Bændablaðið - 25.01.2005, Síða 10
10 Þriðjudagur 25. janúar 2005
Reiknað endurgjald
Ríkisskattstjóri hefur gefið út
reglur um reiknað endurgjald
fyrir árið 2005 og eru þær eftir-
farandi:
Sauðfjárbóndi; árslaun 1.068.000
kr. eða 89.000 kr. á mánuði.
Kúabóndi; árslaun 1.392.000 kr.
eða 116.000 kr. á mánuði.
Aðrir bændur; 2.136.000 kr. eða
178.000 kr. á mánuði.
Hve mikið á sauðfjárbóndi,
sem hefur 400 fjár eða fleiri á
fóðrum, að skila mánaðarlega í
ríkiskassann?
Staðgreiðsla skatta er 37,73%
af launum. Draga má frá launum
lífeyrissjóðsiðgjald sem er 4% af
launum. Tryggingargjald er hins
vegar 5,73% af launum og mót-
framlagi í lífeyrissjóð. Þar sem
bændur greiða ekki mótframlagið
almennt séð er það ekki tekið
með í þessum útreikningum.
Sauðfjárbóndi skal reikna sér
89.000 kr. í laun á mánuð.
Reiknaður skattur er 32.237 kr og
persónuafsláttur er 28.321 kr.
Staðgreiðsla verður þá 3.916 kr.
og tryggingargjald 5.100 kr.
Samtals setur hann á seðilinn
"Staðgreiðsla opinberra gjalda og
skilagrein vegna launagreiðslna"
9.015 kr. sem hann á að greiða.
Ef makinn vinnur einnig við búið
hækka þessar tölur og sama er að
segja ef hann greiðir laun. Sé
færra á fóðrum lækkar reiknað
endurgjald hlutfallslega.
Hve mikið á kúabóndi að
skila mánaðarlega sem fyrirfram-
greidda skatta?
Kúabóndi skal reikna sér
116.000 kr. í laun á mánuð.
Reiknaður skattur er 42.016 kr.
og persónuafsláttur er 28.321 kr.
Staðgreiðsla verður þá 13.695 kr.
og tryggingargjald 6.647 kr.
Samtals setur hann á seðilinn
"Staðgreiðsla opinberra gjalda og
skilagrein vegna launagreiðslna"
20.342 kr sem hann á að greiða.
Ef makinn vinnur einnig við búið
hækka þessar tölur og sama er að
segja ef hann greiðir laun.
Af vef RSK má lesa eftirfar-
andi: "Þegar hjón eða samskattað
sambúðarfólk standa saman að
atvinnurekstri eða sjálfstæðri
starfsemi skal hvort hjóna um sig
ákvarða sér reiknað endurgjald í
samræmi við reglur þessar og
skiptist rekstrarhagnaður milli
þeirra í hlutfalli við reiknað end-
urgjald þeirra. Vinni það hjóna,
sem ekki stendur fyrir atvinnu-
rekstrinum, með maka sínum skal
meta því reiknað endurgjald eins
og það hafi verið unnið af óskyld-
um eða ótengdum aðila og telst
rekstrarhagnaður þá vera tekjur
þess sem stendur fyrir atvinnu-
rekstrinum."
"Skattstjóra er heimilt að fall-
ast á að reiknað endurgjald sé
lægra en viðmiðunarfjárhæðir
fjármálaráðherra kveða á um ef
rökstuðningur og gögn framtelj-
anda og eftir atvikum þess lögað-
ila, sem hann tekur eða á að taka
laun hjá, réttlæta slíka ákvörðun."
Lækka má reiknuðu endur-
gjaldi ef tap á rekstrinum verður
meira en almennar fyrningar árs-
ins. Elli- eða örorkulífeyrisþegar
geta ekki myndað tap með reikn-
uðum launum.
Bændum skal einnig bent á að
vefskil er þægileg leið fyrir þá
sem eru með þokkalega netteng-
ingu. Sjá nánar á RSK.is.
Ketill A. Hannesson,
ráðgjafi á hagfræðisviði B.Í.
SKATTAMÁL
Þrír flokkar
Bændum í ferðaþjónustu má í raun
skipta í þrennt: Í fyrsta lagi þá sem
eru með hefðbundinn búskap og
bjóða upp á gistingu á bæjum
sínum. Í öðru lagi bændur sem,
auk hefðbundins búskaps, bjóða
upp á gistingu og hestaferðir og í
þriðja lagi bændur sem eru hættir
öllum búskap og hafa breytt húsa-
kostum þínum og þjónustuháttum
til að geta boðið eingöngu upp á
þjónustu við ferðamenn. Sem
dæmi um þá þjónustu sem þeir
síðastnefndu bjóða upp á eru, auk
gistingar, golf, veiði, hestaferðir,
heitir pottar og veitingastaður með
rekstri þar sem bæði er boðið upp á
morgunmat og kvöldverð.
Samsett trygging
Þeir bændur sem falla undir fyrstu
tvo flokkana eru oftast með
ákveðna samsetta tryggingu, sem
inniheldur m.a. ábyrgðartrygg-
ingu, fyrir hefðbundinn búskap
(landbúnaðartrygging). Mikilvægt
er að bændur átti sig á því að þessi
ábyrgðartrygging nær ekki til
þeirrar ferðaþjónustu sem þeir
bjóða upp á.
Í því sambandi skal hér bent á
tvö dæmi: 1. Bóndi gleymir að
loka hliði á landareign sinni með
þeim afleiðingum að hestur í hans
eigu sleppur út og veldur tjóni á
eigum þriðja aðila. Slíkt tjón
fengist bætt úr ábyrgðartryggingu
bóndans. 2. Sami bóndi fer sem
leiðsögumaður með ferðamenn,
sem eru með öllu óvanir hestum, í
útreiðartúr. Einn hesturinn reynist
alltof viljugur og tekur skyndilega
á rás með þeim afleiðingum að
knapinn dettur af baki og slasast.
Hefðbundin ábyrgðartrygging
bóndans myndi ekki ná yfir þetta
slys og hann gæti því þurft að
borga úr eigin vasa skaðabætur
sem geta hlaupið á mörgum
milljónum króna og gæti slíkt
reynst honum þungt í skauti. Það
skiptir því miklu fyrir þessa
bændur að vera með sérstakar
ábyrgðartryggingar fyrir ferða-
þjónustuna þar sem starfsemin er
tryggð sérstaklega, þ.e. ábyrgðar-
trygging vegna hestaferða. Slíkt er
ekki síður mikilvægt fyrir við-
skiptavini þeirra því mikilvægt er
að þeir geti treyst því að fá tjón sitt
að fullu bætt sem aðrir valda þeim.
Að sama skapi þurfa bændur að
vera með ábyrgðartryggingu vegna
gistirýmisins sem þeir bjóða upp á
þar sem þeir gætu hugsanlega
orðið skaðabótaskyldur vegna
tjóns sem rekja mætti til van-
búnaðar í gistirýminu.
Þeir bændur sem hafa alfarið
snúið sér að ferðaþjónustu og eru
þ.a.l. hættir öllum búskap þurfa
eðli máls samkvæmt ekki að vera
með hefðbundna ábyrgðartrygg-
ingu bænda. Þeir þurfa á hinn
bóginn að vera með ábyrgðar-
tryggingu sem nær yfir alla þá
þjónustu sem þeir bjóða upp á fyrir
ferðamenn. Mikilvægt er að öll
starfsemin sé tilgreind í trygging-
unni. Sem dæmi má nefna ferða-
þjónustubónda sem býður upp á al-
hliða ferðaþjónustu, þ.m.t. veit-
ingarekstur. Hann myndi tilgreina
í vátryggingaskírteinið alla þá
þjónustu sem hann býður
viðskiptavinum sínum upp á, t.d.
heita pottinn, golfvöllinn, dans-
staðinn/kránna, hestaferðirnar og
að sjálfsögðu húseignina sem hann
hýsir ferðamennina í.
Bótaskylda
Mönnum er sjálfsagt enn í fersku
minni þegar þakið rifnaði af Hótel
Skaftafelli, Freysnesi, í einni vind-
hviðunni þegar óveður geysaði þar
í september sl. Mildi þótti að
enginn þeirra fjömörgu gesta er
þar voru slasaðist. Þessi atburður
vakti upp spurningar um
hugsanlega bótaskyldu rekstrar-
aðila eða eiganda hótelsins ef slys
hefði orðið á gestum. Ekki ætla
ég að leggja mat á bótaskyldu
vegna þessa tiltekna atburðar, en
til þess að aðili geti orðið
bótaskyldur vegna samskonar
aðstæðna þarf að vera hægt að
sýna fram á að húseign hans hafi
að einhverju leyti verið vanbúinn,
t.d. að hægt hafi verið að rekja
slysið til vanrækslu á viðhaldi
húseignarinnar. Með öðrum
orðum, það að þak rifni af húsi í
óveðri með þeim afleiðingum að
gestir í húsinu slasist, leiðir ekki
eitt og sér sjálfkrafa til
bótaskyldu eiganda eða
rekstraraðila viðkomandi hús-
eignar.
Endurskoða brunabótamat
Meðal annarra trygginga sem
ferðaþjónustubændur þurfa sér-
staklega að huga að má fyrst
nefna lögboðna brunatryggingu
fasteigna. Oft eru bændur búnir
að leggja út í töluverðan kostnað
með því að breyta húsakosti
sínum til að þjónusta ferðamenn.
Með þessum breytingum eru þeir
oft að auka verðmæti húseigna
sinna. Er því ákaflega mikilvægt
og þeim jafnframt skylt að hafa
frumkvæði að því láta
endurskoða brunabótamat eigna
sinna ef þeir hafa farið út í
fyrrnefndar framkvæmdir. Þarf
heldur ekki að fara mörgum
orðum um hversu bagalegt það
getur orðið fyrir bændur ef t.d.
kveiknar í húsi þeirra og eignin er
ekki nægilega vel vátryggð.
Rekstrarstöðvunartrygging
Þá má einnig nefna rekstrar-
stöðvunartryggingu. Hún bætir
fjárhagslegt tjón vátryggðs vegna
stöðvunar á rekstri í kjölfar
bruna- vatns- og innbrotstjóns.
Rekstrarstöðvunartryggingin er
reiknuð út samkvæmt rekstrar-
reikningi fyrirtækis og skal upp-
færa tryggingu a.m.k. einu sinni á
ári miðað við nýjan rekstrar-
reikning. Bændur í ferðaþjón-
ustu eru oft búnir að gera skuld-
bindingar fram í tímann, þ.e. búið
er að panta gistingu og ferðir hjá
þeim langt fram í tímann og
bændur eru því búnir að gera
viðeigandi ráðstafanir með til-
heyrandi kostnaði. Það er því oft
mikið lagt undir og þeir mega illa
við því að reksturinn stöðvist í
einhvern tíma og geta orðið fyrir
verulegu fjárhagslegu tjóni ef
þeir eru ekki tryggðir fyrir slíku
rekstrartapi.
Vátryggingar skipa mikilvæg-
an sess í tvinnurekstri. Með
þessari umfjöllun hér að framan
er ekki verið að leggja neitt mat á
það hvort bændur í ferðaþjónustu
hugi almennt séð nægilega vel að
vátryggingum í sínum rekstri,
heldur er með henni fyrst og
fremst verið að benda á
mikilvægi vátrygginga vegna
ýmissa áhættuþátta í rekstrinum.
Höfundurinn er Sigurður B.
Halldórsson, hdl.
og starfsmaður VÍS.
Þessi grein birtist í blaðinu fyrir
jól. Vegna mistaka við uppsetn-
ingu greinarinnar er hún endur-
birt. Blaðið biðist velvirðingar á
mistökunum. Millifyrirsagnir eru
blaðsins.
Ábyrgðartryggingar
vegna ferðaþjónustu bænda
Ábyrgðartrygging er vátrygging gegnskaðabótaábyrgð sem vátryggður kann aðbaka sér gagnvart þriðja manni vegna
atvika sem hafa tjón í för með sér og hann ber
ábyrgð á. Sumar ábyrgðatryggingar eru lögboðn-
ar svo sem ábyrgðartrygging bifreiða og annarra
skráningarskyldra ökutækja. Aðrar ábyrgðar-
tryggingar er mönnum frjálst að kaupa hjá
vátryggingafélagi. Meðal þeirra er hin
svokallaða almenna ábyrgðartrygging sem
atvinnurekendur fyrst og fremst taka til að vá-
tryggja sig gegn bótakröfum sem á þá kunna að
falla í sambandi við atvinnurekstur. Mjög
mikilvægt er fyrir rekstraraðila að huga að
ábyrgðartryggingum gegn skaðabótakröfum
vegna tjóns af einhverju tagi sem þeir kunna að
valda utanaðkomandi aðilum. Skiptir þá í raun
ekki máli hvort aðilar eru með reksturinn á eigin
nafni eða í formi sameignar- eða hlutafélags. Þar
sem skaðabótaábyrgð er oft flókið lögfræðilegt
úrlausnarefni, ber vátryggðum að leita samráðs
við sitt tryggingafélag um réttarstöðu sína, ef
hann er krafinn skaðabóta vegna tjóns, sem hann
er talinn eiga sök á.