blaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 bladiö blaði Útgáfufélag: Árvakur hf. Ritstjóri: Ólafur Þ. Stephensen Fréttastjórar: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Ritstjórnarfulltrúi: Elfn Albertsdóttir Æft fyrir öryggið Varnaræfingin Norðurvíkingur, sem farið hefur fram hér á landi und- anfarna daga, er ánægjuleg staðfesting á því að Island á góða bandamenn meðal nágrannaríkjanna, sem eru reiðubúnir að koma íslendingum til hjálpar ef ógn steðjar að öryggi landsins. Æfingin skiptist i tvo hluta. Annars vegar hafa verið æfðar hefðbundnar loftvarnir. Þar sem ísland á engan flugher, tóku íslenzkir starfsmenn tak- markaðan þátt í þessum hluta æfingarinnar, nema hvað Islendingar sáu um ýmsa stoðþjónustu við erlendu flugsveitirnar. Hins vegar eru æfð viðbrögð við hermdar- og hryðjuverkum. Þar æfðu saman íslenzkir lögreglumenn og norskir, danskir og lettneskir sérsveitar- menn, sem fá svipaða þjálfun og íslenzku sérsveitarmennirnir þótt þeir til- heyri her en ekki lögreglu. Gera má ráð fyrir að í framtíðinni muni árlegar æfingar af þessu tagi snú- ast í meira mæli um viðbrögð við óhefðbundnum ógnum á borð við hryðju- og hermdarverk og skipulagða glæpastarfsemi. Þá hafa verið æfð viðbrögð við náttúruhamförum og verður væntanlega gert aftur, enda er það eitt af verkefnum Atlantshafsbandalagsins að aðildarríkin veiti gagnkvæma að- stoð við slíkar aðstæður. Það þurfti ekki að koma sérstaklega á óvart að fámennur hópur „hern- aðarandstæðingá' mótmælti við norska sendiráðið því sem Stefán Pálsson, talsmaður hópsins, kallaði „fullorðið fólk að æfa vopnaburð og hermennsku sem hefur þann endanlega tilgang að heyja stríð og drepa fólk“. f samtali við Blaðið sagði Stefán líka: „Við höfum bent á að ef tilgangurinn sé í raun að efla varnir og löggæslu í landinu, þá eigum við að nota þessa peninga í að efla þær stofnanir sem við höfum og þjálfa upp íslenska sér- fræðinga í þessu.“ Málflutningur „hernaðarandstæðinga“ heldur engu vatni. Á því hefur raunar engin breyting orðið undanfarin sextíu ár eða svo. Ef þeir eru á móti hernaðarbrölti og stríðsrekstri en hlynntir öryggi og vörnum, hefðu þeir þá ekki átt að taka skýrt fram að þeir væru að mótmæla lofthernaðarþætti varnaræfingarinnar, en væru hlynntir æfingunni, þar sem íslenzkir lögreglumenn æfðu sig í að taka á móti hryðjuverkamönnum í samstarfi við erlenda starfsbræður? Loka „hernaðarandstæðingar" augunum fyrir því að hryðjuverkaógnin er til staðar? Að öll ríki, sem ekki skrifa upp á hugmyndafræði öfgamanna, geti hugsanlega verið skotmark þeirra? Og telja þeir - ef þeir álíta að hryðju- verkaógnin sé raunveruleg - að ísland geti eitt og sér varizt alþjóðlegum hryðjuverkamönnum? Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Norðurvíkings, benti á það í samtali við Blaðið í fyrradag, að öryggis- og landvarnir væru til að vernda rétt fólks á borð við „hernaðarandstæðinga“ til að tjá skoðanir sínar. Það er hárrétt. 1 bráðum sex áratugi hefur vestrænt varnarsamstarf tryggt frelsi andstæð- inga sinna til að hafa rangt fyrir sér. Ólafur Þ. Stephensen SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/PODCAST Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Hlaupafólk ir og markvissar teygjur, íftir hlaup, gera gæfumuninn! Teygjum okkur í betri líðan og hraustlegra útlit vins í verslunum Eymundssonar og Pennans. Gangi ykkur vel! Ika sum tilgóðs ms: m rTV... Salká www.salkaforlag.is Sklpholt 50c Jíkisendurskoúun, hl aiíogu i uíanríkísfyónustunrvi Ein lög fyrir alla Ein hjúskaparlög fyrir alla - þessa kröfu setti Kolbrún Halldórs- dóttir, þingkona Vinstri-grænna, fram sama dag og hin árlega gleðiganga var farin fyrir tæpri viku. Kolbrún tók þarna mikil- vægt frumkvæði í umræðu sem varðar mannréttindi okkar allra. Þessar hugmyndir hafa verið uppi í nokkur ár og til að mynda sendu Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra áskorun til Al- þingis árið 2005 um að breyta hjú- skaparlögum þannig að þau giltu um hjúskap tveggja einstaklinga en ekki aðeins hjúskap karls og konu. Raunin er nefnilega sú að hér á landi hefur hjúskaparmálum verið þannig háttað að aðeins karl og kona mega kallast hjón og er það orðað svo í téðum hjúskaparlögum sem sett voru árið 1993. Undan- tekning var s vo í raun gerð með lög- unum um „staðfesta samvist" árið 1996. Vissulega var sá lagabálkur mikil réttarbót á sínum tíma og mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Viðurkennt var í raun að fyrri tak- markanir á hjúskap væru óþarfar og engin ástæða væri til að leyfa aðeins hjúskap karls og konu. Um leið varð hins vegar til tvöfalt kerfi sem ekki fær staðist til lengdar. Um hvað snýst hjónaband? Áður fyrr var gjarnan litið á hjónaband sem samning milli tveggja ætta og barneignir voru lykilatriði. Stundum voru tilteknar eignir aðalforsenda hjúskapar. Frá og með rómantíska tímanum hefur viðhorf manna til hjónabands- KLIPPT 0G SK0RIÐ Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur látið tíl sín taka á fyrstu vikum ráðherradóms síns og það svo um munar. Vaskleg viðbrögð Guðlaugs í kjölfar frétta af lygilega löngum biðtíma fatlaðra eftir tannaðgerðum, vegna skorts á svæfingalæknum, sýna að þar fer maður framkvæmda en ekki orða- gjálfurs. Guðlaugi tókst líka það sem forverum hans tókst ekki, að finna 150 milljónir til að aukaþjón- ustu við börn og ungmenni með geðrasakanir. Guðlaugur kynnti í gær tillögur að aðgerðum til að taka á þeim vanda sem er til staðar núna og stefnumótun til lengri ins breyst og í raun hefur hjóna- bandið verið endurskilgreint í nútímanum. Nú lítum við fyrst og fremst á hjónaband sem ákvörðun frjálsra einstaklinga um að eyða ævinni saman. Óháð því hvort sú ákvörðun gengur eftir eða ekki (og það fer svo sannarlega ekki eftir kynhneigð!) er hún mergur máls- ins. Hjónaband snýst með öðrum orðum ekki um hæfileikann til að geta börn eða neitt annað sem gerir það að verkum að það eigi fremur að vera milli karls og konu en tveggja kvenna eða tveggja karla. Katrín Jakobsdóttir Því er rökrétt og í samræmi við breytta hugmyndafræði hjóna- bandsins að breyta hjúskapar- lögum og tala hreinlega um hjú- skap tveggja lögráða einstaklinga fremur en hjúskap karls og konu eins og nú er gert. Með þessu yrðu lögin einfaldari og gagnsærri og að sama skapi yrði sú réttarbót að ein lög giltu fyrir alla. Löggjafarvaldið hlýtur að fylgja almennum viðmiðum okkar um frelsi og jafnrétti. Vitaskuld á lög- gjafinn ekki að bíða aðgerðalaus eftir því að íslenska þjóðkirkjan útkljái það með sjálfri sér hvort hún er reiðubúin að mismuna fólki eftir kynhneigð þegar kemur að því að ganga í hjónaband. f þessum efnum á löggjafinn að ganga á undan og síðan hlýtur það að vera kirkjunnar manna að gera upp við sig hvort hjónaband tveggja einstaklinga af sama kyni stangast á við trúarhugmyndir þeirra. Við vitum nú þegar að ýmsir prestar eru reiðubúnir til að framkvæma slíkar vígslur og er sjálfsagt að heimila það. f þessu mannréttindamáli er hins vegar vart hægt að bíða eftir enn einu kirkjuþingi. Með nýjum hjúskaparlögum væru réttindi allra aukin. Þar með myndum við afnema hömlur á makavali sem enn eru lögbundnar hér á landi. Það er ekki þar með sagt að allir myndu nýta sér þessi réttindi en eftir sem áður væri réttur allra aukinn, ekki aðeins samkynhneigðra. Ein hjúskapar- lög eru sjálfsagður hluti af mann- réttindum og frelsi okkar allra og liður í því að afnema þá hugsun að aukin réttindi samkynhneigðra séu einkamál tiltekins hóps. Við erum jú öll jöfn fyrir lögunum í orði og eins gott að það sé þá á borði líka. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna tíma. Miljónunum 150 á að verja til verksins næsta eia og hálfa árið. Árum saman hefur verið fjargviðr- ast um vandann en minna verið um aðgeðrir. Björn Ingi Hrafns- son, formaður borgarráðs veltir fyrir sér tíðum skeytasendingum Össurar Skarphéðins- sonar, iðnaðarráðherra á dóms- og kirkjumálaráðherra. Björn Ingi vitnar í skrif Össurar um blogg- arann Friðjón Friðjónsson sem á sínum tíma var ráðinn af Birni Bjarnasyni til verkefna dómsmála- ráðuneytinu. Össur gefur lítið fyrir gagnrýni Friðjóns á ráðningu í stöðu hagfræðings í félagsmála- ráðuneytinu en Friðjón taldi yfir allan vafa hafið að þar hefði pólitík ráðið úrslitum. Össursegirþetta hitta Friðjón sjálfan fyrir sem á sínum tíma hafi verið ráðinn „harðpólitískri" ráðningu. „Hann var nefnilega beinlínis ráðinn til pólitískra verka sem fólust í að lyfta foringjanum af barnslegu trúnað- artrausti og níða skóinn niður af þeim Sjálfstæðismönnum sem voru að þvælast fyrir Birni Bjarnasyni,” skrifar Össur. Björn Ingi tínir fleira til í skrifuym Össurar og segir að i öllum öðrum löndum hefði pistill líkt og Össur skrifar vakið þjóðar- athygli. „Um hann væri fjallað í fjölmiðlum og jafnvel spurt hvort kominn væri upp trúnaðarbrestur í stjórnarsamstarfinu.“ the@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.