Bændablaðið - 25.01.2005, Síða 12
12 Þriðjudagur 25. janúar 2005
Fjölmargir bændur og veiði-
menn sem Bændablaðið hefur
rætt við halda því ákveðið fram
að bæði ref og mink hafi fjölgað
hér á landi og þá ekki síst refn-
um. Menn benda á að refurinn
sé orðinn afar ágengur við híbýli
fólks víða á landinu, jafnvel að
hann sé farinn að sækja að sum-
arhúsabyggð, tjaldstæðum og
öðrum svæðum ferðamanna.
Bændur á Suðurlandi sem
rækta skóg segja að í fyrstu hafi
mófuglar verið í skógunum. Nú
sjást þeir varla en menn mæta
refum á ferð um skógsvæði sín.
Ýmsu er kennt um fjölgun á
ref. Hlýrri vetur undanfarin ár hafi
verið honum hagstæðir, hætt er að
greiða fyrir refaveiðar á hálend-
inu, friðland refsins á Hornströnd-
um og síðast en ekki síst sá sam-
dráttur sem orðið hefur á fjárfram-
lögum frá ríki til sveitarfélaga til
að greiða fyrir refa- og minka-
veiðar.
Áki Ármann Jónsson, for-
stöðumaður veiðistjórnunarsviðs
Umhverfisstofnunar, segir að
samkvæmt rannsóknum Páls Her-
steinssonar þá hafi fjölgun í refa-
stofninum almennt verið nokkuð
stöðug síðan upp úr 1980. Fjölg-
unin byrjaði reyndar fyrr á vestan-
verðu landinu og seinna á austan-
verðu landinu. Engar stofnstærð-
artölur eru til fyrir minkinn en
nefndar hafa verið tölur á bilinu
8.000-70.000 sem heildardýra-
fjöldi. Ef veiðiálag hefur verið
stöðugt frá 1957 má gera ráð fyrir
að stofnstærð hans hafi þrefaldast
eða fjórfaldast á því tímabili.
Áki Ármann var spurður hvort
friðun refs á Hornströndum eigi
þátt í fjölgun refs á landinu vest-
anverðu?
,,Þetta er lítið þekkt en fjölgun
refs (aukning í veiði) í nágrenni
Hornstranda hefur ekki verið
meiri en annars staðar á landinu,"
segir Áki Ármann.
Hann segir það óþekkt hvaða
áhrif það hafi haft á refastofninn
þegar hætt var að greiða mönnum
fyrir refaveiðar á hálendinu. Nú-
verandi fjölgun hafi byrjað mun
fyrr en sú ráðstöfun var gerð. Að-
spurður um áhrif þess á veiðarnar
að ríkið lækkaði framlag sitt til
sveitarfélaganna til að greiða fyrir
veiðarnar segir Áki Ármann að
aukning hafi orðið í refaveiðum
úr 4.832 í 5.500 á milli ára en
samdráttur hafi orðið í minka-
veiðum úr 7.323 í 6.900. Seinni
tölurnar, fyrir árið 2004, eiga eitt-
hvað eftir að hækka.
!"" # $ % & ' $$ () "!""
$
*!%!% + !
$ $
,$+ " !"" % - &$+
" +$ ('$$$ $ .'
+ + &$+ " /
& '$$ &$
$ ' &
! &
&
0!
"" $ 10! ' $ 0 2 3-4
'2 ' 3-4
$$
& &3( " + 5
$$$ 67
! $ $& 8 $
!"" 5 9 '$$
6
$ ' "" '$$ : & $
;0! + %0 !"" 6(
( $
'$
6
!"" (& + $
<$
& $ +
!
,
=$$ !' $
$ + $,("% $ $ $ $!'
<
' !""
&% $ =$$ () < () >+ 5$$" $
? + ()
"!""
$$
,(&
$ +
(
@7
"% %%A $$
!' B ( ,(
06 $'
'
"%
&!% =)$
"
++ '
+ $
&$ 0 . $ ' >+ 5$
-C-7 -C-
DE2-C-@DE2-C-@-C-F -C-G -C-H
!"#
$%
&'('
&
)
!"#
$%
&'*'
Þrif og sótthreinsun gróður-
húsa er nauðsynleg leið til að
minnka hættuna á sjúkdóm-
um, gerlum og meindýrum á
nýjum plöntum. Best er að þvo
og sótthreinsa strax eftir að
gömlu plöntunum hefur verið
hent út. Þó er ráðlegt ef um
skæða sjúkdóma eða meindýr
er að ræða að sótthreinsa með
formalíni áður en hent er út
því sjúkdómarnir eða mein-
dýrin geta borist yfir í aðrar
garðyrkjustöðvar þegar gömlu
plönturnar eru fjarlægðar.
Tveimur til þremur dögum
fyrir svælinguna er hitinn
hækkaður í húsinu (gjarnan í
um 30°C), til að hugsanleg egg
meindýra klekist frekar út.
Æskilegt er að rakastigið sé
ekki undir 70% og hitastig um
20°C. Lofta skal vel áður en
farið er að vinna í húsinu.
1) Hendið gömlu plöntunum út
og gangið þannig frá þeim að
þær séu ekki smitberar í næstu
ræktun né til nálægra gróður-
húsa.
2) Þvoið allt gróðurhúsið að inn-
an með grænsápu og þrífið
hana síðan af með háþrýsti-
dælu. Aðeins ef þrifin eru í
lagi verður sótthreinsunin sem
fram fer á eftir góð. Gleymið
ekki að þrífa glerið að utan
líka til að auka inngeislunina.
3) Þrífið dropapinna og slöngur
en slöngurnar og pinnarnir
ættu ekki að fá að þorna því
þá festast óhreinindin á þeim.
Skolið slöngurnar fyrir og eft-
ir meðhöndlun. Sama á við
um stofn- og fæðuslöngur.
4) Ef ólífræn efni eru vandamál
ætti að nota 2% saltpéturssýru
(2 lítrar í 100 lítra), pH 2: lát-
ið þetta standa á í nokkrar
stundir (Elektróður fyrir pH
og leiðni þola ekki sýruna og
þarf því að fjarlægja þær áð-
ur).
5) Ef um lífræn efni er að ræða
ætti að nota 5% lausn af
Vetnisperoxíði eða 3% natri-
umhypokloríð (sumir dropa-
ventlar þola ekki klór).
6) Dropapinnar: Gegn veirum
ætti að leggja pinnana í 4-5%
lausn af saltpéturssýru en
gegn sveppasjúkdómum í
10% lausn af formalíni.
7) Ef sótthreinsa á gólf hússins
er rétt að úða með 2% formal-
ínlausn, 400 lítrar á 1000m2.
8) Að lokum er húsið sótthreins-
að með 20 lítrum af formalín
35% á 1000m2 með kald-
þoku. Ef ekki er til kaldþoku-
tæki má nota kalíumpermang-
anat og formalín. Til að sótt-
hreinsunin takist vel er best að
halda hitastiginu í 20°C fyrir
og eftir meðhöndlun, rakastig-
inu yfir 70% og lokuðum
gluggum. Síðan er loftað út
næsta dag og að lágmarki í 10
daga ef hitastig er 10°C.
Magnús Á. Ágústsson
Þvottur og sótt-
hreinsun gróðurhúsa
Fjölgun refa og minka
Fjölgun í refastofnin-
um hefur verið nokk-
uð stöðug síðan 1980
Lágfóta lúrir í makindum á Hornströndum.