Bændablaðið - 25.01.2005, Síða 1

Bændablaðið - 25.01.2005, Síða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 8. febrúar Farmallinn sextugur á Íslandi Upplag Bændablaðsins 13.000 Þriðjudagur 25. janúar 2005 2. tölublað 11. árgangur Blað nr. 210 Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing 2005 13 og 21 Svínabændur íhuga innflutning á kjarnfóðri Hækkar verð á raforku? Norðmenn funda með íslenskum svínabændum Sem kunnugt er hafa norsk kynbótasvín verið flutt inn til Íslands um nokkurra ára skeið. Síðast voru flutt inn svín í ný- liðnum desembermánuði og tókst hann í alla staði mjög vel. Í norska svínaræktarfélaginu er sjálfstæð deild, Norsvin Inter- national, sem sér um sölu kyn- bótadýra á erlenda grund. Tveir fulltrúar deildarinnar heim- sóttu svínabændur nú í janúar, forstjórinn Øystein Jørem og Bjarne Holm kynbótafræðing- ur. Ásamt því að funda með for- ystumönnum svínabænda og ráðunauti í svínarækt heimsóttu þeir svínabúið Hýrumel á Vest- urlandi hjá Gunnari Ásgeiri Gunnarssyni og Karvel Karv- elssyni. Á fundinum var m.a. farið yfir síðasta innflutning á svínum frá Noregi og hvernig standa skyldi að næstu innflutningum á dýrum til Íslands. Fundurinn var ákaflega gagnlegur og komu margar góðar hugmyndir fram. Kemur m.a. til greina að svínabændur fari í námsferð til Noregs í vor til þess að kynna sér betur hvernig staðið er að kynbótum þar í landi ásamt uppeldi og fóðrun ásetningsdýra. Norska svínaræktarfélagið hefur skipulagt mörg námskeið fyrir svínabændur í sínu heimalandi og mun heimsókn í skóla þeirra án efa efla þekkingu svínabænda hér á landi enn frekar á umhirðu norskra kynbótadýra. /KK Helgi Jóhannesson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir í samtali við Bændablaðið að ef sú raforkuhækkun sem við blasir á landsbyggðinni gangi eftir muni margar garðyrkju- stöðvar leggjast af. Helgi segir að ef ekkert verði gert nemi raf- orkuhækkunin 40-45 milljónum króna hjá þessum notendahópi frá því sem verið hefur. ,,Þetta getur ekki farið svona fram, það sjá allir. Þegar við vor- um með raforkumálin í þinginu höfðu margir efasemdir uppi en svarið frá iðnaðarráðuneytinu var alltaf á þá leið að engin hækkun yrði. Nú hefur annað komið í ljós og það er ekki hægt að láta þetta fara svona," sagði Drífa Hjartar- dóttir, alþingiskona úr Suðurkjör- dæmi. Hún bendir á að auk garð- yrkjustöðvanna verði raforku- hækkun hjá fiskeldisstöðvunum og heimilum þar sem fólk hitar hús sín með rafmagni en þar verði 25% hækkun. Drífa segir að um þessar mundir sé verið að fara yfir þessi mál í iðnaðarráðuneytinu. ,,Síðan þarf að taka ákvörðun í ríkisstjórninni um aukinn styrk til þeirra sem verða fyrir þessari miklu raforkuhækkun. Það er ljóst að þingmenn munu þrýsta á um úrbætur í þessum efnum," sagði Drífa Hjartardóttir. Helgi Jóhannesson segir að gamli rafmagnstaxtinn hafi verið framlengdur út janúar en þá taki sá nýi við sem sé þegar tilbúinn. Áður þurftu garðyrkjubændur ekki að greiða svokallað aflgjald en nú eru engin sérkjör veitt og því mun raforkan hækka um 40-45 milljón- ir króna til garðyrkjustöðvanna. Hann segir að það sé dálítið breytilegt milli stöðva hve hækk- unin verði mikil og fari eftir notk- un. ,,Í nokkrum tilfellum verður um tugprósenta hækkun að ræða ef engar breytingar verða gerðar," sagði Helgi Jóhannesson. Atvinnulíf á lands- byggðinni í hættu Nokkrir svínabændur hafa afl- að sér tilboða í að kaupa heila skipsfarma erlendis frá til þess að ná niður fóðurkostnaði. Hugmyndin er að skipið sem fengið yrði til að flytja kjarnfóðr- ið færi umhverfis landið og los- aði það á nokkrum höfnum. Það sem málið hefur aðallega strand- að á til þessa er að það vantar korntanka úti á landi. Stofnkostn- aður yrði því nokkuð mikill. En nú er svo komið að menn virðast tilbúnir til að taka þennan slag. Bændablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkuð langt sé síðan þessi hugmynd fæddist hjá svína- bændum og að þeir hafi unnið að málinu í kyrrþey til þessa. Um- ræðan hefur eflst mjög að undan- förnu og samkvæmt heimildum blaðsins fara svínabændur nú al- varlega yfir málið. Sjá nánar um fóðurmál bls 11. Mynd: Birna Baldursdóttir Sigrún Guðmundsdóttir virðir fyrir sér risa grýlukerti í Flúðanefi austan við Vík í Mýrdal. Mynd: Jónas Erlendsson Klakaströnglar á þorra Sjá á bls. 8

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.