blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 47

blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 47
blaöiö LAUGARDAGUR 30. JLINÍ 2007 47 Dúndurfréttir með dúndurtónleika Og það var kátt í höllinni Pétur Örn Guðmundsson er einn meðlima Dúndurfrétta sem gerðu allt vitlaust í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið er sveitin fékk Sinfóníuhljómsveit íslands til liðs við sig og flutti meistarastykkið The Wall eftir Pink Floyd. „Við fengum frábærar viðtökur og ég sjálfur var með gæsahúð allan tímann,“ segir Pétur en áhorfendur klöppuðu í góðar tíu mínútur á eftir og heimtuðu aukalag. „Við ákváðum fyrir tónleikana að flytja ekki uppklappslag, enda slíkt ekki hluti af verkinu sjálfu. Þegar á hólminn var komið leið okkur síðan auðvitað svolítið kjánalega að gera það ekki, en svona er þetta bara.“ Dúndurfréttir er sögð besta Pink Floyd- og Led Zeppelin-ábreiðu- hljómsveit allra tíma af blaðamanni hins virta tónlistartímarits Rolling Stone. „Hann var að gefa pöbbum ein- kunn og hitti á okkur fyrir tilviljun. Hann varð greinilega svona hrifinn og afgangurinn er kominn á spjöld sögunnar! Annars höfðum við lengi gengið með þessa hugmynd í mag- anum, að taka The Wall með Sinfó. Við bara töldum það ekki raunhæft fyrr en við sáum að Sálin reið á vaðið og hinar fylgdu á eftir; Todmo- bile og Nýdönsk og fleiri. Trommar- inn okkar, hann Oli, er einmitt líka trommari í Sinfó og hann bar þessa hugmynd upp sem þeir tóku bara vel í. Þeir voru allir mjög jákvæðir og líkt og með allar hljómsveitir er smá tilbreyting alltaf nauðsynleg,“ segir Pétur sem útilokar ekki frek- ara samstarf. „Við erum allir enn í endorfín- vímu en hugmyndir hafa verið að fljúga á milli manna og ekki loku fyrir það skotið að gera eitthvað meira þótt ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Það væri vissulega mjög gaman, við erum jú komnir þetta langt! Annars tókum við þessa tónleika upp, bæði hljóð og mynd, því við gáturn ekki hugsað okkur að enda 85 ára gamlir á elliheimili með bjór í hendi að útskýra grát- andi fyrir barnabörnunum að það eina sem eftir lifði væri minningin ein. Við vildum miklu frekar vera 75 ára garnlir á veröndinni okkar með bjór í hendinni og fartölvu í kjöltunni að hlusta á upptökurnar af tónleikunum, þó svo að það hafi kostað nokkra aukapeninga. Það er vel þess virði.“ Pétur Örn Var í engum vandræðum með háu tón- ana, frekar en fyrri daginn BLOGGARINN... Samframsókn „Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að banna innflutning á Búlgörum og Rúmen- um. Fyrir kosningar höfðu flokkar hennar skammað þriðja flokkinn fyrír rasisma. Þannig er hræsnin á íslandi í dag. Fyrir kosningar lofaði Samfylkingin, að frekari stóriðja yrði fryst i fjögur ár meðan málið yrði skoðað. Eftir kosningar er stóriðja á fullu og ekkert stopp. Samfylkinginviotar eftir kosningar sömu rök og Framsðjkn notaði fyrir kosningar. Að þetta sé ekki mál rikis, heldur sveitarfélaga. Þeim er auðvelt að múta. Þannig er Island i dag. Samfylkingin framkvæmir stefnu forsmáðr- ar Framsóknar." Jónas Kristjánsson jonas.is Vestfjarðavæl? „Hefheyrt talsvert um að Vestfirðingar séu alltaf vælandi.þá er gjarnan hnýtt við: hver heldurðu að nenni að búa á stað hvaðan ekkert nema eintómur barlómur heyrist frá? [,..]En hvað er barlómur? [..JErþaö barlómurþegar fólk biður um að fá að njóta ávaxtanna sem það færirþjóðarbúinu? Það erkannski ekki öllum Ijóst en útflutningsverðmæti frá Vestfjörðum eru á annan tug milljarða á ári - innflutningur til Vestfjarða er langtum minnij...] Ég lít á rödd Vestfirðinga sem stolta og kröftuga rödd sem lætur ekki bjóða sér annað en það besta - það er lika það sem svæðið á skilið. “ Grímur Atlason eyjan.is/grimuratlason Hvar er frelsið? „Ég get ekki að þvígert, en alltafþegar ungt fólk til hægri ípólitik, ber sér á brjóst og lætur mikinn yfir að vera boðberar frelsis og einstaklingshyggju, sérlegir fulltrúar frjálshyggju og nýrra tima, framtið- arleiðtogar íhaldsins, þá fæ ég hláturs- kast. [...] I fyrsta lagi dettur mér alltaf ihug kaupmannssonurínn úr Sölku Völku eða álfka persónur; rjómabolludrengir. I öðru lagi á sú pólitík sem Sjálfstæðisflokkurinn stundar, lítið skylt við frelsi í viðskiptum þvíávallt eru það hinir útvöldu synir og vinir sem njóta góðs af völdum flokksins. [..JÞetta er eins og að bjóða Hell's Ang- els gistingu í stofunni af þviþeir komu með svo mikið brennivin ípartíið. Hvar er þá frelsið?" Björgvin Valur sludrid.blog-city.com £&> UMFE RÐARSTOFA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.