Bændablaðið - 25.01.2005, Qupperneq 18
Yea-Sacc 1026, sem er lifandi
ger ætlað til blöndunar í fóður
nautgripa, hefur verið notað
víða um heim í u.þ.b. fimmtán ár
og í löndum Evrópusambands-
ins síðan 2001. Yea-Sacc hefur
margvísleg áhrif á starfsemi
vambarinnar, sem leiðir til auk-
ins áts og aukinnar nytar.
Framleiðandi Yea-Sacc 1026 er
Alltech, alþjóðlegt fyrirtæki á
sviði örveru- og lífefnafræði.
Dreifingaraðili fyrir Alltech á Ís-
landi er Dýralæknamiðstöðin
ehf. á Hellu en flest fóðurblönd-
unarfyrirtæki landsins annast
sölu og íblöndun Yea-Sacc 1026 í
fóður.
Hvernig vinnur
Yea-Sacc 1026?
Yea-Sacc 1026 hefur þríþætta
virkni í vömbinni. Í fyrsta lagi örv-
ar gerið þær örverur sem melta
tréni, þannig að bæði fjöldi þeirra
og virkni eykst. Rannsóknir hafa
sýnt að meltanleiki trénis (NDF)
eykst um 10%. Í öðru lagi örvar
Yea-Sacc örverur sem umbreyta
mjólkursýru í veikari sýru. Á
þennan hátt dregur Yea-Sacc úr
hættunni á súrri vömb, sem er oft
samfara mikilli gjöf auðmeltra kol-
vetna. Í þriðja lagi leiðir aukinn ör-
verufjöldi í vömbinni til um 15%
aukinnar framleiðslu örveruprót-
íns, sem hækkar þá í raun AAT
gildi fóðursins umtalsvert.
Hver er ávinningurinn
við notkun Yea-Sacc 1026
hjá mjólkurkúm?
Átgeta kýrinnar takmarkar mögu-
leika hennar til mjólkurfram-
leiðslu. Þetta er sérstaklega mikil-
vægt í byrjun mjaltaskeiðsins þeg-
ar kýrnar eru jafnan í neikvæðu
orkujafnvægi. YeaSacc1026 eyk-
ur vambarstarfsemina og rann-
sóknir sýna að búast megi við um
5% aukningu í áti.
Mikilvægt er að halda sýrustigi
vambarinnar innan eðlilegra
marka. Þegar mikið kjarnfóður er
gefið er óhjákvæmilegt að sýrust-
igið lækki nokkuð. Lágt sýrustig
hefur neikvæð áhrif á niðurbrot
trénis og getur valdið meltingar-
truflunum.Yea-Sacc1026 stemmir
stigu við lækkun sýrustigs í vömb-
inni með því að lækka styrk mjólk-
ursýru í vambarvökvanum.
Aukin framleiðsla örveruprót-
íns í vömbinni þýðir aukna mögu-
leika til mjólkurframleiðslu og
betra prótínhlutfall í mjólk.
Með auknu áti og bættri fóður-
nýtingu aukast afurðir. Flestar
rannsóknir sýna að afurðaaukning
er á bilinu 4-8%, sem þýðir aukn-
ingu um 1-1,5 lítra af mjólk á dag
hjá meðalkúnni.
Aðrir notkunarmöguleikar
Yea-Sacc
Yea-Sacc 1026 er einnig notað við
uppeldi á kálfum og kvígum og í
nautakjötsframleiðslu. Rannsóknir
sýna að þyngdaraukning eykst um-
talsvert eða um 13% hjá kálfum og
7-9% hjá eldri gripum.
Hvernig er
Yea-Sacc 1026 gefið
Yea-Sacc er framleitt í tveimur
styrkleikum, annars vegar Yea-
Sacc til íblöndunar í kjarnfóður hjá
fóðurblöndunarstöðvum (1,5 g/kg
fóðurs) og hins vegar Yea-Sacc
Farm Pak til notkunar á búunum.
Magn gefið er sýnt í meðfylgjandi
töflu.
Yea-Sacc1026 skammtastærðir:
Viðmiðun á dag
Mjólkurkýr á dag
Yea-Sacc1026
1-2 g / 100 kg - 6-10 g
Yea-Sacc1026 Farm Pak
6-10 g / 100 kg - 30-50 g
Hvernig er hægt að
nálgast Yea-Sacc?
Flest fóðurblöndunarfyrirtæki
landsins annast sölu og íblöndun
Yea-Sacc 1026 í fóður en dreifing-
araðili fyrir Yea-Sacc Farm Pak er
Dýralæknamiðstöðin ehf. þjónusta
og ráðgjöf á Hellu.
Fréttatilkynning
18 Þriðjudagur 25. janúar 2005
Síðustu 30-40 ár hefur hollt
mataræði merkt hið sama og að
draga úr fitu í matnum. Í sam-
ræmi við það hafa komið á
markaðinn ókjör af "léttum"
matvælum. Nú er hins vegar
spurt hvort þessi stefna byggi á
röngum ályktunum.
Þessi ferill hófst á 6. áratugi
síðustu aldar þegar Bandaríkja-
maður að nafni Ancel Keys hóf
rannsóknir á samhengi matarvenja
og hjartasjúkdóma á þeim tíma.
Þekktust var hin svonefnda "sjö
landa rannsókn" sem lokið var um
1980, en bráðabirgðaniðurstöður
bárust úr henni þegar á 7. og 8.
áratugnum.
Aðalniðurstaða Ancel Keys
var sú að fita og þá einkum mettuð
fita í matvælum hefði sterka fylgni
við hjarta- og æðasjúkdóma. Hann
hélt því fram að aukin fituneysla
yki kolesteról í blóði sem aftur
leiddi til æðakölkunar og hjarta-
og æðasjúkdóma. Niðurstöðurnar
höfðu róttæk áhrif á næringar-
stefnu og ráðgjöf um mataræði í
flestum vestrænum löndum og það
er fyrst nú á síðustu árum að dreg-
ið hefur úr gagnrýni á mettaða fitu
í mat.
Fjöldi sérfræðinga hefur nú
hafnað "kólesterólkenningunni"
og mæling á heildar-kólesteról-
magni í blóði hefur fyrir löngu
verið metin úrelt sem mælikvarði
fyrir heilbrigt fólk. Fyrir mjög fá-
mennan hóp, þar sem hátt kóleste-
ról í blóði er ættgengt, er þó unnt
að draga þar fram áhættuhóp.
Finnland og Japan
Rannsóknir Ancel Keys hafa verið
mikið gagnrýndar. Hann sérvaldi
Japan og Finnland í rannsóknina,
Japan vegna þess að þar var lítil
neysla á mettaðri fitu og lítið um
hjarta- og æðasjúkdóma og
Finnland vegna þess að þar
var mikil neysla á mettaðri
fitu og mikið var þar um
hjarta- og æðasjúkdóma.
Það er að sjálfsögðu
óleyfilegt að gera töl-
fræðilega útreikninga
á gögnum sem eru
fyrirfram sérvalin.
Hvað um alla um-
hverfisþætti og lífs-
hætti sem eru ólíkir í
þessum löndum?
Ancel Keys reiknaði
síðan út samband neyslu á
mettaðri fitu og hjarta- og
æðasjúkdómum. Í talnaefninu
öllu fann hann fylgni upp á 0,84,
þ.e. mjög sterka fylgni.
Ef gögn frá Finnlandi og Japan
voru hins vegar ekki höfð með
hvarf þessi fylgni alveg. Ancel
Keys gat þess heldur ekki að
finnska talnaefnið sýndi að þar
voru einstakir landshlutar þar sem
meðalgildi kólesteróls í blóði var
hátt en hjartasjúkdómar fátíðir.
Þeir, sem gagnrýndu rann-
sóknir Ancel Keys, fengu þó ekki
hreyft við hinum einfalda boðskap
hans um að mikilvægt væri að
draga úr mettaðri fitu í fæðu fólks.
Dauðsföllum af völdum hjarta- og
æðasjúkdóma fækkaði líka en
sjúkdómstilfellunum fækkaði
ekki. Þannig fjölgaði hjartaað-
gerðum í Bandaríkjunum úr 1,2
milljónum árið 1979 í 5,4 milljón-
ir árið 1996.
Óljósar niðurstöður
Bandaríkin eru í fararbroddi hvað
varðar rannsóknir á neyslu fitu og
hjarta- og æðasjúkdómum. Óhætt
er að segja að niðurstöður þeirra
eru óljósar hvað varðar heilbrigði
fólks. Yfirvöld komu hins vegar á
fót nefnd sem skyldi setja fram
ráðleggingar um mataræði. Ráð-
gjafar hennar voru úr hópi áhang-
enda Ancel Keys. Nefndin skilaði
skýrslu sem bar heitið: "Leiðbein-
ingar um mataræði fyrir Banda-
ríkjamenn". Þar var ráðlagt að
lækka hlutfall fitu í mat niður í
30% og af mettaðri fitu niður í
10%.
Mikill andstaða var gegn
þessari reglugerð í bandaríska vís-
indaheiminum og á árabilinu
1980-1984 birtust niðurstöður
fjölda rannsókna um efnið. Í engri
þeirra var unnt að staðfesta að
fjölgun hjarta- og æðasjúkdóma-
tilfella stafaði af fituneyslu en
bandarískir vísindamenn kenndu
framkvæmd tilrauna sinna um að
hin skaðlegu áhrif fituneyslu voru
ekki afhjúpuð þar. Önnur vestræn
lönd fylgdu síðan fordæmi
Bandaríkjanna um að ráðleggja
litla fitu í mat.
Alls óvíst er að þessi stefna
hafi fækkað tilfellum hjarta- og
æðasjúkdóma. Það hefur a.m.k.
ekki gerst í Bandaríkjunum.
Vandamál vegna offitu fólks hafa
hins vegar aukist þar verulega,
sem og á Vesturlöndum. Neysla
sykurs og annarra kolvetna hefur
jafnframt aukist þegar fituneyslan
minnkaði. Hitaeiningunum, sem
neytt er, hefur fjölgað og of feitu
fólki að sama skapi þannig að yf-
irvigt er talin vera orðin alvarlegt
heilsufarsvandamál nú á tímum.
Áróður, einkum gegn mjólk
Í Noregi var það einkum áróður
gegn mjólkurfitu og annarri dýra-
fitu sem næringarfræðingar stund-
uðu. Í stað smjörs var ráðlagt
smjörlíki. Fituhersluiðnaðurinn,
sem blómstraði á millistríðsárun-
um og eftir seinna stríð, 1945,
framleiddi fitu með aðra
eiginleika en hráefnið
hafði, þ.e. fljótandi
jurta- eða fiskiolíur.
Við herðinguna
verða til svokall-
aðar transfitusýr-
ur sem finnast
ekki í náttúrunni
og mannslíkam-
inn þekkir ekki
og hefur ekki að-
lagast á þróunar-
ferli sínum.
Norskir næring-
arfræðingar féllust
loks á 10. áratugi síð-
ustu aldar á það að trans-
fitusýrur gætu verið jafn
varasamar og hörð fita. Nú hafa
danskir næringarfræðingar fullyrt
að hert fita sé tífalt hættulegri
fólki en hörð náttúruleg fita.
Afar erfitt hefur reynst að
sanna að minni neysla á harðri
fitu leiði til lengra og betra lífs.
Sambandið milli mataræðis og
heilsu er afar flókið. Starfsmenn,
sem sinna heilbrigðismálum, og
stjórnmálamenn vilja hins vegar
eina einfalda og auðskiljanlega
skilgreiningu á hollu mataræði.
Þannig var handhægt að grípa til
mettaðrar fitu sem sökudólgs.
Hins vegar hefur ekki tekist
að finna vísindalegar sannanir
fyrir þeirri kenningu.
(Nils Standal, fyrrv. prófessor við
NLH, Bondebladet nr. 51-52/
2004, þýtt og endursagt af ME).
Athugasemd
við frétt
Í Bændablaðinu 11. janúar sl.
birtist á baksíðu frétt undir fyr-
irsögninni: Biskup vill kirkju á
Bifröst.
Í frétt þessari eru ýmsar hæpnar
fullyrðingar hafðar eftir formanni
umhverfis- og skipulagsnefndar
Borgarbyggðar sem vert er að leið-
rétta.
Það er engin ný frétt að hug-
myndir eru uppi um að byggja
kirkju á Bifröst. Biskup kom á fund
heimamanna sl. haust þar sem rætt
var um væntanlega kirkjubyggingu
og kirkjustæðið skoðað. Það er hins
vegar ekki á valdi biskups að gefa
út leyfi til kirkjubyggingar, það eru
aðrir aðilar sem þar koma til og þá
fyrst og fremst söfnuðurinn.
Þá er sagt í fréttinni og haft eft-
ir formanninum, að kirkjan í Staf-
holti muni að öllum líkindum verða
lögð niður, kirkjan í Hvammi sé of
lítil, ekki eigi að flytja gamla kirkju
í Bifröst heldur byggja nýja kirkju
(að tilmælum biskups) fyrir Staf-
holtstungur og Norðurárdal og þar
með gæti Bifröst orðið prestssetur.
Ekki veit ég hvaðan formaður
skipulagsnefndar hefur þessar hug-
myndir, þær hljóta að vera hans
eigið hugarfóstur. Þótt nefnd þessi
sé valdamikil þá hefur hún varla
vald til að leggja niður kirkjur,
breyta sóknaskipan eða þá flytja til
prestssetur. Þess vegna eru svona
fullyrðingar út í hött og koma illa
við fólk, sem frétt þessi vissulega
gerir. Það þarf meiri umræður og
meiri tíma til að gera svona breyt-
ingar auk þess sem heimafólk og
söfnuðir hljóta að hafa eitthvað um
það að segja.
Vonandi einbeitir umhverfis-
og skipulagsnefnd Borgarbyggðar
sér í framtíðinni að þeim málum
sem henni kemur við, ekki mun af
veita.
Brynjólfur Gíslason,
sóknarprestur í Stafholti
Viðar Steinarsson á Kaldbak
segir svo frá í Bændablaðinu 11.
janúar 2005 að mikill hugur sé í
hestamönnum á Hellu varðandi
nýtt hverfi sunnan við þjóðveg 1.
Raunin er hinsvegar sú að hugur
okkar í Félagi hesthúseigenda á
Hellu, beinist aðallega að því að
vera áfram í okkar gamla hverfi
og fá til þess viðeigandi aðstöðu,
s.s. úrbætur hvað varðar frá-
rennslismál o.fl.
Við höfum lagt fram okkar
einlægu óskir til sveitarstjórnar um
að eitthvað verði gert í hverfinu
okkar svo að sæmandi sé og full-
nægi þeim lágmarkskröfum sem
lög og reglur kveða á um. Húsin í
hverfinu eru af misjöfnum stærð-
um og gæðum. Ný uppgerð sem
og í upprunalegri mynd en þetta
eru hús sem nýtt hafa verið í ára-
tugi og eru eigur manna og ber að
virða það.
Umræður um framtíð þessa
hverfis hafa verið í gangi um langt
skeið og hugmyndir um nýtt hverfi
sunnan við veg eru ekki nýjar af
nálinni en hafa aldrei komist
lengra en á teikniborðið, fyrr en
kannski nú og ber að fagna því ef
af verður.
Það breytir ekki því að hið
eldra hverfi er til og þarf sína lög-
bundnu þjónustu, sem ekki hefur
verið sinnt þó svo að af þessum
eignum hafi verið greidd gjöld til
sveitarfélagsins.
Húsin eru á leigulóðum, að
hluta í eigu sveitarfélagsins og að
hluta í eigu annars landeiganda.
Sum hús eru með langtíma lóðar-
leigusamninga og önnur með
samninga sem gilda í 5 ár í senn.
Þetta fyrirkomulag er auðvitað
óviðunandi og virkar ekki hvetj-
andi á húseigendur. Beinum við
því til sveitarstjórnar að taka á
þessu máli og jafnframt að marka
stefnu til framtíðar hvað varðar
málefni hestamanna á Hellu þann-
ig að sómi sé að og það hið fyrsta.
Við í Félagi hesthúseigenda á
Hellu höfum lagt áherslu á að
meðfram uppbyggingu á nýju
hverfi sunnan þjóðvegar verði
hugað að framkvæmdum í eldra
hverfinu og þá sérstaklega varð-
andi frárennslismál. Hesthúseig-
endur hafa sýnt sveitarfélaginu
alla þolinmæði hvað varðar skipu-
lag og þjónustu í hverfinu okkar.
Nú viljum við að sveitarfélagið
komi til móts við okkur í uppbygg-
ingu á hverfinu, sem hingað til
hefur verið alfarið á höndum hús-
eigenda.
Fyrir hönd
Félags Hesthúseigenda á Hellu
Bára A. Elíasdóttir
Yea-Sacc 1026 nú
skráð til notkunar í
nautgripi á Íslandi
Af gefnu tilefni
Sagan um fituna
í matnum okkar
www.bondi.is