Bændablaðið - 25.01.2005, Qupperneq 7

Bændablaðið - 25.01.2005, Qupperneq 7
Þriðjudagur 25. janúar 2005 7 Kristján Eiríksson sendi þennan skemmtilega pistil á Leirinn fyrir skömmu: ,,Fjallkonuháttur eða a.m.k. sum afbrigði hans var á öldum áður nefndur Hakabragur og hefur Jón Samsonarson skrifað um þann brag lærða ritgerð í Véfréttir, af- mælisrit sem fært var Vésteini Óla- syni fimmtugum. Hvað varðar vís- urnar hér á eftir "um mikið magn af snjó" þá geta þær vart talist Haka- bragur þó einn, tveir eða þrír hort- ittir séu í hverri vísu. Af þykkum snjó er mikið magn sem má nú sjá að af honum sé eitthvert gagn er af og frá. Já, nú er mikið magn af snjó og mæða slík að gárungunum gefst ei ró á Grenivík. En regnið kemur bráðum blautt þá byrjar þjór og landið verður aftur autt og enginn snjór. Þessir hortittir gefa vísunum reyndar ekkert skáldskapargildi enda það aðeins á færi snillinga eins og Stefáns Vagnssonar og Haralds Hjálmarssonar frá Kambi. Sem dæmi um Hakabrag tekur Jón Samsonarson meðal annars þessar vísur." Svei þér, Rauður, farðu veginn, faðir minn sagði. Rauður gaf sig ekki að því og drattaði suður eftir. Og Haki er sig herlegur mann, heldur á hatti sínum. Það kann verða annað ár að betri hattur fáist. Að landinu hraki Margar vísur í hakabrag flæddu inn á Leirinn. Stefán Vilhjálmsson sendi þennan pistil: ,,Alltaf þegar ekta leirburður er til umræðu dreg ég fram gamla og gulnaða úrklippu með eftirfarandi hendingum eftir óþekktan höfund. Þær birtust í blaði (Dagblaðinu eða Tímanum?) honum til háðung- ar. Greinilega ortar í bullandi kosn- ingabaráttu." Alþýðuflokkinn allir þekkja, sem stjórna þarf á lóðinni. Á verðbólgunni mun hann klekkja, svo líki allri þjóðinni. Lóðin okkar landið er, með skuldafen að baki. Vaxtatölur sýna mér, að landinu okkar hraki. Gerið ekki grín að mér Guðbrandur Guðbrandsson sendi þennan pistil á Leirinn: ,,Mér dettur í hug gömul "vísa" frá því á miðri síðustu öld, sem kveðin var í einhvers konar atvinnubóta- vinnu á Hofsósi af öllum stöðum, þar sem menn mokuðu skurð upp á gamla mátann með skóflum og hökum. Einhver ágreiningur mun hafa orðið ofan í skurðinum um vinnusiðfræði og þá kvað einn og lokaði umræðunni þar með: Gerið ekki grín að mér með gamla húfu og ljóta, ég gef mér þó tíma til að fara í mat og kaffi. Mér skilst að ekki hafi verið kveðið meira í þeim vinnuflokki þann dag- inn." Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Í flestum löndum er bygg nú lítið notað til manneldis en samt hentar það ágætlega í margs konar matvæli. Telja má líklegt að hollustugildi byggsins muni stuðla að auk- inni hagnýtingu þess í matvælaiðnaði. Í þessu sambandi eru trefjaefni byggsins sér- staklega athygliverð. Trefjaefnunum er skipt í óleysanleg trefjaefni og vatnsleysan- leg trefjaefni. Óleysanlegu trefjaefnin stuðla að heilbrigði ristilsins en þau vatnsleysan- legu geta aftur á móti haft dempandi áhrif á blóðsykur og lækkað styrk kólesteróls í blóði. Meira er af vatnsleysanlegum trefja- efnum í byggi en hveiti svo hægt er að auka hollustu brauðvara með því að bæta í þær byggi. Einnig er athyglisvert að í byggi eru andoxunarefni sem veita vörn gegn skaðleg- um áhrifum vissra efna í líkamanum. Margt er þó enn óljóst um magn andoxunarefna í hinum ýmsu korntegundum og hvaða áhrif þau hafa. Fjölmargir möguleikar eru á notkun byggs til manneldis eins og vikið verður að hér að neðan. Hin ýmsu byggyrki geta hentað misjafn- lega eftir því um hvers konar hagnýtingu er að ræða. Bygg sem á að nota til bjórgerðar þarf að hafa aðra eiginleika en þegar um bakstur er að ræða. Trefjainnihaldið getur verið breytilegt og er svokallað nakið bygg einna trefjaríkast. Í Noregi og Kanada er unnið þróunarstarf til að auka nýtingu byggs til manneldis. Byggfram- leiðendur í Kanada standa fyrir heimasíðu (www.albertabarley.com) með fjölbreyttum upplýsingum um bygg til manneldis. Brauðgerð Hægt er að nota bygg í talsverðum mæli við framleiðslu á brauðum og öðrum bökunarvör- um. Á þessu sviði hefur byggið bæði kosti og galla. Kostirnir felast í hollustunni eins og greint var frá hér að framan. Þegar við blönd- um byggmjöli saman við hveiti, aukum við trefjaefnainnihald blöndunnar og hollustu hennar. Bökunariðnaðurinn mun blanda byggi saman við hveitið þegar menn sjá sér hag í því og hollustuímyndin skilar aukinni sölu. Þetta er alveg óháð því hvort innlendir framleiðendur koma sinni vöru á framfæri. Erlend fyrirtæki bjóða brauðgerðunum tilbúnar lausnir, bæði mjöl og uppskriftir. Einnig er farið að vinna trefjaefnin úr byggi erlendis og selja til íblönd- unar í hveiti. Til þess að íslenskt byggmjöl verði samkeppnishæft þarf það meðal annars að hafa svipaða eiginleika og erlent mjöl. Mjölið má ekki vera of grófmalað því þá eru vatns- binding og fleiri eiginleikar með öðrum hætti en fyrir fínmalað mjöl. Þegar bygg er notað til brauðgerðar er helsti galli þess sá að minna er af glúteni en í hveiti. Glútenið myndar netbyggingu sem er nauðsyn- leg til að ná fram lyftingu brauða. Ekki er ráð- legt að nota meira en sem svarar 40% af bygg- mjöli í brauðuppskriftir. Í brauðvörur sem ekki byggja á lyftingu er hægt að nota hærra bygg- hlutfall. Takmarkað glúten í byggi hefur þó þann kost að sumir einstaklingar sem hafa glú- tenóþol geta borðað brauð úr byggi. Þótt bakstur úr byggi gangi vel í heimahús- um er ekki þar með sagt að sama uppskriftin gangi fyrir vinnslulínur brauðgerðanna. Deigið þarf að hafa ákveðna eiginleika þegar sjálfvirk- ar vélar fletja það út, skera og flytja á færi- böndum. Bakararnir eru vanir tilbúnum lausn- um og ef eitthvað fer úrskeiðis getur það kallað á mikla vinnu. Starfsmenn Matra gerðu nýlega tilraun með bakstur á flatkökum úr byggi og hveiti. Hlutfall byggmjöls var allt að 60% af mjölinu og afgangurinn hveiti. Deig úr þessari blöndu fór áfallalaust gegnum vinnslulínu í bakaríi og byggflatkökurnar voru mjög bragð- góðar. Ef til vill mætti stuðla að framleiðslu brauðvara úr byggi á landsbyggðinni og tengja vörurnar svæðinu og hollustu. Bruggun Maltað bygg er mikilvægasta hráefnið við bjór- gerð. Framleiðsla á möltuðu byggi er nokkuð flókið ferli sem fer fram í stórum verksmiðjum, svokölluðum malthúsum. Miklar kröfur eru gerðar til byggsins sem notað er til möltunar. Tæknilega er mögulegt að nota bygg beint til bjórframleiðslu í stað maltaðs byggs en þá þarf að bæta í ensímum. Þetta er þó algjör undan- tekning og stóru brugghúsin nota maltað bygg. Um 5% af byggframleiðslunni í Evrópu eru notuð til framleiðslu á áfengum drykkjum. Þróunin hefur verið sú að bjórverksmiðjur verða stærri og stærri. Í alþjóðlegu samhengi eru íslenskar bjórverksmiðjur litlar einingar. Hugsanlegt er að hægt verði að nota íslenskt bygg að hluta á móti innfluttu byggi. Það ætti að vera áhugavert að tengja bjórinn Íslandi. Litlar framleiðslueiningar sem framleiða pil- sner og bjór geta líka átt framtíð fyrir sér við hlið risanna, sérstaklega ef varan er tengd ákveðnu landsvæði. Framleiðsla af þessu tagi þarf að yfirstíga ýmis vandamál og afla þarf til- skilinna leyfa svo sem starfsleyfis. Ýmsir réttir Hægt er að nota bygg í fjölmarga rétti og unnin matvæli. Nefna má morgunkorn, grauta og súpur og bygg má nota í stað hrísgrjóna. Bygg- mjöl og bankabygg frá Eymundi Magnússyni í Vallanesi er til í mörgum verslunum. Það eru því ýmsir einstaklingar að nota bygg til matar- gerðar í heimahúsum. Eymundur hefur einnig markaðssett tilbúna rétti úr byggi. Markfæði Trefjaefnin í byggi skapa því jákvæða heilsu- ímynd. Því vaknar spurningin hvort hægt sé að kynna bygg sem heilsuvöru á sama hátt og mjólkuriðnaðurinn kynnir LGG+ og LH. Þessar mjólkurvörur eru taldar til markfæðis en það veitir ekki aðeins næringarefni heldur eflir einnig heilsu. Hvað sem þessum möguleikum líður er ljóst að bygg er það heilsusamleg fæða að ástæðulaust er að nota það ekki til manneld- is. Þurrkunin er mikilvæg Þegar hugað er að notkun á byggi til matvæla- framleiðslu er mikilvægt að það sé vel þurrkað og mygla nái ekki að þrífast í mjölinu. Ákveðn- ir myglusveppir geta myndað náttúrleg eitur- efni sem eru skaðleg fólki og skepnum. Mat- vælaeftirlit víða um heim leggur mikið upp úr því að þessi efni séu ekki í matvælum. Myglu- eitur hafa lítið verið til skoðunar á innlendum vettvangi. Reyndar getur verið að kuldinn hamli myndun myglueiturs verulega meðan hans nýtur við. Ánægjulegt er að kornbændur hafa komið upp góðum búnaði til að þurrka byggið og fyrirhugaðar eru endurbætur á þessu sviði. Ólafur Reykdal Matvælarannsóknum Keldnaholti Bygg af ökrum Leirár í Leirár- sveit er notað í Þorrabjór frá Öl- gerð Egils Skallagrímssonar. Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem bjór er framleiddur hér á landi úr ís- lensku byggi. Alls verður Þorra- bjór með Leirárbyggi tappað á 45 þúsund flöskur. Jónatan Her- mannson, tilraunastjóri á Korpu, sem manna mest hefur unnið að framgangi kornræktar á Íslandi, segir að nái íslenskt korn fullum þroska sé það jafn gott og korn af útlenskum ökr- um. Sem dæmi má nefna að fljótþroska Skegla er afar svip- uð náfrænkum sínum í Svíþjóð. Ásgeir Kristinsson á Leirá sagði að 600 kíló af byggi hefðu farið í Þorrabjórinn. "Þetta er til- raun og mjór er mikils vísir," sagði Ásgeir en auk íslenska byggsins var notað innflutt, maltað bygg. "Það skiptir bændur máli að hér er verið að nota fyrsta flokka ís- lenska afurð. Á þessu er enginn kvóti og hér gætu leynst mögu- leikar ef vel tekst til." "Það er gaman þegar eitthvað nýtt og óvænt skýtur upp kollin- um," sagði Haraldur Benedikts- son, formaður BÍ. "Nú er bjórinn orðinn að búvöru sem fáir áttu von á. Þetta gefur líka kornræktinni nýja vídd. Ef sala á þessum Þorra- bjór gengur vel hljótum við að velta fyrir okkur næstu skrefum sem gætu verið að malta byggið hér heima. Víða erlendis má finna staðbundin, lítil brugghús og vel má vera að við getum gert eitthvað svipað." Ásgeir sagði að víða legðu ferðaþjónustufyrirtæki mikla áherslu á að geta boðið ferðafólki mat og drykk sem sann- arlega ætti uppruna sinn á viðkom- andi stað. Ásgeir segir það hafa verið á vettvangi Búhöldurs, félags í eigu Búnaðarfélags Hvalfjarðar, bænda sunnan Hvalfjarðar og sveitarfé- laga á svæðinu, sem farið var að ræða þessa framleiðslu af alvöru. Félagið á og rekur sáningsvél, þreskivél og þurrkara ásamt ýmsu smálegu sem fylgir kornræktinni sem farið hefur vaxandi sunnan heiðar, sem og annars staðar á Vesturlandi. "Við komum saman á aðalfundi 2003. Yfir kaffibolla eft- ir fundinn þá heyrði ég að hópur manna var að ræða hvað gæti orð- ið um sláturhúsið við Laxá. Þar var því fleygt í gríni hvort það væri ekki sniðugt að brugga þar. Ég henti þessi orð á lofti og hafði samband við þá Ölgerðarmenn daginn eftir. Guðmund Már Magn- ússon, bruggmeistari hjá Ölgerð- inni, skellti sér í heimsókn í sveit- ina nokkrum dögum síðar, kíkti á kornakrana og leist bara vel á. Hann var reiðubúinn að gera til- raun og nú er afraksturinn kominn í ljós og var tappað á flöskur sl. miðvikudag," segir Ásgeir. Bjórinn orðinn búvara Hér eru þeir Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, Ásgeir Kristinsson, Leirá og Guðmundur Már Magnússon, bruggmeistari Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Framhjá þeim á færiböndum renna þúsundir flaskna með Þorra- bjór. Bygg til manneldis

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.