Bændablaðið - 25.01.2005, Qupperneq 5

Bændablaðið - 25.01.2005, Qupperneq 5
Þriðjudagur 25. janúar 2005 5 Verð fyrir framleiðslurétt eða kvóta í mjólkurframleiðslu er í sögulegu hámarki um þessar mundir og myndu margir orða það þannig að það væri út úr kú, ef tekið er mið af því verði sem fæst fyrir mjólk í afurðastöðvun- um. Orsakir þessa eru ýmsar og má glöggt sjá á spjallsíðum bænda að jafnvel menn í for- ystusveit stéttarinnar eru ekki á eitt sáttir um þessi mál. Sumir telja að nú sjái ungir menn í stéttinni sæng sína út breidda og selji meðan verðið er svo hátt, en aðrir segja einfaldlega: Hér er markaðurinn að tala sínu máli, þetta er fínt svona, líka fyrir bændur! Hvað sem því líður er verið að byggja upp stór fjós á nokkrum stöðum um landið sem krefjast þess að viðkomandi bændur þurfa að kaupa viðbót- arkvóta á sama tíma og fáir vilja selja þeim hann. Einnig er talið að inn í greinina séu nú að koma fjárfestar sem hvergi koma ná- lægt búskap en vilja nú eignast jarðir með stórum kúabúum, það er einfaldlega "inn". Slíkir peningamenn, auk afurðastöðva og jafnvel banka, leggja fé til kvótakaupa hver sem betur get- ur. Þannig eru hæstu tölur sem heyrast um lítrann á mjólk þessa dagana tæpar 400 krónur eða 393 krónur (skv. spjallvef bænda). Þess má geta að bændur fá um 83 krónur fyrir lítrann þegar hann er lagður inn í af- urðastöðvarnar. Margir telja að þessi mikli verðmunur leiði til þess að einhverjir bændur muni hverfa úr greininni, einfaldlega selja framleiðslurétt sinn, greiða upp skuldir og nýta fjós og önn- ur mannvirki til annarrar starf- semi. Hvað sem verðinu líður hlýtur að þurfa að óttast að ein- hverjir bændur, sem fengur væri í að stunduðu áfram bú- skap, verði ekki lengur viðloð- andi greinina. Einn af yngri bændunum í Borgarfirði hefur einmitt tekið þá ákvörðun að selja kvóta sinn, greiða upp skuldir og snúa sér að öðru. Greiðir skuldir og á afgang Samkvæmt skrám Bændasamtak- anna eru nú 866 aðilar skráðir fyrir greiðslumarki í mjólk en voru á sama tíma fyrir ári 902 talsins og 953 í ársbyrjun 2003. Það fækkar því hratt í stéttinni eins og tölurnar sýna. Einn af þeim bændum hér á Vesturlandi sem hefur nú ákveðið að selja kvóta sinn og hætta mjólk- urbúskap er Brynjólfur Guð- mundsson, bóndi í Hlöðutúni í Stafholtstungum. Hann er meðal yngri manna í stéttinni, einungis rétt rúmlega fertugur. Byggði hann nýtt fjós fyrir um fimm árum, hef- ur ræktað jörð sína af myndarskap og keypt kvóta sem alls nemur nú 130 þúsund lítrum. Aðspurður um ástæðu þess að hann hyggst nú selja kvótann sagði Brynjólfur í samtali við Skessuhorn: "Þegar verðið er komið allt upp í fimm- falda ársveltu fyrir framleiðsluna þá hlýtur maður að staldra við og hugsa sinn gang. Það er einfald- lega horfin öll rekstrarhyggja úr þessu. Ég reikna með að þetta verð sé ekki viðvarandi enda í sjálfu sér ekkert vit í því. Með því að selja kvótann núna get ég greitt upp all- ar mínar skuldir en átt samt jörðina sem eins konar lífeyrissjóð. Vissu- lega skulda ég nokkuð þar sem fjósið er einungis fimm ára gamalt og ég hef keypt 70-80 þúsund lítra viðbótarkvóta til að geta nýtt það skynsamlega. Skuldirnar koma vissulega niður á afkomunni en samt sem áður er þetta enginn nauðungargjörningur, heldur fram- kvæmt að vel athuguðu máli í ljósi kvótaverðsins og þeirrar bindingar sem við losnum um leið undan." Brynjólfur segir að nú sé aðili að selja fyrir sig kvótann og gerir hann ráð fyrir að fá fyrir hann 350 krónur á lítrann þrátt fyrir að 30% hans sé þegar notaður á yfirstand- andi verðlagsári. Hvað við tekur sagði Brynjólfur: "Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Er ungur enn og get vel hugsað mér að sýsla við ýmislegt. Byrja líklega á að breyta fjósinu til að geta nýtt það í annað og sný mér í framhaldi af því að annarri vinnu sem verður ekki eins bindandi." MM Athyglisverð frétt í Skessuhorni Borgfirskur bóndi með nýlegt fjós selur kvótann og borgar allar sínar skuldir Magnús Magnússon, blaðamaður Skessuhorns, sem gefið er út á Vesturlandi, ræddi á dögunum við Brynjólf Guð- mundsson, bónda í Hlöðutúni í Stafholtstungum. Bændablaðið fékk góðfúslegt leyfi Magnúsar til að birta þessa frétt. Jarðgöngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar Kalla á endur- bætur á búnaði slökkviliðsins í Austurbyggð Í Austurbyggð (áður þéttbýl- ið á Fáskrúðsfirði og Stöðv- arfirði) er nú unnið að því að koma upp betri aðstöðu slökkviliðsins á Fáskrúðs- firði og endurnýja á tækja- búnað þess. Það eru fyrst og fremst jarðgöngin, sem verið er að gera milli Fáskrúðs- fjarðar og Reyðarfjarðar, sem kalla á þessar endur- bætur. Sömuleiðis á samein- ing byggðarlaganna þátt í þessu. Steinþór Pétursson, sveit- arstjóri Austurbyggðar, segir að slökkviliðið þurfi hentugri búnað en það hefur nú þegar umferð um göngin hefst. Hann segir slökkviliðið á Fáskrúðs- firði hafa verið á hálfgerðum hrakhólum með búnað sinn. Húsnæðið sem það hefur yfir að ráða er svo lítið að það rúmar ekki öll tæki og tól slökkviliðsins, úr því þurfi að bæta. Á fundi byggðarráðs Aust- urbyggðar fyrir skömmu var lagt til að við sameiningu slökkviliðanna verði ráðinn einn slökkviliðsstjóri og síðan varðstjóri á hvorum stað. Fjósið í Hlöðutúni er aðeins um 5 ára gamalt.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.