blaðið - 30.06.2007, Side 34

blaðið - 30.06.2007, Side 34
34 LAUGARDAGUR 30. JUNi 2007 blaðið Tannlæknirinn Maðursei ég hitti og þekkti ekkert áður gerði mér tilboð um að koma og vinna þar á tannlækna: sinni í London. 4 Frétt Morgunblaðsins frá 29. júlí 1980 RUKMMDIO. l-RIÐJUI>AGUR».JUl.Í 1960 Svif(htKntaðiirinn fluttur úr flmldnu. mm. s» t». Brotlenti svifílugu og slasaðist nokkuð UNfíllR maður slasaMsl folu- vrrt h1. lauiínrdaK. JnKar sviffluKa. wm hann flaiiK. hrntlrnti ,1 »»nmla SuAurlands vrjcinunt. skaimnt írú vcnln- um upp I JtWfsdal. ilann var á Iviðinni að Sandski iði cftir að hafa flot'ið u«n á HcnKÍlssvjrðinu, jH*Kar hann nkynriitri'a Irnii i niður- strcymi huj'ðist J»á nauð- lcnda vf-linni. Það (úk»t hins vcj»ar ckJti h«*tur cn svo. ttð unnar vscnKurinn lcnti í jorð* litni ok BU*ypti vclinni. Kannsókn rriálsins hjá Loft- frrðacftírlitinu cr ckki lokið, cn J>cttn cr i ammð sinn á viku, scin svifflujfit brotleiulír i ná|»renní Sandskciðs. Háskóla tslands. Stundum finnst manni að háskólar landsins hafni sínu bestafólki. „É g vil ekki nota orðið hafna. En það er hætt við vissri stöðnun í háskólasamfélaginu. Fólk hefur kannski verið þar lengi í stöðu og situr að ákveðnum hlutum. Ég skil vel að það sé ekki vilji til að standa upp og rýma fyrir nýjum mönnum. Ég hef ekki sóst hart eftir að fá stöðu hér á landi. Ég fer til London aðra hverja viku og er í þrjá til fjóra daga. Þar kenni ég á kvöldin í Istman Dental Institute sérfræði- nemura í mínu fagi. Á daginn sinni ég störfum á tannlæknastofunni, Lister House, sem er á besta stað í bænum við Wimpole Street. Maður sem ég hitti og þekkti ekkert áður gerði mér tilboð um að koma og vinna þar á tannlæknastofu sinni. Þetta var mjög gott tilboð sem ég tók. Þetta er dýr tannlæknastofa en fólk veit að það fær góða þjónustu. London er heillandi borg. Þegar ég var barn var hún borgin sem mig dreymdi um að fá að fara til. Fimmtán ára gamall sannfærði ég móður mína um að ég þyrfti að fara þangað einn. Ég lifði af að vera einn í viku í London. Ég hef alltaf kunnað vel við borgina.“ Þú heldur fyrirlestra víða um heim og skrifar í virt tímarit. Þetta bendir til að þú sért ekki bara að vinna vel heldur einnig að gera eitthvað öðruvísi en aðrir. „Það er fyrst og fremst þekking mín varðandi tannáverka og sárs- auka sem veitir mér ótal tækifæri. Margir hafa lesið greinar mínar um viðbrögð fólks við sársauka og finnst þetta spennandi sjónarhorn. Tækifærin sem ég hef fengið hafa byggst nokkuð á tilviljunum. Ég hitti þennan mann eða hinn og hann þekkir annan mann og svo fara hlutirnir að rúlla. Ég hef líka alltaf verið svo heppinn að eiga þess kost að vinna með góðu fólki.” Afhverju fluttirðu heimfrá Bandaríkjunum? „Fjölskyldan vildi flytja heim en það hefði verið þægilegra fyrir mig að vera í Bandaríkjunum. Strákur- inn minn var þrettán ára og hafði verið hér heima á sumrin og vildi vera unglingur á íslandi, ekki í Bandaríkjunum. Það var góð og rétt ákvörðun. Það skiptir miglitlu máli hvar ég bý og ég á sennilega eftir að búa einhvers staðar annars staðar í framtíðinni. En Island skiptir mig máli því hér er ég bund- inn vináttu við fólk sem ég hef Ég man vei eftir högginu og biðinni eftir að hjálp bærist. Það eina sem ég hugsaði var að þetta hefði verið bölvað klúður hjá mér og að það væri vont að hafa skemmt svo fallega flug- vél. Næsta minning er af því þegar sjúkraflutninga- mennirnir komu og fluttu mig upp á spítala. þekkt frá barnæsku." Ertu mjög jákvœður að eðlisfari? „Fólk í kringum mig segir að ég geti verið mikill þverhaus. Ég hef alltaf fylgt þeirri reglu að búast ekki við of miklu sem þýðir að ég verð aldrei fyrir vonbrigðum. Kannski má segja að í þessu viðhorfi felist einhvers konar neikvæðni. Ég tel mig samt jákvæðan undir niðri en ég lofa aldrei upp í ermina á mér.“ Heldurðu að slysið sem þú varðst fyrir nítján ára gamall hafi breyttþér? „Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Slysið breytti mér á vissan hátt eða kannski er réttara að segja að það hafi laðað fram vissa eiginleika sem ég vissi ekki að ég hefði. Þegar maður liggur slasaður á sjúkrastofu fer maður að hugsa ýmislegt og þroskast býsna hratt. Ég veit að ég væri ekki það sem ég er í dag nema vegna þess að ég lenti í þessu slysi og var nógu þrjóskur til að komast aftur á fætur. Ég var flautaþyrill og var að vasast í mörgu en þetta slys varð til þess að ég fór að einbeita mér að afmörkuðum hlutum og það varð til góðs. Annars segi ég stundum að ég sé safnari. Ég safn- aði frímerkjum þegar ég var lítill og með störfum mínum nú er ég að safna reynslu.“ kolbrun@bladid.net WJ ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sióðnum veqna ársins 2008 Þjóðhátfðarsjóður, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 361 frá 30. september 1977 með áorðnum breytingum, var stofnaður (tilefni af 1100 ára búsetu á fslandi 1974. Tilgangur sjóðsins en • að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vemd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið (arf. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt em, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög tii þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Á fimm ámm frá og með árinu 2007 mun sjóðurinn hafa um 20 m.kr. á ári til úthlutunar styrkja. Úthlutunum úr sjóðnum lýkur að þeim tima liðnum, þ.e. árið 2011 og er þá reiknað með að sjóðurinn hafi þegar úthlutað öliu fé sinu i samræmi við tilgang hans. Umsáknir Gerðar em skýrar fagiegar og fræðilegar kröfur til umsækjenda. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á vefsiðu Seðlabanka isiands http://www.sedlabanki.is/?PageiD=28. Enn fremur má nálgast eyðublöð í afgreiðslu Seðlabankans, Kalkofnsvegi 1, Reykjavik. Umsóknarfrestur ertil og nwð 31. ógúst 2007 og er stefnt að þvf að úthlutað verðl úr sjóðnum 1. desember 2007 með athðfn í Þjóð- menningarhúsinu. Umsóknir skai senda Þjóðhátiðarsjóði, Seðlabanka fslands, Kalkofnsvegi 1,150 Reykjavfk. Nánari upplýsingar veitir ritari sjóðsins f síma 569 9622 eða netfanginu:thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.