Siglufjarðar á undan áætlun og við fengum far með mönnum sem voru þarna við veiðar. Við tókum því lærið upp úr holunni og pökkuðum því inn í plastpoka og það var svo klárað að borða það á Siglufirði. Það var gott að við komum okkur í burtu því það gerði mjög slæmt veður um nóttina. Aðra stundina syntum við á sund- fötum í vatninu og hina stundina þurftum við að flýja veðurofsannSiv segir því að þessi ferð líði henni seint úr minni.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.