blaðið - 30.06.2007, Page 32

blaðið - 30.06.2007, Page 32
32 LAUGARDAGUR 30. JÚNI 2007 blaðiö Þrjóskan ýtir sársaukanum burt Ijúlímánuði 1980 slasað- ist Ásgeir Sigurðsson, þá nítján ára, alvarlega þegar svifflugvél sem hann flaug brotlenti. Óvíst var hvort hann ætti nokkru sinni eftir að komast ferða sinna fótgangandi. Með aðstoð læknis og með viljastyrkinn að vopni tókst honum að læra að ganga á ný. Hann útskrifaðist úr tannlæknanámi frá Háskóla íslands árið 1988, stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum í þrjú ár í rótfyllingar- og tannslysa- fræðum og var aðstoðarprófessor við Norður-Karólínuháskóla í tæp tólf ár. Hann sneri heim til íslands árið 2004 og stundar tannlækna- störf hér á landi og í Bretlandi, auk þess að vera á stöðugum fyrirlestra- ferðum víðs vegar um heim. Fjórtán tíma aðgerð Ásgeir segist muna vel eftir slysinu sem gjörbreytti lífi hans. ,Ég var nítján ára gamall og hafði stundað svifflug í fjögur ár þegar slysið varð 26. júlí 1980. Ég var mik- ilí áhugamaður um flug, reyndar snerist allt líf mitt á þessum tíma um flug. Svifflugslys höfðu ekki orðið á íslandi í fimmtán ár en svo lentum við í slysi með viku millibili, ég og Jón Magnússon, félagi minn. Ég hafði verið að fljúga í góðu veðri um Hengilssvæðið og var að fikra mig niður á Sandskeið en lenti í niðurstreymi og erfiðleikum með hæð. Ég ákvað að lenda á gamla þjóðveginum sem lá þá rétt við Litlu kaffistofuna og flaug í smáhringi en gáði ekki að mér, flaug skakkt í beygjuna og vélin var á hvolfi i sextíu metra hæð. Þá var ekkert annað að gera en að reyna að bjarga sér. Ég man ekki til þess að ég hafi verið hræddur. Allavega hvarflaði ekki að mér að ég myndi deyja, það var nokkuð sem ég hafði alls ekki hugsað mér að gera. Mér hafði verið kennt að þegar maður ætlaði að brotlenda í hrauni þá ætti maður að láta vænginn fara niður fyrst og láta hann taka höggið. Ég gerði það og það varð mér til lífs. Ég man vel eftir högg- inu og biðinni eftir að hjálp bærist. Það eina sem ég hugsaði var að þetta hefði verið bölvað klúður hjá mér og að það væri vont að hafa skemmt svo fallega flugvél. Næsta minning er af því þegar sjúkraflutn- ingamennirnir komu og fluttu mig upp á spítala. í slysinu viku áður hafði Jón Magnússon hryggbrotnað illa en sjúkraflutningamenn áttuðu sig ekki á því og fóru ekki nægi- lega varlega. í mínu tilviki áttuðu þeir sig á því að ég væri sennilega hryggbrotinn og settu undir mig eins konar borð til að þurfa ekki að hreyfa mig. Á þessum tíma var ég í sumar- , vinnu í Bæjarútgerð Reykjavíkur þar sem ég sá um launabókhald. Ég hafði átt að vera að reikna út laun þennan dag en stalst í flugið. Á leið á sjúkrahús gerði ég mér grein fyrir því að ef ég léti ekki einhvern vita þá yrði ekkert borgað út fyrr en viku síðar. Ég lét sjúkraflutn- ingamann taka upp blað og blýant og þuldi upp nöfn og símanúmer manna sem ég vildi að hann hringdi í. Ég var mjög ákveðinn

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.