Bændablaðið - 25.01.2005, Síða 15
Mikið hefur verið um kvartanir
vegna lausagöngu búfjár, eink-
um hrossa, á vegum landsins að
undanförnu. Nokkur óhöpp hafa
átt sér stað og hafa hross drepist
og bifreiðar skemmst víða um
land.
Ólafur R. Dýrmundsson land-
nýtingarráðunautur átti sæti í
nefnd sem landbúnaðarráðherra
skipaði 1998 og var nefnd vega-
svæðisnefnd. Hún skilaði loka-
skýrslu um málið 2001. Hann
benti á í samtali við Bændablaðið
að víða á landinu væri lausaganga
stórgripa bönnuð. Lausaganga
sauðfjár er aftur á móti yfirleitt
ekki bönnuð nema í þéttbýli.
,,Varðandi hrossin virðist það
vera svo að þótt þau sé í góðu haldi
á sumrin fjölgar vandamálunum
með lausagönguna yfir veturinn.
Hross eiga þá auðveldara með að
komast út á vegina. Ég held að
snjóalög eigi þar stóran þátt í.
Góðar girðingar getur fennt í kaf
og sums staðar eru hliðin ekki í
lagi. Meiri hætta er á að hliðin séu
skilin eftir opin í miklum snjó.
Víða eru pípuræsi í hliðunum, þau
fyllast af snjó og skepnurnar kom-
ast yfir. Það verður því að loka
þessum hliðum með einhverjum
hætti," segir Ólafur.
Hann bendir á að reglur um
fjár- og hrossheldar girðingar mið-
ist við venjuleg skilyrði en engar
reglur séu til um hvernig bregðast
skuli við þegar komin eru mikil
snjóalög. Þá sé nýr flötur kominn
á málið og ekkert í lögum sem seg-
ir til um hvernig bregðast skuli
við. Það væri ekki nema bændur
tækju til sinna ráða og þeir eiga
ýmsa möguleika.
,,Eitt ráð sem þeir eiga er að
gefa hrossunum fjarri vegum en
alls ekki nærri þeim. Síðust tvo
vetur þurfti vart að gefa hrossum
úti þar sem beit var næg. Nú
bregður aftur á móti svo við að
snjór er yfir öllu um allt land og þá
þarf að gefa útigangshrossum vel.
Sé það ekki gert er mikil hætta á að
þau taki að rása og fari þá út á veg-
ina. En ef þeim er gefið vel fjarri
vegum tolla þau býsna vel í fóðr-
inu. Megin atriðin eru hvort þeim
er gefið, hversu mikið þeim er gef-
ið og hvar þeim er gefið. Þegar
snjóalög eru mikil verða bændur
að fylgjast betur með hrossum sín-
um en ella, loka hliðum, laga lé-
legar girðingar og reyna með öllu
móti að koma í veg fyrir að hrossin
komist yfir girðingarnar þar sem
þær hefur fennt í kaf. Einnig tel ég
brýnt að ökumenn taki tillit til
þessara erfiðu aðstæðna og sýni
sérstaka aðgæslu á vegum í sveit-
um landsins," sagði Ólafur R. Dýr-
mundsson.
Hjá Vátryggingafélagi Íslands
fengust þær upplýsingar að dómar
í málum sem risið hafa vegna þess
að ekið hefur verið á hross sýni að
það fari alfarið eftir aðstæðum
hverju sinni hvort dómur fellur
bónda eða bifreiðareiganda í vil.
Þannig skipti meginmáli hvort
lausaganga er bönnuð eða ekki.
Þriðjudagur 25. janúar 2005 15
!"#$$ $
Vísitala
neysluverðs
Vísitala neysluverðs í janúar
2005 er 239,2 stig (maí
1988=100) og hækkaði um
0,08% frá fyrra mánuði.
Vísitala neysluverðs án hús-
næðis er 229,2 stig, lækkaði
um 0,56% frá því í desember.
Vetrarútsölur eru nú í full-
um gangi og lækkaði verð á
fötum og skóm um 10% (vísi-
töluáhrif -0,56%) og verð á
húsgögnum, heimilisbúnaði og
raftækjum lækkaði um 3,3% (-
0,18%). Verð á bensíni og dís-
ilolíu lækkaði um 5,7% (-
0,24%).
Markaðsverð á húsnæði
hækkaði um 2,9% (vísitölu-
áhrif 0,39%), gjaldskrár fyrir
opinbera þjónustu hækkuðu
um 4,4% (0,32%) og fyrir aðra
þjónustu um 1,0% (0,22%).
Síðastliðna tólf mánuði
hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 4,0% en vísitala
neysluverðs án húsnæðis um
2,1%. Undanfarna þrjá mánuði
hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 0,8% sem jafngild-
ir 3,1% verðbólgu á ári (1,0%
verðhjöðnun fyrir vísitöluna án
húsnæðis).
Lausaganga búfjár
Þegar girðingar fennir í kaf eykst
hættan á að hross sleppi út á vegi
Notaðar vélar
til sölu
Valtra 900 dráttarvél
Árgerð: 2000
Notkun: 2200 vstd.
Stærð: 90 hestöfl.
Drif: 4x4
Helsti búnaður: Trima 3.40
ámoksturstæki m/ MultDoc
Verð án vsk.: 2.390.000
Deutz-Fahr dráttarvél
Gerð: Agrotron 120 MK3
Árgerð: 2003 (Afhent 01/04)
Notkun: 200 vstd.
Stærð: 130 hestöfl.
Drif: 4x4
Ámoksturstæki: Trima 5.85, með
dempara, servo og Multi-Doc 2/4
Helsti búnaður: Gírkassi 24/24
með vökvavendigír + skriðgír, loft-
kæling, fjöðrun á framhásingu,
loftfjöðrun á húsi, 110 l. vökva-
flæði , 4/4 tvívirk vökvaúttök,
þýskur dráttarkrókur, 50
Verð án vsk.: 6.390.000
Verð með vsk.: 7.955.500
JCB 3CX traktorsgrafa
Árgerð: 1992
Notkun: < 8000 vst.
Stærð: 8 t. / 90 hö.
Verð án vsk.: 1.300.000
Vélin er í góðu lagi en slitin dekk
Vicon rúllubindivél
Gerð: Vicon R 121
Árgerð: 1999
Notkun: 4000 rúllur
Verð án vsk.: 750.000
Vélin lítur mjög vel út og er með
netbindibúnaði.
Zetor 7341dráttarvél
Árgerð: 1998
Notkun: 3000 vstd.
Stærð: 82 hestöfl.
Drif: 4x4
Ámoksturstæki: Alö 540
Verð án vsk.: 1,350,000
Case CS94
Árgerð: 1998
Drif : 4x4
Stoll ámoksturstæki
Verð án vsk.: 2.400.000
Höfum einnig til sölu:
2 stk. Krone sláttuvélar
m/ knosara
Macchio jarðtætara
Kuhn GA402 múgavél (04)
o.fl. ofl.
Tökum einnig
notuð tæki í umboðssölu
Gylfaflöt 24-30
Sími: 580 8200
velfang@velfang.is
www.velfang.is