Bændablaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 25. janúar 2005
Árið 1969 afkvæmarannsókn nr.
12, stóðhesturinn:
Blesi 598 frá Skáney, Reykholts-
dalshreppi, Borgarfjarðarsýslu.
Rauðblesóttur, f. Marinó Jak-
obssyni, árið 1958. F Roði 453
frá Ytra-Skörðugili M Gráblesa
frá Skáney.
Kynbótadómur 1966 L.M. Hólar
Hjaltadal: 8,50 8,32 8,41 og
1.verðlaun.
Eigandi: Marinó Jakobsson bóndi,
Skáney, Borgarfirði.
Tamingar: Frá 08/07 - 07/09 ´69
(61 dagur á hross = 14 tamninga-
mán.) á tamningastöð á Skáney.
Fjöldi afkv. 7, aldur 4.0 ár,
hæð/band: 139,6 cm, hæð/stöng:
131,4 cm M.t. einkunna: f. bygg-
ingu: 7,65 f. hæfileika: 6,90 aðal-
einkunn: 7,28
Fóðrun og umgengni: Sumart-
amning.
Trippi í tamningu eru öll frá
Skáney: Litla- Rauðka, Nasi,
Snerrir, Glói, Sóti, Rökkvi og Gló-
blesi, 3ja v. graðhestur.
Tamningmaður: Bjarni Marinós-
son, Skáney.
Framlag: kr. 24.000,00 Úttekt fór
fram: 7. sept. 1969.
Matsmenn: Þorkell Bjarnason,
Leifur K. Jóhannesson og Guðm.
Pétursson.
Umsögn: Afkvæmi Blesa 598 eru
fremur smá, fínbyggð og unggæð-
ingsleg að þroska, enda ekkert
þeirra eldra en 4ra vetra. Fríð
trippi, vel prúð, selhærð, hálsinn
meðalreistur og hvelfdur mak-
kinn. Herðar breiðar, full lágar,
bakið liðlegt, lend jöfn, vel gerð,
bolur þéttur, ekki lofthá. Fætur eru
liprir, fremur réttir, hófar stinnir,
sléttir, vel djúpir.
Trippin eru lipur í vilja, gang-
lagin, hreingeng og laus við kjagg,
öll brokka þokkalega, mjúk á tölti
og skeið kemur til. Fótaburður
snoturlegur. Þau temjast mjög vel,
eru fljót að læra, enda lundin lífleg
og þjál, sem er heilladrýgsta ein-
kenni hópsins.
Samantekið: Blesi 598 gefur
fjölhæf og á margan hátt ágæt
hross, sem eru prúð, fríð, fínbyggð
og góðgeng, á þeim er ljúflings-
bragur.
Eftirmáli: Móðir Blesa 598 var
Gráblesa fædd í Skáney, ótamin en
spengileg stóðhryssa, en lang-
amma hennar var þó Jónatans-Jörp
frá Aðalbóli í Miðfirði. Blesi kom
fram í Skógarhólum fjörurra vetra
sumarið 1962, stóð sig þar mjög
vel, a.e. 8,10 umsögn: "Frítt og
viljugt alhliða gæðingsefni." Mér
býður í grun að þarna hafi orðið
besta sýningin á Blesa, hann stakk
svo í augu, mjög eigulegur, bolfal-
legur og mjúk- byggður. Að Faxa-
borg, 1965, fær Blesi í a.e. 8,02 og
í umsögn segir m.a: "sérstaklega er
hann lundgóður og hefur því mikla
kosti góðs undaneldishests."
Á LM að Hólum í Hjaltadal,
árið 1966, fékk Blesi í a.e. 8,41,
sem einstaklingur, bætti dóminn
og hlaut efsta sætið. Hann var
sjálfum sér líkur, engar sviftingar,
en heldur svifaþyngri. Sennilega
hefur sýningaframinn litlu breytt í
viðhorfi til hans.
Á Hólamótinu var Blesi 598 að
sjálfsögðu öflugur burðarás í af-
kvæmahópi föður síns, Roða 453
frá Ytra-Skörðugili, en í umsögn
Roða 453 segir m.a: Fríð, prúð,
fremur finbyggð, mjúkvaxin, lund-
góð, þæg. Allur gangur, brokka
vel, tölt skeiðborið, góð vekurð.
Prúðleiki og frjálsleg framganga
einkenna hópinn. Eink 8,21, heið-
ursverðlaun og Roði efstur af-
kvæmasýndra stóðhesta og vann
"Sleipnisbikarinn", sem er æðsta
viðurkenning í hrossarækt, heið-
ursverðlaun Búnaðarfélags Ís-
lands.
Því er ég að tíunda þessi mál
hér að um flest er Blesi 598 líkur
föður sínum Roða 453, þessi öðl-
ings framganga, stærðin, prúðleik-
inn, ganglagið, en lundarfarið var
þó happasælla í Blesa.
Hér að ofan er sagt frá af-
kvæmaprófun 1969 á Blesa, sem
reiðhestaföður. Árið eftir, 1970,
kom Blesi til afkvæmadóms á LM
í Skógarhólum, þar sem 7 stóð-
hestar kepptu til og náðu 1.verð-
launum og hlaut þar 6. sætið.
Dómsorð: "Afkvæmi Blesa eru
fríð og mjúkbyggð en vantar oft
meiri reisn í frambyggingu. Fætur
eru fallegir að mestu réttir. Vilji
þægilegur en ekki nógu skarpur.
Þau eru þjál í umgengni, enda með
afbrigðum geðprúð. Aðaleinkunn
7,95 stig og 1. verðlaun."
Blesi 598 var fingurbrjótur á
grófleikann, sem reynist oft í ætt-
um gjarnastur. Má hins vegar segja
að fáséðari væru í hópnum hans
kraftmiklir skörungar, en slíkir
reiðhestar, jafnvel þótt fáir séu,
drita gjarnast metorðum í slóð
feðranna.
Í W-Feng eru skráð 139 af-
kvæmi Blesa, þar af hafa 9 af-
kvæmi hlotið 1. verðlaun, í aðal-
eink. af 54 dæmdum(16%). Í þeim
hópi er aðeins einn stóðhestur,
Fáfnir 847 frá Svignaskarði, sem
hlaut 1.v. bæði fyrir byggingu og
hæfileika. En alls hlutu 17 hross
1.v. f. byggingu, sem gefur til
kynna styrk Blesa að fíngerðu
vaxtarlagi. Blesi var mest notaður
til undaneldis heima á Skáney en
þangað fengu afbæjarmenn að
leiða hryssur. Þá var hann leigður
eitt vor (´68) í Skagafjörð og þar
komu undir m.a. Kápa Síðudóttir á
Sauðárkróki, sem vegna slysfara
var aldrei tamin, en gaf af sér hóp
gæðinga, Gígja 4226 frá Víðimýr-
arseli, sem hlaut í umsögn "gullfal-
leg", og Máría 4108 frá Syðra-
Skörðugili, sem er M. Atla 1016
frá Skarði, Rang. 1.v. stóðhests,
sem stendur sig vel til kynbóta í
Svíþjóð. Huggun 5400 frá Engi-
hlíð, Dal. seinna á Minni-Borg í
Grímsnesi, má nefna og hefur
reynst mjög vel til kynbóta.
Marinó bóndi á Skáney mat
við Blesa sinn fínleikann og hára-
prýðina með hans jákvæðum reið-
hestskostum og varla hefur rauð-
blesótti liturinn ruggað við hesta-
sálinni. Mikinn og sannan áhuga
hafði Marinó á hrossum og ræktun
þeirra, hann var meira en áratug í
stjórn Hrs.Vesturlands. Hann sá
ekki eftir tímanum í félagsmála-
störfin og rækti þau af heilum hug,
stóð traustum fótum ef í odda
skarst í orrahríðum ræktunarmál-
anna. Marinó hafði trú á Blesa,
mat hann að verðleikum og gerði
alla tíð vel við hann, sem og var
hans búskaparlag.
Nú, 47 árum frá fæðingu Blesa
598, eru öll hrossin í Skáney út af
honum, ef frá eru talin 2 skjótt að-
skotadýr. Þar fer fremst Rönd
5900 í Skáney, sem er með Blesa
að forföður, jafnt þvers sem kruss!
Bjarni í Skáney er spurður
hvaða reiðhestur, sonur Blesa, sé
honum hvað ríkastur í minni? Það
gæti verið leirljós gæðingur hjá
Jakobi í Samtúni, í Reykholtsdal,
úr fyrsta árganginum undan klárn-
um. Hann bar með sér gæðinginn.
Af heimahryssum í Skáney var
Nös 3518, dóttir Skvettu 2859 frá
Gufunesi sú af dætrum Blesa, sem
hafði efni á að viðra sig af stolti,
hvar í flokki sem fannst. Blesi 598
féll 1979, 21 vetra.
Þ.B
Minningarsjóður um
Guðlaug Bergmann
Guðlaugur Bergmann fram-
kvæmdastjóri lést hinn 27. des-
ember 2004. Guðlaugur var mikill
drifkraftur í Ferðaþjónustu bænda
og var í fararbroddi í umhverfis-
og gæðamálum. Hann var verk-
efnisstjóri í undirbúningi sveitar-
félaganna á Snæfellsnesi við að
gangast undir vottun Green Globe
21. Öðrum áfanga í því ferli var
náð í nóvember sl. þegar sveitarfé-
lögin fengu formlega viðurkenn-
ingu á því að hafa mætt viðmiðum
Green Globe 21. Guðlaugur taldi
sjálfur að umhverfismál væru eitt
mikilvægasta verkefni sem núver-
andi kynslóð gæti tekist á við.
Fjölskylda Guðlaugs Berg-
mann hefur stofnað sjóð til minn-
ingar um Guðlaug en markmið
sjóðsins er að styrkja verkefni í
umhverfis- og samfélagsmálum.
Reikningsnúmer sjóðsins er 1143-
18-640230 og kt. 430105-2130.
Heil 75 ár eru liðin síðan myndin hér að ofan var tekin af nemendum
á dráttarvélanámskeiði árið 1930. Ef svo ótrúlega vildi til að einhver
þekkti einhverja á myndinni þætti okkur vænt um að fá línu frá þeim
og eins ef einhver veit hvar námskeiðið var haldið.
Á myndinni t.h. eru stjórn og starfsmenn Matarfélags Bændaskólans á
Hólum í Hjaltadal árið 1957. Við þekkjum tvo á myndinni, þá
Jónmund Zophoníasson frá Hrafnsstöðum og Valdimar Kristjánsson
frá Sigluvík. Nú biðjum við lesendur um aðstoð, ef þeir þekkja nafn
þriðja karlmannsins og kvennanna tveggja að láta okkur vita.
Af spjöldum
hrossa-
sögunnar
Þorkell Bjarnason
Stóðhesturinn Blesi
Gamla myndin
Bjarni og Blesi 598 í Skáney 1965. Ljósmynd: ÞB.