blaðið - 30.06.2007, Side 36

blaðið - 30.06.2007, Side 36
ÍÞRÓTTIR ihrottir@bladid.net LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 Ég held að Oden eigi ekki eftir að standa undir væntingum sem einhver ofurstjarna en hann á eftir að verða traustur miðvörður blaöiö SKEYTIN INN Tottenham hefurtryggt sér enska landsliðsframherj- ann Darren Bent fráCharltonfyrir 17 milljónir punda. Aldrei áður hefur Tottenham greitt jafnháa upphæð fyrir leikmann. Bent skrifaði undir sex ára samning hjá félaginu. Tilkoma Bents eykur enn á óvissu með framtíð Jermain Defoe hjá félaginu, þar sem hann færist aftar í goggunarröðina. England á enga framtíð fyrir sér í knattspyrnu ef ekki verður tekið í taumana. Þetta er álit Enska knatt- spyrnusambandsins sem sett hefur á laggirnar langtímaverkefni til að byggja upp boltatækni yngstu aldurshópanna. Alls koma 66 þjálf- arar að verkefninu. Um ein milljón barna á aldrinum 5 til 11 ára nýtur góðs af verkefninu næstu þijú árin. David Moyes, knatt- spyrnustjóri Everton, er í skýjunum þessa dagana.Tveiraf máttarstólpum liðs- ins, Tim Cahill og Mikel Arteta, hafa báðir samþykkt að undirrita fimm ára samning hjá félaginu. Arteta átti frábært tímabil í vetur og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu. Var hann meðal annars orðaður við nokkur stórhð á Spáni. T\ afael Benítez, 1-^ knattspyrnu- XVstjóri Liverpo- ol, er stórhuga í undirbúningi sínum fyrir næsta leiktímabil. Hann er sagður vera við það að klófesta einn eftirsóttasta leikmann Evrópu, spánska framherjann Fernando Torres. Hann er þó ekki ókeypis þvf Liverpool þarf að punga út 27 milljónum punda fyrir kappann. Svo gæti farið að miðjumaðurinn Luís Garcia fari í hina áttina. Eiður Smári Guðjohnsen er mikið á milli tannanna á fjölmiðlum í Bretlandi um þessar mundir. Þrátt fyrir að hafa haldið því fram að hann vilji vera áfram í herbúðum Barcelona, hefur hann ítrekað verið orðaður við Manchester United. Nú er Newcastle komið inn i myndina og er Sam AUardyce sagður vera í Barcelona að ganga frá samningum um kaup á stráknum okkar. Allardyce hyggst taka tvo fyrir einn-tilboðinu, því hann hefur þegar fengið samþykkt tilboð í Brasilíumanninn Edmilson. rautaganga Djibrill Cissé hjá Liverpool er líkast til á enda því ffanska félagið Marseillevillkaupa hann á fjórar millj- ónir punda. Liverpool keypti Cissé á 14 milljónir punda frá Auxerre árið 2004 og afskriftirnar því verulegar. Forráðamenn Chelsea hafa gefið það út að Arjen Robben fari hvergi. Hollendingurinn knái hefur verið orðaður við stórlið í Evrópu og Real Madrid er eitt þeirra. Eftir frábært tímabil í hittifyrra hef- ur Robben verið þjakaður af meiðsl- um og ekki náð að sýna sitt besta. Fátt um f ína drætti í NBA Greg Oden valinn fyrstur í nýliðavali NBA Seattle skipti á Ray Allen fyrir 5. valrétt ■ Enginn slagur um leikmennina Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Nýliðaval NBA-deildarinnar fór fram í fyrrinótt. Sérfræðingar vest- anhafs eru almennt á þeirri skoðun að fáir feitir bitar hafi verið í boði, alla vega eru ekki stórstjörnur á borð við Shaquille O’Neal, LeBron James og Kobe Bryant í kortunum þetta árið. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari íslandsmeistara KR og sérlegur áhugamaður um NBA, tekur undir þetta að mörgu leyti. „Það er eng- inn sem vitað er að verði frábær og það var ekki slagur um neinn ákveð- inn leikmann. En það eru alltaf ein- hverjir sem koma á óvart. Það bjóst til dæmis enginn við að Dwyane Wade yrði þessi súperstjarna sem hann er.“ Portland Trailblazers átti fyrsta valrétt í ár og varð miðherji að nafni Greg Oden fyrir valinu. Sjálfur segir Benedikt að hann hefði frekar valið Kevin Durant sem þykir betri al- hliða leikmaður. Er þá spurning NÝLIÐAVAL NBA Nýliðavalið fer fram á hverju sumri og þar geta liðin valið úr leikmönnum sem náð hafa 19 ára aldri. í flestum tilfellum koma leikmenn úr bandarískum háskólum. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að leikmenn úrframhaldsskól- um séu valdir. > Sífellt fleiri erlendir leik- menn taka þátt í nýliðaval- inu. Þeir voru 10 talsins í ár. hvort Portland gangi í sömu gildru og árið 1984 þegar liðið tók Sam Bowie fram yfir Michael Jordan, ákvörðun sem forráðamenn liðsins naga sig enn í handarbökin fyrir. „Eg held að Oden eigi ekki eftir að standa undir væntingum sem ein- hver ofurstjarna en hann á eftir að verða traustur miðvörður. Hann er ekki búinn að sannfæra mig ennþá. Hann fór langt á því í háskólabolt- anum að vera fullþroskaður karl- maður að spila við unglinga. Svo fer hann að mæta jafnvel hærri og sterkari mönnum, þá fer að reyna á tæknilegu hliðina á honum sem mér sýnist vera takmörkuð. En hann er ungur og á eftir að læra hell- ing,“ segir Benedikt. „Durant hefur meiri möguleika á að verða stjarna ef hann springur út. Hann er ungur, með mikið vopnabúr og góður al- hliða leikmaður." Benedikt segir fátt hafa komið sér á óvart í valinu. Einna helst hafi það verið skiptin sem Boston Celtics og Seattle Supersonics viðhöfðu eftir dráttinn. Þá fór Ray Allen til Boston í skiptum fyrir Jeff Green, sem val- inn var fimmti í fyrstu umferð í ár, ásamt fleiri leikmönnum. „Það er greinilegt að Seattle er að byggja upp frá grunni á meðan Boston hefur meiri áhyggjur af morgundeg- inum. Svo er líka athyglisvert að Chicago velur varnarsinnaðan leik- mann enn eitt árið. Þar á greinilega að byggja á varnarleiknum.“ e 1. val GREG ODEN Portland Trailblazers 19 ára Miðherji 2,13 metrar 114 kíló Skoraði 15,7 stig og tók 9,5 fráköst að meðaltali í leik með Ohio- ríkisháskólanum. Styrkleikar/veikleikar: Góður alhliða miðherji sem hefur ágætis möguleika á að verða einn af þeim betri í deildinni. Þykir góður varnarmaður. Ekki góð skytta og gæti tekið hann tíma í að aðlagast NBA-deildinni. Fróðleikur: Oden tók ekki eitt einasta 3 stiga skot allt tímabilið í fyrra. • 3. val Atlanta Hawks 21 árs ^ Framherji/miðherji 2,08 metrar 111 kíló Skoraði 13,2 stig og tók 9,5 fráköst að meðaltali í leik á síðasta ári sínu með Flórída-framhaldsskólanum. Styrkleikar/veikleikar: Nokkurs konar buff, kemst langt áfram á styrk og bar- áttu. Sendir boltann vel af stórum manni að vera. Stirður og ekki góð skytta. Fróðleikur: Horfort talar reiprennandi spænsku, enda fæddur í Dóminíska lýðveldinu. Faðir hans, Tito, lék í NBA á 9. og 10. áratugnum. • 5. val Boston Celtics (fór í skiptum til Seattle) 21 árs Framherji 107 kíló JEFFGREEN Skoraði 14,3 stig og tók 18 fráköst að meðaltali í leik með Georgetown-fram- haldsskólanum. Styrkleikar/veikleikar: Óeigingjarn og spilar mikið upp á samherja sína. Ágætis 3 stiga skytta. Fróðleikur: Ætlaði að læra sálfræði áður en hann var valinn í NBA. • 2. val KEVIN DURANT Seattle Supersonics, 18 ára Framherji 2,05 metrar 102 kíló Skoraði 25,8 stig og tók 11,1 frákast að meðaltali á iokaári sínu með Texas-háskólanum. Styrkleikar/veikleikar: Kraftmikill og góð- ur alhliða íþróttamaður. Hefur meiri burði en Oden til að slá í gegn. Skorar mikið og tekur mörg fráköst. Fróðleikur: Spilar alltaf í búningi númer 35, en faðir hans lést er hann var 35 ára. iMæmaisi Memphis Grizzlies fí|§. 20 ára ihjSms Bakvörður 1,85 metrar 82 kíló Skoraði 11,8 stig og gaf 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á síð- asta ári sínu með Ohio-ríkisháskólanum. Styrkleikar/veikleikar: Einstaklega snöggur og lipur í hreyfingum. Gott auga fyrir sendingum. Skortir styrk. Fróðleikur: Faðir hans, Mike Conley sr., varð ólympíumeistari í þrístökki 1992 og vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. • 6. val JIANLIANYI Milwaukee Bucks 20 ára Framherji 2,11 metrar 108 kíló Skoraði 24,9 stig og tók 11,5 fráköst að meðaltali í leik með Guandon Sothern Tigers í kínversku deildinni. Styrkleikar/veikleikar: Skemmtilegur leik- maður sem er mikið fyrir háloftafimleika. Ágætis skotmaður af stuttu færi. Er ekki sterkur og hefur þótt skorta baráttuvilja. Fróðleikur: Einn af tveimur Kínverjum sem valdir voru í nýliðavalinu i ár. Erfiður róður Valsmenn hafa lagt land undir fót og eru nú staddir á írlandi. Þar leika þeir við Cork City í annarri umferð Intertoto- keppninnar. Það verður á brattann að sækja fyrir Val því írska liðið vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. FH til Færeyja íslandsmeistarar FH mæta fær- eyska liðinu HB í fyrstu um- ferð undankeppni Meistara- deildar Evrópu, en dregið var í gær. Liðin mættust í NATA- bikarnum, sem er leikur milli íslensku og færeysku meistar- anna, fyrir tveimur árum og þá höfðu Hafnfirðingar betur, 4:1. Fari FH-ingar með sigur af hólmi mæta þeir annað hvort Apoel frá Kýpur eða Bate frá Hvíta-Rússlandi. KR og Keflavík til Skandinavíu KR mætir sænska liðinu Hacken í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Einn íslendingur leikur með Hacken, Valsmaðurinn Ari Freyr Gíslason. Bikar- meistarar Keflavíkur halda hins vegar til Danmerkur þar sem liðið leikur á móti Midtjylland. Evrópukeppni félagsliða er svæðaskipt og gátu því liðin einungis mætt félögum frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Konurnar í fremstu röö íslensk knattspyrnufélög eru í fremstu röð ef marka má lista sem Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, gaf út í gær. Breiða- blik og Valur eru í 12.-13. sæti listans með 17 þúsund stig sem gefin eru eftir árangri liðanna í Evrópukeppnum, sem og árangri íslenska kvennalands- liðsins. Turbine Potsdam frá Þýskalandi er í efsta sæti listans með 64 þúsund stig og Evrópumeistarar Arsenal eru í öðru sæti með 52.500 stig. Góður árangur hjá íslensku konunum.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.