blaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 blaðiö ORÐLAUSTÓNLIST tonlist@bladid.net Ef ég er „Brjálaði Richard", hvernig myndi fólk líta á Jimi Hendrix í dag? Honum yrði komið fyrir á stofnun. Diaz og Mayer í eina sæng Leikkonan Cameron Diaz og tón- listarmaðurinn John Mayer eru nýjasta parið, en Mayer átti áður í ástarsambandi við söngkon- una Jessicu Simpson. Til Mayers og Diaz sást á veitingastað á þriðjudagskvöldið í New York en að sögn vina leikkonunnar hafa þau Mayer þekkst í þó nokkurn tima og eru góðir vinir. „Þetta er fyrsta stefnumótið þeirra en sam- skipti þeirra hingað til hafa ein- göngu verið á vinalegum nótum,“ segir vinkona stjörnunnar. Beckinsale í hasarmynd Breska leikkonan Kate Beck- insale segist hafa tekið af sér hlutverk í vampírumyndinni Und- erworld til þess að sýna fram á að hún geti leikið í öðrum myndum en enskum 18. aldar myndum. „Ég var búin að fá nóg af því að vera alltaf i sömu hlutverkunum. Fólk hélt að ég gæti ekki leikið í öðru en Jane Austen-myndum. Mér finnst samt mjög fyndið að hafa fengið hlutverk í hasarmynd og það var gaman að reyna á sig líkamlega. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið afar ólíkt ró- legu jómfrúarhlutverkunum sem ég hef fengið hingað til.“ Mjög fínir leðursandalar með innleggjum í stcerðum 41-46 á kr. 7.550,- Einlitir góðir leðursandalar með innleggjum í stœrðum 41-46 á kr. 7.550,- Misty, Laugavegi 178 Sími 551 2070 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf The Verve snýr aftur í haust með nýja breiðskífu Skólabókardæmi um rokkstjörnur Hljómsveitin The Verve snýr brátt aftur með nýja breiðskífu ífarteskinu. Þetta er þriðja endur- koma sveitarinnar, sem átti það til að rústa hljóð- verum í eiturlyfjavímu. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Richard Ashcroft er besti söngv- ari í heimi og Bitter Sweet Symp- hony [með The Verve] er örugglega besta lag sem samið hefur verið,“ sagði Chris Martin, aðalsprauta Coldplay, eitt sinni í blaðaviðtali. Hljómsveitin The Verve er ein merkilegasta breska hljómsveit tí- unda áratugarins, þó undirritaður ætli ekki að taka jafn djúpt í árinni og Chris Martin. Sveitin hætti störfum árið 1998 og nú, níu árum síðar, hyggst hún snúa aftur í þriðja sinn með nýja breiðskífu. Þá heldur sveitin i tónleikaferðalag í kjölfarið. Neitaði að taka við verðlaunum The Verve er skólabókardæmi um hóp af breskum, egóbrjáluðum rokkstjörnum. í fyrsta stóra við- talinu sínu við breska tímaritið Melody Maker, í júní árið 1992, þurfti blaðamaðurinn að bregða sér á klósettið. Á meðan hann létti á sér tók Richard Ashcroft, söngvari sveitarinnar, upptöku- tækið, stillti á upptöku og sagði: „Verve er besta hljómsveit sem ég nokkurn tíma hef tekið viðtal við. Orðaforði þeirra er ótrúlegur og útgeislun þeirra er óbærileg. Þetta er framtíðin." Þá er sagan af sveitinni þegar hún vann þrenn verðlaun á NME- verðlaununum árið 1998 löngu orðin fræg. Sveitin neitaði að fara upp á svið og veita verðlaununum viðtöku, heldur krafðist hún þess að þáverandi ritstjóri NME, Steve Sutherland, færði meðlimum stytt- urnar á borð sitt úti í sal. Íalsæluvímu Eiturlyf koma töluvert við sögu þegar The Verve á í hlut. Þegar sveitin var við upptökur á sinni ann- arri breiðskífu, A Northern Soul, þurfti að vefja hæsnaneti utan um hátalarana í hljóðverinu vegna þess að Ashcroft og félagar í sveitinni rústuðu hátölurunum reglulega í alsæluvímu. „Að fólk skuli telja mig brjálaðan sýnir bara hversu ruglaður heimur- inn er orðinn,“ lét Richard Ashcroft einu sinni hafa eftir sér, þrátt fyrir að sögur um mikla eiturlyfjaneyslu hans og hljómsveitarfélaga hans hefðu fyrir löngu verið komnar upp á yfirborðið. „Við erum komin svo langt frá skemmtun eins og hún var í gamla daga. Ef ég er „Brjálaði Richard", hvernig myndi fólk líta á Jimi Hendrix í dag? Honum yrði komið fyrir á stofnun.“ Vegurinn frá Wigan 1989TheVerveer stofnuð í Wigan í Englandi. 1990 Sveitin spilar á sínum fyrstu tón- leikum þann 15. ágúst. 1991 Spilarásínum fyrstu tónleikum í London. Richard Ashcroft, söngvari sveitarinnar, fer ekki í skó alla ferðina. í dómi NME um tónleikana er Ashcroft sagður vera súperstjarna. 1993 Fyrsta breiðskífan, A Storm In Heaven, kemur út. 1994 Spilar á tónlistar- hátíðinni Lollapalooza í Bandaríkjunum. Pete Salisbury trommari er handtekinn fyrir að rústa hótelherbergi og Ashcroft er lagður inn á spítala vegna ofþornunar. 1995 Gefur út sína aðra breiðskífu, A Nort- hern Soul. Stuttu síðar hættir sveitin. Innan tíðar snýr hún aftur sem Sensation. 1997 Byrjar aftur sem The Verve og gefa út smellina Bitter Sweet Symphony og The Drugs Don’t Work. Suttu síðar kemur út breiðskífan Urban Hymns sem ýtir sveitinni út í meginstraumsfrægð. 1998 Spilar á mögn- uðum 30.000 manna tónleikum í heimabæ sinum, Wigan. Sveitin hættir aftur. 2000 Richard Ashcroft lýsir yfir að líkurnar á því að sjá The Verve aftur saman séu engar. „Meiri líkur á að sjá Bítlana aftur saman á sviði,“ segir Ashcroft. 2007 The Verve kemur enn og aftur saman. Og í næstu viku: Bítlarnir? Ósætti í Violent Femmes Hljómsveitarmeðlimir Violent Femmes standa í ströngu þessa dagana. Bassaleikarinn Brian Ritchie sakar söngvarann Gordon Gano um að hafa eignað sér höfundarréttinn að nokkrum lögum sveitarinnar en Ritchie er að eigin sögn annar höfundur lag- anna. Ritchie sakar Gano einnig um að hafa eyðilagt orðspor sveit- arinnar með því að gefa skyndi- bitarisanum Wendy’s í Bandaríkj- unum leyfi til þess að nota Blister in the Sun, sem er eitt af þekkt- ustu lögum bandsins, í sjónvarps- auglýsingu. Gano segir hins vegar lögsóknina koma sér mjög á óvart þar sem hljómsveitin er nýkomin úr tónleikaferðalagi frá Suður- Afríku þar sem állt lék í lyndi í samskiptum þeirra Ritchie. I Jackson heldur forræðinu Nona Paris Lola hefur tapað forræðisdeilu við Michael Jack- son, en hin 36 ára gamla kona segist vera móðir barnanna hans þriggja. Málið hefur staðið yfir í nokkurn tíma en dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í vikunni þar sem hann hafnaði beiðni konunnar um sameigin- legt forræði á þeim forsendum að hún hefði ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að hún væri í raun og veru móðir barnanna. Michael Jackson heldur því fullu forræði yfir börnum sínum sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Svartasti blús frá horuðum bleiknefja Live at 8mm er fyrsta plata tón- listarmannsins Elliða Tumasonar í fullri lengd, gefin út undir lista- mannsnafninu ET Tumason. Áður hafði hann víst brennt geislaplötu í vafasömum gæðum, sem tryggði honum þó plötusamning hjá hinu nýstofnaða 8mm Music-plötufyrir- tæki. Plötufyrirtæki þetta er í eigu tveggja Kana sem búsettir eru í Berlín og mörgum íslendingnum að góðu kunnir, enda þykir þeim að eigin sögn fátt skemmtilegra en óhefluð drykkjumenning og strípihneigð íslendinga, sem fær að njóta sín óáreitt á 8mm bar þeirra þar sem umrædd plata er einmitt að mestu tekin upp. ET Tumason Live at 8mm ET TUMASON' MV« II *MM Eftlr Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net |TÓNLIST ★ ★★ Tónlist Elliða er undir greini- legum áhrifum frá delta-blústón- listarmönnum frá fimmta áratug síðustu aldar á borð við Robert Johnson og Fred McDowell. Ekkert frumlegt eða nýtt þar á ferð, heldur hreinrækaður suðurríkjablús. Ef hreimurinn kæmi ekki upp um hann myndi ég jafnvel hallast að því að Elliði væri þrekinn negri frá Mississippi, en ekki grannur bleik- nefji frá Reykjavík. Live at 8mm ber þess örlítið merki að vera frumraun Elliða. Söngurinn er mjög upp og ofan og lögin eru frekar misjöfn. Opnunar- lag plötunnar, Music, er virkilega gott lag þar sem rödd Elliða nýtur sín vel, öfugt við þau lög þar sem Elliði talar yfir gítarhljómana. „Opinion Always", sem er skondin pæling um togstreituna á milli kvenmanns og tónlistar í lífi listamannsins, er annað lag sem stendur upp úr. Þá er fyrra spuna- lag plötunnar mjög gott og sýnir hversu þróaður gítarleikari Elliði er, og síðasta eiginlega lag plötunnar, „Quit Bothering Me“, er virkilega fallegt. f heild er platan hin ágætasta, og það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig tónlist Elliða þróast. Á NETINU www.myspace.com/ettumason www.8mmmusik.com

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.