Bændablaðið - 25.01.2005, Side 6

Bændablaðið - 25.01.2005, Side 6
6 Þriðjudagur 25. janúar 2005 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Landbúnaðarháskóli Íslands Námsbrautarstjórar Skipaðir hafa verið námsbraut- arstjórar við Landbúnaðarhá- skóla Íslands og er hlutverk þeirra að annast faglega umsjón námsbrautanna, stuðla að þróun þeirra og annast gæðastarf í samstarfi við deildarstjóra og aðstoðarrektor kennslumála. Námsbrautarstjórar eru eftirfar- andi: Háskólanám Búvísindabraut - Ríkharð Brynj- ólfsson. Landnýtingarbraut - Anna Guðrún Þórhallsdóttir. Umhverfisskipulagsbraut - Auð- ur Sveinsdóttir. Diplomanám (30 einingar) á háskólastigi - Ól- afur Melsted. Starfsmenntanám Blómaskreytingabraut - Júlíana Sveinsdóttir. Búfræðibraut - Sverrir Heiðar Júlíusson. Garð- og skógarplöntubraut - Guðríður Helgadóttir. Skrúðgarðyrkjubraut - Bald- ur Gunnlaugsson. Ylræktar- braut - Björn Gunnlaugsson. Í skógfræði á háskólastigi verður ekki skipaður brautar- stjóri að sinni en umsjón þeirrar brautar verður í höndum kennslustjóra og aðstoðarrektors kennslumála. Sama gildir um starfsmenntabrautir í skógrækt og umhverfisfræði. Kaupir Kári Stefánsson hrossabúgarðinn á Ármóti? Sú saga gengur nú í Rangárþingi að Kári Stefánsson hjá Íslenskri erfðagreiningu ætli sér að kaupa jörðina Ármót en þar er einn allra glæsilegasti hestabúgarður landsins. Kári er mikill áhuga- maður um hesta og hefur fjárfest í nokkrum af þekktustu hrossum landsins undanfarna mánuði og misseri. Reiknað er með að Ár- mót fari a.m.k. á 300 milljónir króna. Búfjáreftirlitsgjald sett á í Rangárþingi eystra? Hjá Rangárþingi eystra er nú til skoðunar er að taka upp búfjár- eftirlitsgjald fyrir haustheim- sóknir til bænda sem ekki skila skýrslum um ásetning og fóður á réttum tíma. Jafnframt verður sett á gjald fyrir sérstakar auka- heimsóknir ef um vanhöld á bú- fé er að ræða. Reiknað er með að þetta geti orðið samræmt gjald í allri Rangárvallasýslu og jafnvel V-Skaftafellsýslu líka. Skíðaparadís í Tindfjöllum? Sveitarstjórn Rangárþings ytra ætlar að kanna það hvort hægt sé að koma upp skíðaparadís á Tindfjöllum en fjöllin þykja mjög ákjósanleg undir slíka starfsemi. Í því skyni hefur ver- ið ákveðið að koma upp sjálf- virkri veðurathugunarstöð í fjöllunum áður en frekari ákvarðanir um skíðaparadísina verða teknar. Félagsmálaráðuneytið stað- festir sameiningu fjögurra sveitarfélaga Hinn 7. janúar sl. staðfesti fé- lagsmálaráðuneytið sameiningu fjögurra sveitarfélaga í umdæmi sýslumannsins á Blönduósi. Sveitarfélögin sem sameinuðust eru Bólstaðarhlíðarhreppur, Sveinsstaðahreppur, Svína- vatnshreppur og Torfalækjar- hreppur en íbúar allra sveitarfé- laganna samþykktu sameining- una í atkvæðagreiðslu sem fram fór 20. nóvember sl. Bændur þurfa að vera vakandi gagnvart því að kynna sig og sín verk gagnvart almenningi og þá ekki síst börnum og unglingum. Þetta helgast meðal annars af þeirri staðreynd að liðin er sú tíð að þéttbýlisbörn hópist út í sveit á sumrin. Tæknin í sveitum landins er orðin slík að það er ekki lengur sama þörf á vinnu- fólki á sumrin. Bændasamtök Íslands hafa um árabil leitt fræðslustarf meðal barna og ung- linga, en á þeirra vegum heimsækja bændur tugi grunnskóla hvern vetur og bóndi í Húnavatnssýslu tekur árlega á móti um tvö þúsund krökkum sem dvelja í skólabúðunum á Reykjum. Þá eru ótaldir þeir bændur sem bjóða leik- og grunnskólum til sín á vorin. Alls eru fjórir bæir sem taka á móti leik- skólabörnum og krökkum úr yngstu bekkjum grunnskóla, þrír fyrir sunnan og einn norðan heiða. Þeir eru Miðdalur og Grjóteyri í Kjós og Bjarteyjarsandur í Hvalfirði og Stóri-Dunhagi í Hörgár- dal. Alls heimsóttu sveitina 17.500 ein- staklingar á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 800 í Eyjafirði. Í heildina er því um að ræða um 18.300 manns sem er mjög mikil aukning frá fyrra ári þegar 14.700 manns heimsóttu sveitina. Fyrir- tæki bænda og fyrirtæki nátengd þeim vinna einnig gott starf á þessum vett- vangi, m.a. með kynningu á starfsemi sinni. Það getur skipt sköpum fyrir íslensk- an landbúnað að hann sé vel kynntur meðal þeirra kynslóða sem erfa munu landið. Í skólastofum landsins sitja leið- togar og neytendur framtíðarinnar. Verkefnið „Dagur með bónda“ hófst árið 1999 og nú þegar hafa nokkrir skól- ar sett heimsókn bónda í 7. bekk sem fastan lið í skólanámsskrá og þar með sýnt mikinn áhuga og traust. Sem dæmi má nefna að frá hausti 2003 til vors 2004 hittu bændur um 1.900 nemendur í tæplega 100 bekkjardeildum. Miðað við þær undirtekir sem bænd- urnir hafa fengið má ætla að það sé raunhæft að bjóða skólum enn frekara samstarf, t.d. nemendur í 10. bekk. Verkefni af þessu tagi útheimtir raunar víðtækt samstarf aðila innan landbúnað- arins og er þá ekki síst horft til landbún- aðarskólanna. „Dagur með bónda“, sem Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi III undir Eyjafjöllum, stýrir fyrir hönd BÍ er ákaf- lega lifandi og skemmtileg aðferð til að kynna landbúnað fyrir þeim sem litla eða enga þekkingu hafa á þessu sviði. Það er samdóma álit þeirra bænda sem að heimsóknum standa að bestur árang- ur í kynningu af þessu tagi náist með traustu sambandi við neytendur, í þessu tilfelli nemenda og kennara. Bændasamtökin fá reglulega umsagn- ir kennara sem hafa farið með nemendur sína á Tannstaðabakka, sem er skammt frá skólabúðunum að Reykjum. Þar hefur bóndanum og tónlistarmanninum Skúla Einarssyni tekist að kveikja áhuga fjöl- margra nemenda á landbúnaði. Íslenskir bændur hafa með ýmsu móti ræktað almenningsálitið og þar eru skóla- bændur mikilvægur hlekkur. Því þarf að halda áfram lifandi og persónulegum tengslum við grunnskólana og í fram- haldi af því kanna möguleika á einstök- um eða reglulegum kynningum af svip- uðu tagi á efri skólastigum, að háskólum meðtöldum. En miðað við hraða og breytingar í nútímasamfélagi er áríðandi að bændur séu fulltrúar þess sem er stöð- ugt og áreiðanlegt og í nánum tengslum við náttúru landsins og fólkið sem þar býr. Búnaðarþing hefur fjallað um sam- starf bænda og skóla og ljóst að það er vilji þingsins að haldið verið áfram á þeirri braut sem búið er að marka. Undir þetta hefur t.d. Framleiðnisjóður tekið og aðstoðað við að kynna landbúnaðinn í skólum landsins. Félög og fyrirtæki bænda, hvar sem þau er að finna, þurfa að taka höndum saman við í fræðslumál- unum. Það er hagsmunamál bænda að landbúnaðurinn sem heild vinni saman í þessum málaflokki. /ÁÞ. Leiðarinn Smátt og stórt Bændur og kynning á landbúnaði meðal barna og unglinga Talið er afar ólíklegt að Evrópu- sambandsaðild verði tekin á dagskrá í Noregi á næstu árum. Ástæðan er ekki síst stjórnmála- landslagið í landinu en þrátt fyr- ir að tveir stærstu stjórnmála- flokkar Noregs, Verkamanna- flokkurinn og Hægri flokkurinn, séu fylgjandi aðild þá eiga þeir ekki samleið í neinum öðrum stórum málaflokki. Því er talið útilokað að þeir myndi ríkis- stjórn saman og fyrir vikið ekki í kortunum að mynduð verði rík- isstjórn í Noregi að óbreyttu sem sett gæti aðild að Evrópusam- bandinu á dagskrá enda allir hinir flokkarnir meira eða minna andsnúnir aðild. Þingkosningar verða í Noregi nú í ár en flestir virðast þó sam- mála um að Evrópumálin verði ekki eitt af aðalmálunum í kosn- ingabaráttunni, þ.á.m. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra lands- ins. Norskir Evrópusambandssinn- ar hafa raunar lýst því yfir að þeir muni ekki mæla með því að Norð- menn sæki um aðild að Evrópu- sambandinu í þriðja skiptið nema það sé nokkuð öruggt að hún verði samþykkt. Það yrði ekki gott fyrir þeirra málstað að þurfa að fara með þriðja nei-ið til Brussel, en eins og kunnugt er hafa Norðmenn tvisvar hafnað aðild að Evrópu- sambandinu í þjóðaratkvæði, 1972 og 1994. Raunar virðist það vera nokkuð almenn skoðun í Noregi að ekkert vit sé í að sækja um aðild að sambandinu að nýju nema það endi örugglega með aðild. Stuðningsmenn aðildar að Evr- ópusambandinu hafa yfirleitt verið í meirihluta í skoðanakönnunum upp á nokkur prósentustig í gegn- um tíðina. Sjálfstæðissinnar hafa þó alltaf komist með reglulegu millibili í meirihluta inn á milli, síðast í ágúst sl. Hafa stjórnmála- skýrendur sagt í því sambandi að fylgi við aðild sé hvorki nógu mik- ið í Noregi nú né nógu stöðugt til þess að hægt sé að hugleiða nýjar aðildarviðræður af einhverri al- vöru. Oft áður hafi verið mun meiri og stöðugari stuðningur við aðild en nú. Aðrir hafa bent á að í raun sé spurning hversu mikið skoðanakannanir, sem gerðar eru þegar engin sérstök barátta er í gangi á milli stuðningsmanna og andstæðinga Evrópusambandsað- ildar, segi til um niðurstöðu hugs- anlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið komi einhvern tímann til hennar. Í því sambandi hefur t.a.m. verið bent á það hvernig leikar fóru í Svíþjóð á síðasta ári þegar kosið var um það hvort taka ætti upp evruna þar í landi eða ekki. Þegar sænska ríkisstjórnin ákvað að setja málið í þjóðaratkvæði höfðu skoðanakannanir ítrekað sýnt að mikill meirihluti Svía styddi upptöku evrunnar. Síðan hófst barátta andstæðra fylkinga og niðurstaðan varð, eins og kunn- ugt er, að sænskir kjósendur höfn- uðu evrunni með afgerandi hætti. Fleiri dæmi eru um slíka þróun mála. Það er því full ástæða til að fara varlega í það að draga of mikl- ar ályktanir af skoðanakönnunum sem gerðar eru þegar ekki er virki- lega verið að takast á um málið. Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum Norðmenn eru ekki á leið í ESB Upplag: 13.000 eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Næsta blað Næsta blað kemur út 8. febrúar Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smá- auglýsingar þurfa að að berast í síðasta lagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.