blaðið - 30.06.2007, Síða 33

blaðið - 30.06.2007, Síða 33
blaðió LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 33 og hann gerði þetta fyrir mig en sagði ekki neitt. Seinna sagði hann mér að hann hefði talið að ég hefði verið í áfalli eftir slysið og jafnvel með hálfgerðu óráði. Hann hefði þó hringt í einn þeirra manna sem voru á listanum og fengið staðfest að vit væri í erindi mínu. Ég hryggbrotnaði mjög illa og auk þess brotnuðu báðir ökklar og andlitið var skaddað. Það vildi mér til happs að Rögnvaldur Þorláksson læknir var á spítalanum þegar ég var fluttur þangað. Rögnvaldur var harður nagli og ekki allra. Hann var að fara af vaktinni þegar hann heyrði lækni segja að fætur mínir væru svo brotnir að það yrði að taka þá báða af. Rögnvaldur, sem hafði átt í einhverjum útistöðum við lækninn, hnussaði og sagði: „Það verður ekkert mál að bjarga þessu“. Rögnvaldur tók að sér verkið og lagði á sig fjórtán tíma aðgerð við að tjasla mér saman nóttina eftir slysið. Hann ákvað að bjarga fótunum því hann hafði von um það að ég gæti staðið í fæturna í framtíðinni þótt ég myndi senni- lega ekki geta gengið að neinu ráði. Ég var tvo mánuði á Borgarspít- alanum og lá þar með Jóni félaga mínum sem náði heilsu með tímanum. Síðan var ég fluttur upp á Grensásdeild þar sem ég dvaldi um tíma. Þar áttaði ég mig á því að ég var lítið slasaður miðað við flesta sem þar voru. Herbergisfélagi minn þar var jafnaldri minn sem var lamaður frá hálsi og niður úr. Hann hafði engar áhyggjur af líf- inu. Það sama átti við um mig.“ Tvö ár í hjólastól Lífþitt hlýtur að hafa riðlast mjög eftir þetta slys? „Ekki svo mjög. Eg tók þessu af jafnaðargeði,J)að var ekkert annað að gera. Eg átti mikið af góðum vinum og fjölskylda mín, sérstaklega móðir min, stóð þétt með mér. Ég var í námi i Mennta- skólanum í Reykjavík og Guðni rektor heimsótti mig á spíydann og sagði mér að hafa ekki áhyggjur af náminu, hann skyldi sjá til þess að ég gæti stundað skólann vandræðalaust. Hann stóð við þau orð og færði bekkinn minn niður á jarðhæð þar sem ég komst leiðar minnar í hjólastól. Ég lauk stúdents- prófi og hafði fyrir slysið hugsað mér að læra skurðlækningar. Eftir slysið gerði ég mér grein fyrir því að það væri útilokað að ég gæti sinnt vinnu sém skurðlæknir fastur við hjólastól. Ég vissi að ég yrði að velja mér fag sem ég gæti setið við. Tannlækniitgar urðu fyrir valinu og ég hóf nám í Háskóla íslands. Ég var tæp tvö ár í hjólastól meðan ég beið eftir að brotin myndu gróa. Ég hafði alltaf góða von um að komast á fætur en hvort ég ætti eftir að geta farið leiðar minnar að vild var ekki vitað. Ég reyndi að æfa mig í að ganga þótt ég gæti ekki einu sinni staðið í lapp- irnar. Ég stóð upp úr hjólastólnum til að geta verið uppréttur. Ég reyndi og prófaði. Eg bjó í húsi sem var ekki aðgengilegt fyrir hjólastól og varð að skríða til að komast inn á baðherbergi. Svo fékk ég mér göngugrind og þjálfaði mig sjálfur í að ganga upp á nýtt því ég hafði ekki aðgang að þjálfun á Grensásdeild á þeim tíma. Rúmum tveimur árum eftir að ég lenti í slysinu gat ég gengið óstuddur." Heldurðu að viljastyrkurinn hafi hjálpað þér? „Viljastyrkurinn og hjálp góðs læknis. f uppskurðinum gerði Rögn- valdur hluti sem höfðu ekki verið reyndir áður. Eftir þetta urðum við vinir og hann viðurkenndi seinna fyrir mér að það hefði ekki verið nein heilbrigð skynsemi í því sem hann gerði. En það skilaði árangri og það skiptir öllu máli.“ Hef aldrei horft til baka Varstu aldrei á þessum tíma við það að gefast upp? „Þegar maður stendur frammi fyrir vandamálum þá reynir maður Það er Ijóst að það eru sterk öfl í kringum okkur. Ég er viss um að þau hafa verið með mér þegar ég lifði slysið af og það að ég skuli vera þar sem ég er í dag, tuttugu og sjö árum seinna, er nokkuð sem ætti ekki að vera hægt. að leysa þau, með hörkunni ef þess þarf. Ég væri ekki þar sem ég er í dag nema vegna þess að ég hugsa á þennan hátt. Ég hef aldrei horft til baka, ég horfi einungis fram á veg.“ Trúirðu að œðri máttur hafi hjálpað þér? „Ég hafði á tímabili mikinn áhuga á spíritisma og fór stundnm á miðilsfundi í London án þess að segja nokkrum frá því og upplifði þar ýmislegt sem er engin leið að skýra. Það er ljóst að það eru sterk öfl í kringum okkur. Ég er viss um að þau hafa verið með mér þegar ég lifði slysið af og það að ég skuli vera þar sem ég er í dag, tuttugu og sjö árum seinna, er nokkuð sem ætti ekki að vera hægt. Æðri máttur hlýtur að eiga einhvern þátt í því.“ Finnurðu fyrir sársauka í dag? „Ég finn alltaf fyrir einhverjum sársauka í fótum og baki en það skiptir bara engu máli. Ef ég léti sársaukann hafa áhrif á mig þá legðist ég í rúmið. Ég hef aldrei viljað taka verkjalyf svo eina ráð mitt er að bægja sársaukanum frá mér. Það geri ég með því að hugsa Þegar maður stendur frammi fyrir vandamálum þá reynir maður að leysa þau, með hörkunni ef þess þarf. Ég væri ekki þar sem ég er í dag nema vegna þess að ég hugsa á þennan hátt. Ég hef aldrei horft til baka. ekki um hann. Ef ég sest niður og hugsa um sársaukann þá finn ég sterklega fyrir honum, en ef ég hugsa ekki um hann þá finn ég hann ekki. Á aðstoðarprófessorsárum mínum í Bandaríkjunum rannsak- aði ég í mörg ár, ásamt félögum mínum, hvað veldur því að sumir ráða við sársauka og aðrir ráða ekkert við jafnmikinn sársauka. Það er enn verið að leita að skýr- ingum en ákveðnar hugmyndir eru um að genin ráði þessu. f þessum rannsóknum gerðum við fíka sáffræðirannsóknir á fólki til að kanna hvað annað gæti ráðið þessum mismun á því hvernig fólk bregst við sársauka. Þá kom í ljós að þrjóska og viljastyrkur nýtast til að bægja frá sér sársauka eða lifa með honum. I Bandaríkjunum halda þessar rannsóknir áfram og Bandaríkjastjórn hefur tífaldað fjárstuðning til þeirra. Þetta eru gríðarlega spennandi rannsóknir." Tækifæri og tilviljanir Þú hefur náð mjög langt íþínu fagi en hefur aldrei kennt við Frábœr sumartilboö Mikiö úrval af eldhúsborðum & stólum Sí o Suprima 90x200cm 33.280,- áður ÁÆbuG. 1 20x200cm 42.400,- áður 53.0Uu 1 40x200cm 49.360,- áöur 61.7UÖ. Opið virka daga 10 til 18 laugadaga 11 til 16 HUSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2. KOP S:5 87 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG I HÚSGAGNAVAL. HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.